Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 11
WILL YOU PUTTHEM AWAY UNTIL OPENINiS NISHT... THE POST HAS BROUGHT YOUR TICKETS FOR THE NEW MUSICAL, |'A BEAU FOR MISS BROAPWAY", SIR. y Föstudagur 17. ágúst 1962. VISIR Næturlæluiu ei i slysavarðstot- unnl. Stmi 15030. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavík- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi tii föstudags Simi 11510 Kópavogsapötek e. opið alla virka daga kl. 9.15-8, laugar- daga frá kl S.lö —4. helgid frá 1-4 e.h. Slmi 23100 ' Næturvörður vikuna 4.-11. ágúst er ( Vesturbæjarapóteki. lítvaripíð Föstudagur 17. ágúst. Fastir liðir eins og veniulega. Kl. 18.30 Ýmis þjóðlög. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Frægir hljóðferaleikarar, X: Hornaleikar- inn Dennis Brain. 21.05 Upplest- ur: Kristín Anna Þórarinsdóttir les lióð eftir Kristján Árnason. 21.15 ..Helgun hússins" forleikur op. 124 eftir Beethoven. 21.30 Útvarpssag- an: „Frá vöggu til grafar" eftir Guðmund G. Hagalín, III. Höfund- ur les. 22.10 Kvöldsagan: „Jakob- owsky og ofurstii" eftir Franz Werfel, VI. (Gissur Ó. Erlingsson). 22.30 Tónaför um víða veröld: — Kvöld við Miðjarðarhaf (Þorkell Helgason og Ólafur Ragnar Gríms- son). 23.00 Dagskrárlok. — Gengéð — 26. júli 1962 1 Sterl.pund 20,49 120,79 1 Jar, ríkjad 42,95 43,06 1 Kanadad 39,76 39,87 lOo Danskar kr 621,56 623,16 100 Norskar kr 601,73 603,27 100 Sænskar kr 834,21 836.36 100 Finnsk mörk 13.37 13.40 100 Franskir fr 876,46 878.64 100 Belgískir fr. 86,28 86,50 100 Svissneskir fr . 994,67 997,22 100 Gyllini 1195,13 1198,19 00 Tékkneskar kr 596,4L 598,00 000 V-þýzk mörk 1077,65 I08Q,41 Stjörnubió byrjaði í gær sýn- ingar á fransk-amerískri mynd frá Columbia-félaginu með hinni frægu Birgitte Bardot í aðalhlut verkinu. Hún nefnist Sannleik- urinn og lífið. Leikstjóri við gerð hennar var Henry George Clouzot, sem einna víðkunnast- ur er fyrir kvikmyndina „Laun óttans“, og til marks um álit hans er að hann var kjörinn „bezti leikstjórinn“ á kvikmynda hátíðinni í Buenos Aires, en Sannleikurin og lífið var valin bezta franska kvikmyndin 1961. Fegurð Birgitte Bardot er heims kunn og svo mikil, að flestum þykir unun á að horfa og þar sem hún er leikkona hleypidóma og hispuslaus og blátt áfram virðist henni jafn eðlilegt að láta kvikmynda sig klædda sem óklædda, og hefur hún komið svo oft fram í myndum í Evu- klæðum, en þar virðast hafa ráðið peningaleg sjó- narmið framleiðenda, en það hefur komið í ljós, að aðsókn er engu minni að þeim myndum hennar, sem minnst er að þessu gert, en vitanlega er höfuðatriði hvernig þetta er gert, og um Brigitte Bardot verður ekki ann- að sagt, að yfir henni sé jafnan mikill þokki kvenlegrar fegurðar — Sagan fjallar um stúlkuna Dominique, sem er í fangelsi ákærð fyrir morð. Hún vill segja sögu sína frá eigin sjónarhóli, sögu um unga stúlku, sem að- hyllist lífið í kránum í París meðal misheppnaðra listamanna um skyndiástir og atvik sem nú eru reyndar gleymd, en hafa myndað þá atburðaheimd, er leiddi til morðs.... Þegar dreg ur til úrslita ritar hún dómaran- um bréf, þar sem hún viður- kennir villu sína og álttur sann leikurinn komi aldrei f ljós við réttarhöldin og þess vegna kveð ur hún sjálf upp yfir sér þann dóm sem henni finnst réttlátur fyrir verknað sinn. Söfnin sími Bæjarbókasafn Reykjavíkur 12308 Þingholtsstræti 29A Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga nema laugardaga 1-4. Lokað sunnu daga. Lesstofa: 10-10 alla virka daga nema laugardaga 10-4. — Lokað sunnudaga. Útibú Hólmgarði 34: 5-7 alla virka daga nema laugardaga. Útibú Kofsvallagötu 16: 5,30-7,30 alla virka daga nema laugardaga. Ýmislegt Frá styrktarfélagi vangefinna: Happdrættismiðar félagsins eru nú til sölu hjá 120 umboösmönnum víðsvegar um landið. I Reykjavík eru miðarnir seldir á skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 18, enn- fremur Hreyfilsbúðinni, Bifreiða- stöð íslands, Bæjarleiðum og Bif- reiðastöð Hreyfils á Hlemmtorgi. Verð