Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Föstudagur 17. ágúst 1962. — 192. tbl. Söltun Lokið er nú að salta síld upp í gerða samninga. Hafa verið saltaðar 306 þíisund tunnur og má heita að það sé selt. Eftir er að salta 10—12 þúsund tunnur af sérverkaðri síld. Blaðið hafði í morgun tal af Er- lendi Þorsteinssýni, formanni síld- arútvegsnefndar. Sagðist hann ekki telja forsvaranlegt annað en áð stöðva söltunina aftur. Ekki hefur þó enn verið tekin ákvörðun um það, en fundur verður haldinn í nefndinni í dag og verður málið þá tekið fyrir. Taldi Erlendur" mjög litlar lík- ur á að hægt væri að selja meiri síld að svo komnu máli og því mjög yarasamt að leyfa meiri sölt- un. Stærsti kaupandi síldar er Sví- þjóð, sem kaupir 128.000 tunnur. Til Danmerkur hafa selzt 4500 tn., til Fjnnlands rúmar 55.000, til Nor egs 6700 tunnur, V-Þýzkalands 8700, Bandaríkjanna 12.300 og til Sovétríkjanna 80.000 tunnur. Sildarútvegsnefnd hefur staðið í sambandi við verzlunarfulltrúa Sov étríkjanna hér á landi, til að leita fyrir sér um sölu á meiri síld til Rússlands. Ekki hefur sú viðleitni borið árangur, enn sem komið er. VANTAR ÞIG LÓÐ? Lóðir fyrir 550 íbúðir brátt tilbúnar B I Miklar Ióðaúthlutanir til bæjarbúa eru nú í bígerð, innan skamms , jafnvel á þessu ári, verða lóðir tilbúnar fyrir 200—250 íbúðir í Háaleiti. Lóðir fyrir um 200 íbúðir verða tilbúnar á næsta ári við Elliðárvog. Lóðir fyrir um 100 íbúðir við Kleppsveg verða einnig tilbúnar á næstunni. Samtals eru þetta lóðir fyrir um 550 íbúðir. Frá þessu skýrði borgarstjóri á borgarstjórnarfundi f gær. Mun þetta kærkomnar fréttir þeim mörgu sem'enn hafa ekki fengið lóð úthlutað. Þá gat borgarstjóri þess einnig að gera mætti ráð fyrir því að á næsta ári mætti hefja byggingafram- kvæmdir norðanmegin f Foss-~ voginum og í Breiðholtshverfi. Þá verður og Sckisinn og Ár- bæjarblettir skipulagðir. Þegar þetta hefir verið gert, á næsta ári er séð fyrir byggingaþörf næstu 5 ára að því er lóðir varð ar. Er byggingasvæði þetta allt fyrir 12_15.000 manns. Nýjar íslenzkar kartöfl- ur verða til sölu í búðunum í dag, Grænmetissalan átti von á fyrstu sendingunni að austan eftir hádegi í dag, og verður kartöflun- um þá jafnharðan dreift í m kartöfk verzlanirnar. — Kartöflur munu nu ekki vera niður- greiddar, og er verðið það sama og á ítölsku kartöfl- unum eða kr. 8.50 kg. í lausasölu. Nýjar kartöflur hafa ekki feng- p;;r izt f nokkra daga, þar sem þær útlenzku hafa allar selzt upp. Segja kunnugir að aldrei fyrr hafi verið meiri sala í kartöflum, og það þrátt fyrir þá verðhækkun, sem varð á ítölsku kartöflunum frá hinum niðurgreiddU. Síðastliðið ár entust þær ítölsku lengur en nú, aðallega vegna þess að gæðin voru mun lakari í fyrra. Nýjar íslenzkar kartöflur eru fyrr á markaðnum nú en áður, og eru það kartöflur úr sandjörðinni í Þykkvabænum og við Eyrar- bakka. Var þar sáð um miðjan maímánuð. Kartöflur úr uppsveit- unum, Rangárþingi og Flóanum munu hins vegar vera nokkuð seinna á ferðinni vegna kalsins í vor. Verðið hefur verið auglýst og mun kílóið í lausasölu verða eins og fyrr er sagt, kr. 8.60 og 5 kg. pokinn kr. 43.00. Verða þessar kart öflur ekki niðurgreiddar. eð fullfermi Eftir öllum fréttum að dæma virð- ist vera mjög góð veiði við