Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 2
VISIR Mánudagur 20. ágúst 1962. TT ^ »*iÉg3 R, **' ^ Cr^j j=a Lr~^| F^O mmm mmm ’TJj DJ> .BLT Meisforamót Reykjovíkur í frjólsum íþróttum: Vilhjálmur „stökk til Vilhjálmur Einarsson stökk þrjú stökk í þrístökki Meistaramóts Reykjavíkur í gærdag á Melavellinum, — og ferðalagið til Belgrad á EM brosti við honum. Tvö stökkin voru talsvert betri en lágmarksafrek þau, sem FRÍ hefur sett í þrístökki (15.50). Hið fyrra var 15.79, en annað 15.71, en í þriðju tilraun gerði Vii- hjálmur ógilt. Árangur mótsins var all þokka- legur og mjög skemmtilegt er að sjá hina fjölmörgu ungu menn, sem á einu vetfangi hafa skotizt í raðir hinna beztu á frjálsíþrótta- himninum, og má þar nefna Krist- ján Mikaelsson, sem á þessu móti náði sínum bezta tlma í 400 metra hlaupinu 52.4 og veitti Grétari Þor- steinssyni harða keppni, Val Guð- mundsson, efnilegan 1500 metra hlaupara, Skafta Þorgrlmsson og Skúla Sigfússon, en hann fékk ekki lakari tíma I hlaupinu en 11.3 og hefur þó ekki komið við sögu á mótum fullorðinna áður. Og ekki má gleyma Kjartani Guðjónssyni, sem setti unglingamet I kringlu- kasti með 43.65 m kasti. HEIMSMET í 400 M. SKRIÐSUNDI Murray Rose, OL-meist- arinn frá Melbourne-leik- unum 1956, setti nýttj heimsmet í 400 metra skrið sundi um helgina í Chicago i og sló gamla metið landa síns Johns Hendricks um 2.5 sek. og synti því á 4.13,4 mín. Margir aðrir náðu óvæntum ár- angri. Tími Valbjörns I 100 metra hlaupiifu, 10.8, var ágætur og bezti tími I sumar og jafnframt hans persónulega met. Vilhjálmur sann- aði enn einu sinni harðan keppnis- vilja sinn og virðist nú vera „kom- inn I gang“ á réttu augnabliki, þrem vikum fyrir EM I Belgrad, og virðist hann geta stokkið yfir 16 metrana hvenær sem er, en brautin á Melavellinum var hörð og slæm til að stökkva á. Arthur Ólafsson bætti sig um hvorki meira né minna en 92 sentimetra 1 kúluvarpinu og kastaði nú 15 rrietra slátta. Jafnasta keppni móts ins var spjótkastið, þar sem aðeins 28 sentimetrar skildu fyrsta og þriðja mann. ÚRSLIT: Kringlukast: Hallgrímur Jónsson, A, 46.05 Jón Pétursson, KR, 45.04 Gunnar Huseby, KR, 44.58 Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson, iR, 15.79 Kristján Eyjólfsson, KR, 12.70 400 metra hlaup: Grétar Þorsteinsson, Á, 52.2 Kristján Mikaelsson, ÍR, 52.4 1900 metra hlaup: Valur Guðmundsson, ÍR, 4.39.0 100 metra hlaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 10.8 Einar Frfmannsson, KR, 10.9 Skafti Þorgrímsson, IR, 11.2 Skúli Sigfússon, ÍR, 11.3 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4.15 200 metra hlaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 22.9 Skafti Þorgrímsson, ÍR, 23.7 800 metra hláup; Kristján Mikaelsson, ÍR, 2.03.9 Valur Guðmundsson, ÍR, 2.05.0 Þórður Þórðars. með ÍA í kvöU MURRAY ROST. Leikurinn I kvöld verður einn stærsti ,,úrslitaleikurinn“ I Is- landsmótinu, en vegna þess hve jafnt mótið er hafa margir leikj- anna að undanförnu haft úr- slitaþýðingu. Bæði Fram og Akranes, sem leika I kvöld, tjalda slnu bezta og Akurnesingar taka fram einn af gömlu kempunum, Þórð Þórðar- son, og setja hann I gömlu stöð- una, sem miðherja. Akurnesingar hafa leikið nokkrum sinnum heima- I sumar milli A-liðs og B-liðs, og hefur Þórður leikið með B-liði með góðum árangri. A-liðið hefur unn- ið leikina, en síðasta leik lauk með tveggja rnarka mun. Verður fróð- legt að sjá hvernig Skagamönnum tekst upp I kvöld, en vinni þeir eru líkurnar margfaldar fyrir sigri þeirra I mótinu. Sem innherja vinstra megin setja Skagamenn Svein Teitsson, sem ekki hefur komið mikið við sögu I sumar, en Ingvar, sem leikið hefur miðherja undanfarin sumur ieikur nú stöðu Þórðar Jónssonar á vinstra kanti. Akurnesingar skipa lið sitt annars þannig: Helgi Daníels- son, Þórður Jónsson, Helgi Hannesson, Tómas Runólfsson, Bogi Sigurðsson, Jón Leósson, Ingvar Elísson, Ríkharður Jónsson, Þórður Þórðarson, Sveinn Teitsson, Skúli Hákon- arson. Ekki tókst okkur í gærkvöldi að Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1.93 Halldór Jónsson, ÍR, 1.75 Sig. Lárusson, Á, 1.70 Kúluvarp: Gunnar Huseby, 15.58 Arthur Ólafsson, Á, 15.00 400 metra grindahlaup: Valbjöm Þorláksson, ÍR, 56.4 Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR, 54.73 Kjartan Guðjónsson, KR, 54.60 Valbjöm Þorláksson, ÍR, 54.45 Langstökk: Einar Frímannsson, KR, Þorvaidur Jónasson, KR, Úlfar Teitsson, KR, 110 metra grindahlaup: Björgvin Hólm, ÍR, Sigurður Lárusson, Á, 4x100 metra bobhlaup: ÍR A-sveit.............. KR A-sveit............... 6.93 6.83 6.75 15.5 16.2 22.2 44.2 ÍR hlaut því langflesta Reykja- víkurmeistarana, 11 talsins, en KR hlaut 4 og Ármann 2. ná fréttum af liði Framarar en mjög er líklegt að það verði eins og að undanförnu eða mjög líkt þvl og ekki raskað jafn miklu og Akurnesingar hafa nú gert. Fékk sinn | bezta tíma | í 1500 m. i hlaupinu i K.R.-ingamir Kristleifur og I Agnar Leví eru nú á ferðalagi um ; j Svíþjóð og á fyrsta mótinu, sem I I þeir tóku þátt í stórbætti Agnar1 tíma sinn í 3000 metra hlaupi en Kristleifur fékk sama tíma og hann átti beztan fyrir í 1500 metrunum. Kristleifur varö 5. i röðinni á mótinu í Hásselholm á 3.54.6 mín., sem er 3. bezti tími íslendings í greininni. Betri tíma eiga Svavar Markússon og Óskar Jónsson. Tím- inn er jafn því bezta sem Krist- leifur átti áður, en því afreki náði hann í fyrrasumar. Agnar hljóp á 8.55.2 mín., sem er 7. bezti tími íslendings, og nær 10 sekúndum betri en hann átti áður og má búast við enn mikilli framför af Agnari. Kristleifur (Juðbjörnsson, K.R. Bezti millivegalengdarhlauparinn. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.