Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17. ágúst 1962. VISIR Norðmenn egaia menntun fiskvinnslumanna Vegna mistaka i prentsmiðjunni | féll niður hiuti þessarar greinar í' fyrradag. Hér birtist hún í heild. Árið 1958 námu verðmæti ó- unnins afla, sem barst á land í' Noregi rumlega 3084 milljónum! íslenzkra króna. Útfiutningsverð mæti sama magns námu rúm-1 Iega 4812 milljónum ísl. króna miðað við gengi ársins 1960. j Þetta voru árið 1958 rúmlega j 17% af útflutningi Norðmanna. íbúatala landsins var jíað ár hér um bil hálf fjórða milljón en að- eins 53.000 lifðu einvörðungu á fiskveiðum og 22.000 að nokkru leyti eða alls 75.000. 1 saman- burði við útflutningsverðmætl aflans vinnur aðeins Iftlll hluti norsku þjóðarinnar að fiskveið- um og fiskivinnslu. Norðmenn verja stórfé til haf- og fiskirannsókna ár hvert og telja að því fé sé vel varið. Menntun norskra fiskimanna er góð og mik il áherzla lögð á að mennta þá, sem vinna að vinnslu og mati fiskiaf- urða. Skal nú gerð nokkur grein Myndsiá Framhald af bls. 3. lega til matar síns, hreinsaði allt af diskinum og gerði síðan ítrek aða tiiraun til að éta diskinn með, en einhvem veginn fór það svo, að hvemig sem hann veiti diskinum fyrir sér, gat hann aidrei komið honum niður. Hann gafst loksins upp á disk inum og settist upp á svefnpoka og var nú vel mettur. En for- vitnin var óþrjótandi og nú sá hann hvar brennivínsflaska stóð þar við þúfu. Pað fannst hon- um merkilegur gripur. Tókst honum fyrst að fletta miðanum utan af flöskunni og skemmti sér kostulega við það, flaug með hann upp í loftið og kastaði hon um niður með vængjaslætti og fjaðrafoki. ★ Næst vakti tappihn athygii hans og náði hann honum af með einhverjum hætti og þegar honum tókst svo að velta fiösk- unnl tókst honum að ná í dropa af hinum sterka drykk, áður en tjaldbúar gætu hindrað hann í því. Við það flögraði karl mikið, kunni sér ekki læti ep vappaði um allt, brýndi gogginn og krunkaði eins og hann væri að skellihlæja. •k Hrafninn heimsótti tjaldbúða- fólk oft þá fáu daga sem það dvaldist þarna og var síðast orð inn eins og einn af heimilisfólk- inu, spakur og kumpánlegur. En ekki tókst að lækna hann af stelsýkinni. Auglýsing eykur ' viðskipfin fyrir fræðslumálum Norðmanna, að i því er varðar fiski- og fiskvinnslu- i menn. Aðrar reglur gilda um nám þeirra sem ætla að gerast yfirmenn á verzlunarflotanum og eru skólar þeirra einu nafni nefndir sjómanna skólar til aðgreiningar frá fiski- mannaskólunum. Upplýsingar þær, sem þessi grein byggist á eru fengnar hjá Björn Myklebust, námstjóra I fiskimála- ráðuneytinu og Eivind Ottesen, skólastjóra Fiskimannaskólans í Björgvin. Skyldunámi í Noregi lýkur þegar unglingar eru á 16. ári eða orðnir 16 ára. Slðustu árum skyldunáms- ins er ætlað tvenns konar hlutverk. 1 fyrsta lagi að veita almenna menntun. 1 öðru lagi að veita ung- lingum svo fullkomna starfskynn- ingu og starfsfræðslu, að þeir þurfi ekki að standa uppi ráðalausir þeg- 'ar skyldunámi lýkur, en geta þegar í stað snúið sér að ákveðnu námi eða starfi, sem skólinn er þá búinn að kynna á ýmsan hátt. Ætli unglingur að gerast skip- stjóri, vélamaður eða matsveinn á fiskiskipi getur hann að tveggja ára siglingatíma liðnum eftir 15 ára ald ur gengið á fiskimannaskóla í 5-10 mánuði og útskrifast með nokkuð mismunandi réttindum. Fiskiskipstjóraefnin ganga 10 mánuði á skólann og prófið sem þeir ljúka þaðan veitir þeim rétt- indi til þess að fara með hvaða fiskiskip sem er og á hvaða sigl- ingaleið sem er, þegar siglingartími þeirra er alls orðinn 42 mánuðir, aldur þeirra eigi lægri en 21 ár og þeir hafa siglt ákveðinn tíma sem stýrimenn. Vélstjóranámskeið fiskimanna- skólanna standa 5 mánuði og veita ekki réttindi samkvæmt vélstjóra- lögunum, þannig að þeir sem ljúka námi á þessum námskeiðum fá að- eins vitnisburði en ekki vélstjóra- réttindi. Þeim er þá heimilt að fara með minni vélar á fiskiskipum og námskeiðið gildir sem 7 mánaða verkstæðavinna fyrir þá, sem ætla að halda vélstjóranámskeiði áfram. Sama máli hefur gegnt um mat- reiðslumenn, sem Iæra á fiski- mannaskólunum. Þeir hafa aðeins fengið vitnisburði en ekki lagalega viðurkenningu en nú er einmitt ver ið að semja lög, sem eiga að tryggja þeim hana framvegis. . Norðmenn gera sérstaklega vel við nemendur fiskimannaskólanna, en þeir eru alls 5 í Noregi. Nem- endur