Græn- land núna. Hver togarinn eftir ann an hefur komið af Grænlandsmið- um með fullfermi eða næstum það. Mikið annríki er hjá Togaraaf- greiðslunni og í gær var unnið við að landa upp úr Hauki og Fylki. í dag eða nánar tiltekið um eitt- Ieytið, kom Júpíter, stærsti togari Tryggva Ófeigssonar af veiðum við V-Grænland með fullfermi af karfa. Einnig kom á svipuðum tíma til Akraness togarinn Víkingur með fullfermi af Grænjandsmiðum. Björgunoræfing í sólskininu f gær var haldin björgunaræfing í Nauthólsvfk, fyrir flugáhafnir hjá Loftleiðum. Æfingar sem þessi eru haldnar ekki sjaldnar en einu sinni á ári fyrir hverja áhöfn. Á æfingum þessum er æft hvernig setja skal út gúmmíbát og blása hann upp. Bátar þess- ir taka margt fólk. Voru um tíu manns í bátnum og rúm fyrir fleiri. Þá er settur út grænn lit- ur, sem er til þess gerður að fæla burt hákarla, þar sem hætta er á þeim. Hægt er að tjalda yfir þessa báta og er þá f ólk vel varið, sem í þeim er. Er sagt að þeim eigi ekki að geta hvolft. Þá er einnig æft að skjóta upp neyðarblysum og meðferð á litlu senditæki, sem taka á með f bát- inn ef slys kemur fyrir. Framhald á bls. 5. ex stengur Allmiklar væringar eru íú með mönnum vegna veiðinnar í vatnsdalsá. Fyr ir nokkrum dögum var frá því skýrt hér í blaðinu, að leigutaki árinnar Guðmund ur Ásgeirsson hefði kært prófastinn í Steinnesi sr. Þorstein Gíslason fyrir ó- löglegar netaveiðar í ánni. Nú hefur það verið skýrt að hér var um að ræða sil- ungsnet, en landeigendur hafa heimild til að leggja þau í ána. Því er deilan að- eins um það, hvort netin hafi verið lögð of þétt. O Leigutaki nú sakaður Hins vegar hefur nú annað gerzt í málinu, formáður veiðifé- lags bænda í Vatnsdal hefur sak- að leigutakann um brot á samn- ingi og brot á veiðilöggjöf, þar sem helmingi fleiri stengur hafi verið í laxi en leyfilegt sé. Það er tekið fram í samning- um, að þrjár stengur megi vera í laxi samtímis og þrjár í silungi. En nú telur formaður veiðifélags- ins, Guðmundur í Ási, að það hafi komizt upp, að veiðisvæðum í ánni var þannig skipt, að hægt var að moka upp laxi með sil- ungsstöngunum. 9 Lax fæst a Skriðuvaði Silungssvæðin eru aðallega í Flóðinu í Vatnsdal og í Húnavatni. Þar bítur lax ekki á og því hefur verið heimilað að veiða þar á þrjár silungsstengur. En nú heldur for- maður veiðifélagsins því fram, að Guðmundur Ásgeirsson leigutaki hafi skipt veiðisvæðum þannig, að hið svokallaða Skriðuvað, sem er eitt bezta laxveiðisvæðið fylgi Flóðinu og þannig hafi silungs- veiðimennirnir getað veitt laxinn. Mun þetta hafa komizt upp um síðustu helgi, þegar Sveinn Kjarval og nokkrir arkitektar voru þar að veiðum. Þeir höfðu gert listilega gerðan uppdrátt af ánni og mark- að inn á hana veiðisvæðin. Sýndu þeir bónda í Vatnsdalnum það og varð hann undrandi þegar hann sá þessa skiptingu, þar sem öruggt laxveiðisvæði var látið fylgja sil- ungsveiðisvæðinu. Ht Til veiðimálastjóra 'Sé þetta rétt er hér fyrst og fremlt um að ræða samningsbrot og hefur þetta ekki verið kært fyrir sýslumanni á Blönduósi, held ur hefur veiðimálastjóra Þör Guð- jónssyni verið gert aðvart um það. Mun hann ætla að fara norður nú um helgina til 'að kynna sér ágreiningsatriðin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.