Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Þriðjudagur 21. ágúst 1962. — 195. tbl. \2millj. kr. skaðabótakrafa wegna ólöglegs verkfalls MUR M •• Vísir skýrði frá því í gær, að nokkrar róstur hefðu orðið meðal áhorf- enda að loknum leiknum milli Akureyri og KR norður á Akureyri um helg ina. Frétt þessi vakti að vonum mikla athygli, enda fátítt að slíkir at- burðir gerist við knattspyrnukapp- leiki hérlendis. Hinum mikla hita og æsing í áhorfendum olli mark það, sem KR skoraði rétt fyrir leikslok og nægði þeim til jafnteflis í leiknum, Voru margir á þeirri skoðun, að KRingar hefðu verið rangstæðir, er þeir skor uðu markið. I tilefni þessa, bæði ágreinings- ins um markið og hita áhorfend- anna, hafði blaðið tal af fyrirliða Akureyringa á leikvelli, Jóni Stef- ánssyni Jón segir: Ég tel, að markið hafi verið ólöglegt og út frá mínum sjón- arliöli séð, virtist enginn vafi leika á því. Hins vegar bar þetta skjótt að, að erfitt er að Framh. á bls. 5 Vísir hefur frétt það eft- ir öruggum heimildum, að Míeistarafélag trésmiða hafi áður en deilan við Trésmiðafélagið leystist, yerið búið að skrifa Tré- smiðaféiaginu bréf þar sem krafizt var skaðabóta upp á 1,2 milljónir króna vegna hins ólöglega verkfalls, sem það efndi til. SEKT í DÓMI. Er það merki þess, hve núver- andi stjórn Trésmiðafélagsins hélt einkennilega á kjaramálunum, að fyrst varð félagið að borga 4000 króna sekt samkvæmt dómi Félags- dóms fyrir ólöglegt verkfall og síð- an á félagið yfir höfði sér milljóna króna skaðabætur. niður, en óvíst hvort slík ákvörð- un hefur lagagildi. Svo mikið er víst, að einstakir húsbyggjendur, | s-em telja sig hafa orðið fyrir fjár- I hagstjóni, hafa nú beinan aðgang til skaðabótakrafna á hendur Tré ' *miðafélaginu, þar sem Félagsdóm- , ur dæmdi verkfallið ólöglegt. YFIR 2 MILLJ.? EINSTAKLINGAR HAFA Vísir hefur fengið upplýst, að BÓTAKRÖFU. ! Meistarafélag trésmiða hafi látið I sambandi við samningana, sem \ löggiltan endurskoðanda kanna hið tókusW gær, var að vísu ákveðið j fjárhagslega tjón, sem varð að ó- að láta skaðabótakröfu þessa falla ' Framhald á bls. 5. Á laugardaginn gekk í gildi 40% hækkun f arm gjálda til landsins frá útlöndum. Skýrði verð- lagsstjóri blaðinu frá þessu í morgun. Þó hækka ekki farmgjöld á fóðurvörum né bifreið- um og hækkunin á farm gjaldi kornvöru er ekki nema 33-37%. Undanfarið hafa farmgjöld með Islenzkum skipum frá út- ækkun íarmgjaiaa — Spor í réffa átt, segir fprstjóri i.í. löndum verið langt undir heimsmarkaðsverði. Afleiðingin hefir' verið sú, að Eimskipafé- lagið hefir verið rekið með millj- ónatugatapi' og horft til vand- ræða með rekstur fleiri skipafé- laga. Fyrir nokkru skipaði rík- isstjórnin nefnd hagfræðinga til þess að kanna málið og gera til- lögur til úrbóta. Eru þær farmgjaldshækkanir sem nú eru gengnar i gildi byggðar á áliti nefndarinnár og tí'Weum- Eins og fyrr segir er hækkun- in 40%. <& Vísír átti í morgUn tal við forstjóra Eimskipafélagsins, Ótt- ar Möller, í tilefni þessara breyt ingá á farmgjöldum. Hann sagði: — Ég álít þessa breytingu spor i rétta átt. En þrátt fyrir þessa hækkun eru flutnings- gjöld á stykkjavöru og bifreið- um frá Evrópu mun lægri en tíðkast á heimsmarkaðnum. — Flutningsgjöld á fóðurvöru frá Bandaríkjunum nú eftir breyt- inguna er ennþá aðeins þriðj- ungur af heimsmarkaðsverðinu. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að halda áfram að vinna að því að flutningsgjöld á stykkjavöru og sekkjavöru verði gefin frjáls eða hækkun leyfð til samræmis við flutningsgjöld á heimsmark- aðnum. króna Aðaldansmær Greco-balleftsins: Dansar aðeins í mánuð enn á von ú barni „Það er hlýtt", var það fyrsta sem ein af dansmeyjum Jose Greco sagöi, er hún steig út úr leiguflugvél, sem flokkurinn hafði, á Reykjavfkurflugvelli í gær. Dans- «okkurinn kom með þeirri vél um kl. níu og hélt til Hótel Sögu, þar sem þau munu búa, meðan á dvöl- inni hér stendur. 1 hópnum eru 26 manns og munu verða hér 7 — 8 sýningar. Að und- anförnu hefur flokkurinn verið í Kaupmannahöfn, frá 23. júlí og hefur á þeim tlma einnig leikið í Malmö. Við hittum Greco að máli í gærkvöldi á efstu hæð í Hótel Sögu, þar sem hann var með flokki sínum. Voru þau öll töfruð yfir útsýninu og virtist ísland hið mesta draumaland. Greco fórust þannig orð: „Ég vissi að landið var fallegt, af því Jose Greco og kona hans, er þau komu út úr flugvélinni í gærkvöldi. sem ég hafði lesið um það. Það sem ég alls ekki var viðbúinn var, hversu fagurt var að fljúga héryfir. Það var eins og að fara yfir land, sem ekki er til." „Það er okkur mikil gleði að geta fært ykkur okkar list og við vonum að þið getið endurgoldið það, með þvi að senda okkur á Spáni eitthvað af því sem þið hafið fegurst, á hvaða sviði lista sem það er." Flokkur Grecos var stofnaður Framhald á bls. 5. Ef tekið er meðaltal af Sllum þeim 225 skipum, sem á síld eru í ár, kemur í ljós að meðalhlutur há- seta er 44.000 kr. og með- alhlutur skipstjóra kr. 111.000. Samkvæmt síðustu síld- arskýrslu eru 211 skip kom in með 3000 mál og tunnur eða meira, þannig að enti eru 14 skip með sama og engán afla og draga þvi meðaltalið mjög niður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.