Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 8
8 Útgetandi: Blaðaútgafan VÍSIR Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasöiu 3 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. v----------------------------- - JT Islenzkt afturhald Það er ekki nema ár til næstu kosninga og Fram- sóknarmenn eru þegar famir að óttast þær. Sá ótti kemur nær daglega fram í skrifum Tímans. Miklu bleki er eytt á ritstjórnarskrifstofum Tím- ans þessar vikurnar í þeim tilgangi að sanna lesend- um að Framsóknarflokkurinn sé ekki íhaldsflokkur. Miklu fremur sé flokkurinn framfarasinnaður og frjálslyndur. í hinni nafntoguðu bók Orwells „1984“ var þegnunum talin trú um að svart væri hvítt og hvítt svart, lygin sannleikur og sannleikurinn lygi, Framsóknarmenn virðast á þeirri skoðun, að við lifum í dag á níunda tug tuttugustu aldarinnar. En sem betur fer þá búum við ekki enn í slíku framsókn- arþjóðfélagi. Og vonandi aldrei. Framsóknarflokkurinn er afturhaldið í íslenzkum stjórnmálum. í þrjá áratugi hefir hann mótað að miklu fjár- málastefnu þjóðarinnar. Allir vita hver afleiðingin hef- ir orðið. Þjóðinni var steypt út í botnlaust fen dýr- tíðar, skuldasöfnunar, skattpíningar og uppbótavit- firringar. Fjármálaspeki Eysteins hafði fært þjóðina fram á barm gjaldþrotsins. Síðasta verk Framsóknar var óhelgisbandalag við kommúnista. Því lauk þannig 1959, að algjört öng- þveiti var orðið í efnahagsmálum og atvinnuvegirnir að stöðvast. Svo langt var gengið að jafnvel Hermann hljóp úr ráðherrastólnum. Ástæðan var sú, að stefna skipulauss afturhalds hafði verið rekin af stjórninni, gæðingum fengnir bitlingar, en þjóðin látin borga æ hærri opinber gjöld og uppbætur. Það er gamalt máltæki, að hver þjóð fái þá stjórn, sem hún á skilið. Vísir leyfir sér að halda því fram, að íslenzka þjóðin hafi ekki átt skilið þrengingar þær, sem Framsóknarflokkurinn hefir leitt yfir hana á stjórnarferli sínum. I Minnimáttarkennd Krúsévs Það fór ekki milli mála, að sovézkir vísindamenn hafa unnið mikið afrek með síðustu geimferðum Sov- étríkjanna. Hitt er hlægilegt og lýsir furðulegri minnimátt- arkennd, er Nikita Krúsév lýsir því yfir í móttöku- ræðu sinni að geimferðir Sovétríkjanna séu sósíalism- anum að þakka! Eftir því að dæma er ekki annað sýnt, en hin miklu afrek Bandaríkjamanna í geimferðum séu sprottin af kenningu Marx og Engels. Bandaríkin hafa hingað til staðið Sovétríkjunum jafnfætis á sviði geimferða, þótt nú liggi forskotið um stund austan tjalds. Að þakka sósíalismanum geimferðarafrekin er álíka gáfulegt og staðhæðing Stalins um að í marxismanum fælist lykillinn að lög- málum málfræðinnar. Málfræðiritgerðir Stalins hafa nú verið bannlýst- ar í Rússlandi og víst mun eins fara um hina nýstár- iegu geimferðarkenningu Krúsévs — eftir hans dag. tuuuiii. VISIR Mánudagur 20. ágúst 1962. Magnús S. Magnússon, eigandi „fallegasta staðarins á land- inu“, festur á Vísismynd. Hafið þið ekki tekið eftir því nú á allra síð- ustu árum, hversu al- menningsálitið hefur breytzt mikið gagnvart öllu því, sem heitir „lux- uslíf“. Áður hét það „lux us“, ef einhver átti bíl og sumarbústað, en nú er bíllinn orðinn einn af fjölskyldunni og bústað- urinn þykir sjálfsögð eign. Ótrúlega margir Reykvíking- ar eiga sumarbústað, dveljast í bústöðum, eða dreymir um að eignast þá í náinni framtíð. Um allt nágrenni Reykjavíkur, í Vífilsstaðalandinu, við Elliða- vatn, Hafravatn og uppi í Mos- fellssveit, austur við Þingvalla- vatn, Úlfljótsvatn og Álftavatn, jafnvel vestur í Borgarfirði má finna sumarbústaði í eigu Reyk- víkii)ga. Þarna er þeirra annað heimili og fjöldi fólks dvelst þar og býr Iangdvölum yfir sumarmánuðina. Flestir hafa unnið að smíði og byggingu bústaða sinna á eigin spýtur. Hver blettur er þeirra, hver spilda er hjartfólg- in, hvort sem bústaðurinn var byggður í gær eða fyrir tuttugu árum síðan. STRAND Á STEINI Núna, þótt langt sé liðið á Fara sumarið, er fólkið enn í sveit- inni, þess urðum við blaða- snápar frá Vísi áþreifanlega varir, þegar við lögðum leið okkar gegnum sumarbústaða- löndin einn daginn í sfðustu viku. Við ókum afleggjarann upp að Elliðavatni, sem nefnist Vatnsveituvegur, og stað- næmdumst við einn fyrsta bú- staðinn, sem við sáum. Við sá- um á veginum eldri mann snigl- ast kringum staðinn, og annan úti á túninu, sem sló þar upp á gamla móðinn. Gamli maðurinn reyndist vera eigandinn, sagðist hafa byggt bústaðinn fyrir 20 árum, en leigja lóðina til 99 ára. „Lifi varla svo lengi, að ég þurfi að endurnýja það,“ sagði hann um leið og hann bauð okkur vel- komna á staðinn. — Hvernig er það. Fylgir sprænan hérna með og hólm- inn þarna? Hann var orðlaus lengi, sagði síðan að þetta væri sko engin spræna, „þetta eru Elliðaárn- ar, maður, og ef við værum ekki stilltir gæti hún tekið upp á því að sópa burt kofanum og drekkja okkur öllum saman. Hún flæddi yfir allt alveg hing- að upp eftir, manstu ekki í leys- ingunum í vor, þegar kerlingin varð strand á steininum. GOTT BLAÐ VÍSIR — Hérna rétt fyrir ofan er svo bezti hýlurinn 1 ánni, eða var. Þar hefur ekki veiðzt branda í sumar eftir flóðin. Ég veiddi þar stundum áður fyrr, aðallega í óleyfi. — Við erum hérna frá Vísi, og okkur langaði til að heyra eitthvað um bústaðinn. Ertu hérna allt sumarið? — Vísi, ja, já, bústaðurinn var byggður fyrir 20 árum. Áð- ur fyrr vorum við hjónin héma heilu sumrin, allt fríið. Þá höfð- um við líka 3 bfla, það var x 'l. ............• Að Lyngholti, börnin þrjú, Úlfar, Einar og Elízabet, ásamt mömmunni Guðnýju Árdal. öll voru þau alvanar fyrirsætur, bæði komið í Vikunni og Mogganum áður. Barnapíuna vantar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.