miða er 50 kr. Aðal vinning ur er Volkswagenbifreið. Margir aðrir góðir vinningar. Reykvíking- ar og aðrir landsmenn vinsamleg- ast kaupið miða og styðjið þannig gott málefni. Séra Jón Thorarensen verður fjar- verandi úr bænum næstu viku, vottorð verða afgreidd í Neskirkju föstudag og þriðjudag milli 6 og 7. SPARISJÓÐSSTOFNUN í Hvera- gerði. — Á síðast liðnum vetri var stofnaður f Hveragerði Spari- sjóður Hveragerðis og nágrennis af 40 ábyrgðarmönnum. Verður hann opnaður föstudaginn 17. ág. í vistlegum húsakynnum að Breiðu mörk 19, Hveragerði. — Ákveðið hefur verið að hann verði opinn fjórum sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5 til 6.30 e.h'. og á laugardögum kl. 11 til 12 f.h. fyrst um sinn, og fari þar fram öll venjuleg sparisjóðs- viðskipti. Tilgangur sjóðsins er fyrst og fremst, að auka sparnað yngri sem eldri og greiða fyrir al- mennum peningaviðskiptum á staðnum og ( nágrenninu. Stjórn sjóðsins skipa: Stefán J. Guðmundsson, hreppstjóri, for- maður. Bragi Einarsson, garðyrkju maður, og Rögnvaldur Guðjónsson, verkstjóri. — Starfsfólk sjóðsins verður tvennt fyrst um sinn, Ragn- ar G. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri, og frú Brynhildur Baldvins. Flugvélar PANAMERICAN flugvélar komu til Keflavikur í morgun frá London og New York og héldu áfram til þessara sömu staða. Hugsaðu þér svo öryggis augna- blikið í baðinu — meður er varla nokkurn tfma einsömul á meðan maður er f slíkum bikini-bol. Tímarit ÚRVAL, ágústheftið er nýkomið út mjög fjölbreytt að efni að vanda. í greinaflokknum Ógleymanlegur maður, segir Þorbjörg Gfsladóttir frá kynnum við Pál Jakobsson, og nefnir greinina „Alltaf gengur það eins, þegar það er ég“. Enn fremur er af innlendu efni Fundin Þjóð- hildarkirkja (úr Árbók fornleifafé- lagsins) og svo styttar greinar úr ágætum erlendum ritum. 1 þessum dálki var í gær drepið á erindið HJÁLPARSTARF, sem Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti á síðustu prestastefnu og birt var í sfðasta KIRKJURITI. FINE, PESMONP. PUTTHEM bmbm—gm on !N THE PRESSING ROOM OFA STAR, AH, OPENIN& NISHT/ THE GLAMOUR OF THE THEATER' THAT HUSH BEFORE THE CURTAIN ^ RISES... INACE, PULL YOUR- SELF TOGETHER OR WE'LL NEVER GET THE CURTAIN UP ON THIS SHOW/ Pósturinn hefur fært þér miða á tónleikana, herra. Gott, Desmond, viltu geyma þá þangað til á frumsýningarkvöldið. I in eru dregin frá. Frumsýningarkvöldið. Töfrar leik- j í búningsherbergi stjörnunnar, hússins. Þessi kyrrð áður en tjöld-1 Inace Marsh. Inace, hertu þig upp. Annars tekst okkur aldrei að koma þess- um leik á svið. Það hafa stundum, bæði í blöð- um og útvarpi — stundum, en ekki nægilega oft heyrzt raddir um það, að þeir sem gagnrýna ungmenni á villigötum eða kannski bara vanda um við þau f góðri meiningu, ættu að hafa hugfast að sökin er ekki ung- mennanna einna, er illa fer fyrir þeim — og að sumir hefðu þá gott af áð líta í eigin barm og athuga sína eigin breytni og fram- komu, því að frumskilyrði þess, að ungmennin taki umvandanirnar til greina, sé að hinir eldri geri sig ekki seka um það sama og þau eru dæmd fyrir — eða annað verra. Hjá höfundi ofannefnds erindis kemur fram eftirfarandi: „Það er auðvelt fyrir okkur að varpa allri sökinni á þá, sem hafa völdin, en ætli við séum ekki sam- sek eða sofum líka? Þrátt fyrir allt þetta tal um danshús, drykkjuskap og fósturmorð, er almenningsálitið raunverulega ekki á móti þvf, a. m. k. ekki ákveðið. Ef svo væri fengi þetta voðaástand ekki að ríkja. Við erum svo fljót að finna afsak- anir. Við erum svo víðsýn og um- burðarlynd. Ætli við værum svo víðsýn og unjburðarlynd ef máiin snertu son qkkar eða dóttur, syst- ur eða bróöur? Almenningsálitið hefur mikil völd. Ef almennings- álitið væri eindregið og ákveðið móti ósómanum mundi ástandið ugglaust batna.“ Þessi orð eiga erindi til allra og því eru þau hér birt í framhaldi af því, sem áður var sagt um erindið. 1 V \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.