Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 2
2 i Föstudagur 17. ágúst 1962. VISIR n <5TlTÍ. \ mm \j*ém r* Verður þuð Akranes eða Fram, eða kannske KR, Valur eða Akureyri? íslandsmótið í knattspyrnu er orðið eitthvert vinsæl asta reikningsdæmi stærð- fræðinga og spekúlanta hér á landi. Enn þá þegar aðeins eru 7 af 30 leikjum mótsins eru eftir hafa öll iiðin nema eitt möguleika á að verða sigurvegarar í keppninni. AKURNESINGAR eru nú efstir og geta með þvl að vinna alla Jeik- ina sem eftir eru fengið 16 stig, en meiðsli Þórðar Jónssonar eru mikill skaði fyrir liðið og eiga eflaust eftir að koma fram f færri mörkum, — og mjög líklega færri stigum. FRAM er £ öðru sæti en verður eflaust búið að ná forystunni eftir ieikinn I kvöld við ísafjörð. Þá á Fram eftir 2 leiki og vinni þeir báða (Akranes og Akureyri) þá hafa þeir hlotið 15 stig og unnið mótið með Akranes á hælunum (hafi þeir unnið Val og KR). VALUR kom á óvart með því að gera jafntefli við KR í fyrrakvöld. Þeir geta komið aftur á óvart og segjum að þeir vinni báða leik- ina, sem þeir eiga eftir, Akranes og ísafjörð, þá hafa þeir 13 stig. Akranes vinni hins vegar Fram, en 17 knattspymumenn úr Fram voru nýlega í Danmörku. Var mynd þessi tekin er þeir voru gestir f ráðhúsinu f Vordingborg. 1 for- föllum borgarstjórans tók W. T. Rasmussen, yfirlögregiuþjónn, á móti þeim. Sést hann á myndinni með einum fararstjóranna, Jóni Þorlákssyni. Eftir dvölina. í Vordingborg fóru knattspyrnumenn- imir til Glostrup, þar sem þeir voru síðustu fimm dagana. 0:0 í Bikarkeppninni í Igærkvöldi var leikinn leikur í bikarkeppni K.S.Í. Áttust við Breiðablik úr Kópavogi og Víking- ur. Leikurinn kemst varla 1 tölu eftirminnilegra leikja hjá hinum fáu áhorfendum sem á völlinn komu. Að minnsta kosti varla fyrir góða knattspyrnu, hefði mátt halda að leikurinn væri fólginn í því að sparka sem hæzt og lengst, en varla að reyna að koma boltanum í netið, enda varð sú raunin á að ekkert mark var gert í leiknum. Kópavogsbúar komust þó næst því eð að skjóta í þverslá, En Vík- igur fékk engu áorkað upp við irkið, þar sem hinn fyrirferðar- . di glímukóngur Ármann J. Lár- usson var hinn rólegasti fyrir. Þeir áttu þó öllu meira í leiknum eða því litia spili sem sást, en jafn- tefli voru samt réttlátustu úrslitin úr þessum leik. Dómarinn Sigurgeir Guðmannsson úr K.R. vildi ekki dæma framlengingu þar sem hann bjóst við að of mikið myrkur yrði skollið á þegar hún hæfist. Þetta reyndist vera rétt til getið, því 15 mínútum síðar var orðið óleikfært vegna í .yrkurs. Verða þvf þessi lið að mætast aftur í heilum leik, þar sem annað liðið verður að vinna til að fá að geta haldið áfram keppni. Það lið sem sigrar mætir svo Hafnarfirði í 2. umferð. -klp- tapi hinum leikjunum báðum og fái 12 stig. Fram vinni síðan ísafjörð og Akranes en tapi fyrir Akureyri, en það gæfi 13 stig eða jafnt Val. KR gæti líka unnið báða sína leiki gegn Akranesi og Akureyri pg þar með haft 13 stig. AKUREYRINGAR koma og til j greina enn þá með því að vinna j KR og Fram á heimavelli ’sínum og fá þar með 12 stig. Annars er ekki gott að bolla- j leggja um keppnina því mörg • hundruð möguleikar eru fyrir : hendi, t.d. geta 4 lið orðið efst og jöfn að stigum með 12 stig, það fimmta einu stigi á eftir og svo framvegis. Færi svo er greini- legt - að íslandsbikarinn verður ekki afhentur fyrr en um næstu jól. Fram og ísafjörður á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 8.30. Fyrir meisfarana Myndin var tekin um síðustu [ helgi á Laugardalsvellinum. Á < litlu borði inni á vellinum hafði J 21 skinandi silfurbikar verið, komið fyrir og ef myndin prent- ast vel má sjá Agnar Leví og J Kristleif hlaupa hlið við hlið j fram hjá bikaraborðinu og Agn- < ar horfir löngunarfullum augum [ í átt að borðinu. Agnari tókst , ekki á þessu móti að krækja i í bikar, en stórbætti tima sína J og á eflaust eftir að koma) meira við sögu. kemur ekki Gleymdist að panta farmiða í tíma fyrir Curocao Landslið Curacao í hollenzku Vestur-Indíum kemur ekki eftir síðustu fréttum að dæma. Liðið átti að leika landsleik hér þann 16. septem- ber, en ógreiðar flugsamgöngur til Bandaríkjanna koma í veg fyrir að það verði. Curacao-menn verða á heimleið frá Evrópu um þetta leyti úr keppnis- för um Evrópu, en dveljist þeir hér til að leika lands leikinn neyðast þeir til að vera frá sunnudegi til fimmtudags hér á landi og þykir þeim það helzt til mikil viðdvöl. Mun þetta vera trassaskapur Curacao-manna að kenna þar eð þeir munu ekki hafa gert ráðstafanir í tíma til að láta bóka sér farmiða á hentugum tíma héðan til Bandaríkjanna, en hins vegar of dýrt að senda þá héðan aftur til Evrópu og síðan þaðan til Bandaríkjanna. / stigatafla Nýlega var bætt úr skorti þeim, sem verið hefur á stigatöflum fyrir frjálsíþróttir. Sigurður Friðfinns- son í Hafnarfirði hefur séð um út- gáfu stigataflna bæði kvenna og karla. Stigatafla ltaria nær upp í 1500 stig, en allmörg afrek hafa þegar sprengt stigatöfiuna og þar á með- al er hið geysigóða afrek Vilhjálms Einarssonar 16.70 í þrístökki, en 16.48 í þrístökki gefur 1500 stig. Stigatöflurnar eru í mjög hand- hægu formi og auðveldar til upp- fléttingar og eru auk þess mjög nauðsynlegar þeim, sem eru áhugamenn um frjálsar íþróttir. Töflurnar eru seldar í Hcllas á Skólavörðustíg og í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti og er hægt að panta þær þaðan, en verð þeirra er 38 kr. (karlataflan) og 25 kr. (kvennataflan). m . — ■A-: ' ‘1?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.