fá ekki aðeins fría kennslu heldur einnig frítt fæði og húsnæði og fríar ferðir til og frá skólunum hvar sem þeir eru búsettir í land- inu. Benda má á að bæði íslenzkir og færeyskir nemendur geta fengið ókeypis námsdvöl á þessum skól- um, en ferðakostnað verða þeir að greiða sjálfir. Auk fiskimannaskólanna er sér- stakur Niðursuðuskóli i Stafangri kostaður af niðursuðuiðnaðinum. Námstími þar er eitt ár fyrir þá, sem hafa lokið gagnfræðaprófi en lengri fyrir þá, sem aðeins hafa lokið skyldunámi. Fyrir menn, sem ætla að leggja stund á fiskaðgerðir sérstaklega, þar með talin frysting er 10 mán- aða skóli og þeir sem hafa lokið námi við hann geta sótt 6 mánaða verkstjóranámskeiði og hlotið verk- stjóraréttindi í fiskverkunarstöð- um. Sérstakur 10 mánaða skóli er fyrir þá, sem ætla að fara með vélar í fiskvinnslustöðvum og bygg ist hún þar á gagnfræðaprófi og verkstæðapraksis eða 3. vélstjóra- prófi frá vélskóla. Þá er hálfsfjórða mánaðar námskeið fyrir lýsis- vinnslumenn og jafnlangt námskeið fyrir fiskimatsmenn, en það verður að byggjast á alllángri og góðri starfsreynslu. öll þessi menntun að Niðursuðu- skólanum einum undanskyldum kostar norska ríkið árið 1961 rúm- lega 10 milljónir ísl. króna. Samt eru kennarar þessara skóla og námskeiða mjög vel launaðir. — Miklebust taldi það mikið atriði 1 sambandi við alla fagmenntun að launa kennarana vel, því að öðr- um kosti væri hætta á að þeir leit- uðu sér annarrar atvinnu. Mennt- un fiski- og fiskvinnslumanna væri hvort eð er svo lítill hluti af öll- um útgerðarkostnaðinum, að það skipti sáralitlu máli hvað heildar- kostnað snerti, hvort kennararnir væru einum eða tveimur launa- flokkum ofar eða neðar. Bezt laun- uðu kennarar fiskimannaskólanna hafa sömu laun og menntaskóla- kennarar eða allt að 163.346,25 fsl. krónum á ári: Það er orðið almennt álit manna í Noregi, aö góð mennt- un skipti meginmáli í sambandi við framleiðslustörfin. Ólafur Gunnarsson. ikki sést hnúðlax ennþú Vísir átti í morgun stutt samtal við veiðimálastjóra, Þór Guðjóns- son og spurðist fyrir um hvernig laxveiðar gengju. Kvað hann aðalveiðitfmann í flestum ánum senn liðinn, enda veiðitíminn meira en hálfnaður. í heild kvað hann laxveiðar yfirleitt hafa gengið nokkuð vel í sumar. í Elliðaánum hefðu 13. þessa mánaðar veiðzt 600 laxar og er það nokkru meira en í fyrra, en þá höfðu veiðzt þar 560 laxar. Teljarinn við laxakisturnar sýni hins vegar að þar hefðu farið í gegn um 2800 fiskar. Af Laxá í Kjós er það að frétta að 11. þessa mánaðar höfðu verið dregnir þar á land 854 laxar og er , það nokkru minni veiði en á svip- uðum tíma f fyrra, en þá höfðu veiðzt þar 956 laxar. Þess má geta í sambandi við veiði f Laxá, að á einni viku eða frá 5. ágúst til 11. ágúst veiddust þar 99 laxar. Hinn 4. ágúst s.l. höfðu veiðzt í Norðurá f Borgarfirði 743 laxar og 28. júlí um 500 Iaxar á neðra veiðisvæðinu í Laxá í Þingeyjar- sýslu. Blaðið spurðist fyrir um það hvort nokkuð hefði orðið vart við hinn svo kallaða hnúðlax, kvað veiðimálastjóri svo ekki vera. Vart hefði orðið við hnúðlax tvö s.l. sumur. Tuttugu hefðu veiðzt hið fyrra, en aðeins tveir í fyrra sum- ar. Bæði þessi sumur hefur ekki orðið vart við hnúðlax fyrr en f ágúst -september. e- hann kvaðst vera vongóður um, að talsvert muni veiðast af honum f sumar. Starfsstúlka Rösk stúlka eða kona óskast strax til starfa. Fjölprent h.f. Hverfisgötu 116. Sími 19909. KONI Höggdeyfar þessi viðurkenndu stillanlegu höggdeytat. fást venju- lega hjá okkui i margar gerðir bifreiða. ÚTVEGUIM KONI höggdeyfa t allar gerðir bifreiða. S M Y 81 I L L LAUGAVEG 170 - SIMl 1-22-60. INGÓLFSCAFÉ Gömlu dsmsurnir 1 kvöld kl. 9 — Aðgönjumiðar trá kl. 8. Dansstjóri Sigurður Runólfssson INGÓLFSCAFÉ Eireansum vefi - - Hreinsum ffijótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum Efnufiuugin iiNDSSI H.F. Hafnarstræti 18. Sími 18820. Skúlagötu 51. Sími 18825. i£E!ll bifreiðakerti 50 ARA fyrirliggjandi I flestar gerðir bif- reiða og benzínvéla. BERU-kertin eru ,,Original“ hluti: i vinsælustu bifreiðum Vestur-Þýzkalands — 50 ára reynsla tryggir gæðin — 1912 — 196: Lokað skrifstofur vorar verða lokaðar laugardaginn 18. ágúst vegna skemmtiferðar starfsfólks. Ingólfsstræti 5 aqíslands ÞAKJÁRN FYRIRLIGGJANDI 7, 8, 9 og 10 fet. JÓN KRISTJÁNSSON Sími 35603.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.