Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 22

Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 22
Desember 1991 Kröfur ríkisstofnana um notendaskil Jóhann Gunnarsson, fjármálaráðuneyti Útdráttur úr erindi frá ráðstefim um stöðluð notendaskil að Hótel Loftleiðum 19. september 1991 Hvaöa kröfur gerir hið opinbera til notendaskila? Gerir það yfir- leitt nokkrar kröfur? Ég ætla fyrst að lýsa minni eigin skoðun á þvf hvaða kröfur beri að gera og athuga svo lítillega hvað fínnst af leiðbeiningum til að fara eftir. Sjálfsagt er að gera þá kröfu að notendaskilséuáíslensku. Kerfí sem ríkisstofnanir nota ættu eftir föngum að vera samræmd hvað varðar útlit, viðmót og tilætluð viðbrögð notandans. Þetta er bæði til þæginda og framleiðni- auka, en dregur þar að auki úr þörfmni fyrir þjálfun starfsfólks ef það flytur sig á milli stofnana. Tölvukerfi rfkisstofnana ættu að vera opin eftir því sem við verður komið. Til upprifjunar nefni ég lýsingarorðin þrjú, sem einkenna opin kerfi: þau skulu vera flytjanleg, samtengjanleg og stigfrjáls. Þau sérstöku atriði, sem staðla ber eru helst þessi: hnappaborð og notkun aðgerðarlykla; skjáir að því er varðar upplausn, myndtíðni, útgeislun og notkun lita; notendaforrit og stýrikerfi hvað varðar almennar, algengar aðgerðir, skjámyndir og fleira. Á þessu sviði verður sjálfsagt erfíðast að ná samkomulagi um hvað sé best. Hvar er þá að leita þeirra staðla, reglna og opinberra fyrirmæla, sem orðið gætu að leiðarljósi, til dæmis fyrir þann sem semja þarf útboðslýsingu um tölvukerfi? Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál (RUT) hefur ritað nokkrum erlendum hugbúnaðar- fyrirtækjum bréf með eftirfarandi texta: "Það er yfirlýst stefna RUT- nefhdar að mæla ekki með öðrum notendaskilum eða meiri háttar kerfum til nota hjá opinberum stofnunum en þeim sem eru á íslensku. Er þá átt við samskipti við notandann, meðferð staf- rófsins, þar innifalin bæði röðun og pörun há- og lágstafa, og handbækur." Til er bókun, samþykkt af réttum yfirvöldum í EFTA-löndum, númer 14/1988, um ráðstafanir til að ryðja burtu tæknilegum viðskiptahindrunum. Þar segir svo: "EFTA-countries shall take the necessary steps to ensure that reference to international standards, European standards and European prestandards is made in public procurement orders relating to information technology." Með tilkomu evrópsks efna- hagssvæðis má búast við að fastar verði gengið eftir að samþykktir af þessu tagi verði haldnar. Ef betur er að gáð er reyndar til allmikið af stöðlum, jafnvel íslenskum, sem nota má og nota ætti þegar svipað stendur á og hérerrættum. Þeir eru að vísu oft lítt þekktir og jafnvel erfitt að fá búnað sem tekur tillit til þeirra. Nokkur dæmi: ÍST 125, ISO 8884, ISO DIS 9995 (staðlar um lyklaborð). ÍST ISO 8859-1, ISO DIS 10646M, ENV 41503 (stafatöflur). ÍST ISO 8879, ÍST EN 28879, EN 29735 (form skjala, þ.á.m. EDIFACT). Lokaorð mín og ályktun af þessum hugleiðingum eru að þörf sé fyrir að skilgreinabetur hvers kreQast skuli - velja vel færa leið í gegnum frumskóginn - gera sér grein fyrir því hvað skiptir máli við íslenskar aðstæður. Þetta tel ég vera meðal brýnustu verkefna í stefnumótun á vegum hins opinbera á nacstunni. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.