Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. VÍSIR Megináherzla lögð á fiskivernd Á norrænu fiskimálaráðstefn- unni í Þrándheimi, sem nú er lok- ið, var mikið rætt um afstöðu Norðurlanda í fiskimálum í sam- bandi við hugsanlega inngöngu í Efnhagsbandalag Evrópu. í við- ræðum sem fóru fram milli fiski- málaráðherra var mikil áherzla lögð á það, að tryggja yrði vernd- un fiskistofnanna í sambandi við inngöngu í Efnahagsbandalagið. Fiskifræðingar á ráðstefnunni lögðu enn fremur mikla áherzlu á það í ræðum sínum, að fiski- stofnarnir væru mjög takmarkað- ir. Áður fyrr hefði verið talið að óhœtt væri að veiða án allra tak- markana, en annað hefði komið í ljós við það að veiðarfæri urðu fullkomnari. Fiskveiðiþjóðir Vestur-Evrópu veiða flestar á sömu fiskimiðum. Var bent á það í umræðunum, hve Norðurlönd ættu miklu meira und- ir fiskveiðunum komið en önnur Evrópuríki, þar sem þau veiddu Reiðhjól söluborna vinningur í happdrætti sölubarna blaösms. Þetta er hinn glæsi- Iegasti farkostur. Hjá því stendur piltur, sem heitir Sigurjón Mýrdal og er sendisveinn á Vísi. Það er tækifæri fyrir alla, sem selja blaðið, að reyna að vinna þetta hjól. — Upplýsingar um happdrættið gefur Ragnar Halldórsson afgreiðslustjóri Vísis. Murkið Framhald af bls. 1. fullyrða nokkuð og má eflaust deila lengi um þetta atriði. — Framkoma áhorfenda, hvað sem rétt getur talizt, er til Iítils sóma, bæði fyrir þá og okkur. Það má kannske segja, að þeir hafi haft nokkra ástæðu til þess ama, þar sem spenningurinn var geysimikill og markið kom rétt fyrir Ieikslok. En það er engin afsökun og bæði ég og félagar mínir í liðinu for- dæmum framkomu þeirra áhorf-1 enda, sem haga sér dólgslega og ; hreyta ónotum í gesti okkar. Blaðið átti einnig tal af farar- stjóra KRinga, Sigurgeir Guðmanns syni. — Hann sagði: 1 Framkoma áhorfenda og skrílsháttur bæði í orði og verki er náttúrlega fyrir neðan allar hellur og er það auðvitað eng- in afsökun, þótt þeim hafi mis- líkað dómur dómarans. Við KRingar höfum vissulega haft ærnar ástæður til að mót- mæla dómum í Ieikjum okkar í mótinu, mark var dæmt af okk- ur uppi á Akranesi, ranga horn- spyrnu fengum við á okkur á móti Val, úr hverri markið kom og svo mætti lengi telja. Það skeðu margir sögulegir atburðir ef allir tækju upp á að haga sér á sama hátt og Ak- ureyringar, þegar þeim mislík- aði við andstæðinga eða dóm- nú árlega 3 milljónir tonna af fiski. Ársafli Breta væri um ein milljón tonna og ársafli landanna sex í Efnahagsbandalaginu 1,7 milljón tonna. Með tilliti til þessa hljóta Norðurlöndin að leggja sér- staka áherzlu á það £ viðræðum við Efnahagsbandalagið að það verði tryggt, að fiskistofninn verði verndaður og þannig tryggt að arð- ur af sjávarútvegi geti aukizt. Dunsur — Framhald af bls. 1. árið 1948 og hélt árið eftir sitt „debut" £ París, við slíkar undir- tektir, að annað eins hefur ekki heyrzt. Síðan hafa miklar breyting- ar orðið á hópnum og eini upp- runalegi meðlimurinn er píanóleik- arinn. Segir Greco að eitt af sínum vandamálum sé það, að þegar fólk verður verulega gott í hans flokki, er svo mikil eftirspurn eftir því, að ekki er hægt að halda því. Hann segir enn fremur: „Ég reyni alltaf að hjálpa því fólki áfram, sem fer frá mér. Ég álít að fólk eigi að komast áfram eins og mest má verða. Auk þess veit allt fólk sem hættir hjá mér, að því er alltof opin vinna hjá mér.“ Við hittum einnig að máli aðal- dansmeyju flokksins, sem notar listamannsnafnið Lola de Ronda, og er í einkalífinu gift Jose Grecoj ■ Hún sagði okkur frá því að í flokknum væru þrenn hjón, auk þeirra hjóna, og þar að auki einn maður giftur, sem varð að skilja konu sína eftir heinia, vegna þess að hún var að eignast barn. Annars hefur hún dansað með flokknum. Við spyrjum hana hvort þau hjón eigi börn. „Við eigum eina dóttur, sem er að verða fjögurra ára gömul. Það er mjög leiðinlegt að geta ekki verið meira með henni en raun ber vitni. Annars eignumst við bráðum annað bam. Ég býst við að það verði í desember." „Við hjónin giftum okkur árið 1958 í Bandaríkjunum. Þá hafði ég verið í dansflokknum frá 1950 og hafði þekkt Jose frá því 1945. Við eigum heima í Marbella, sem er nálægt Malaga, auk þess sem við eigum íbúð í Madrid. Við förum alltaf til Marbella þegar við viljum hvíla okkur, því að þar erum við út af fyrir okkur.“ „Ég verð með hópnum þangað til í september, en þá er ferðinni lokið, og höfum við nú verið stanz- Iaust á ferð í þrjú ár. Það eru allir í hópnum farnir að þrá það að komast heim og geta hvílt sig í einhvern tfma.“ „Það er erfitt að vera dansmær og móðir samtfmis. Maður verður að gera upp við sig hvort maður vill heldur vera. Við höfum undan- farið ekki getað hitt dóttur okkar nema annað slagið. Við höfum fengið hana til okkar eina til tvær vikuf í einu, til þess að hún gleymdi því ekki að hún ætti for- eldra." „Ég hætti að dansa í september og get ekki dansað all lengi, vegna barnsins. Flokkurinn fer þó aftur af stað í nóvember til Bandaríkj- anna." „Það er dásamlegt að koma hér. Loftið er svo hreint og ómengað. Maður sér f allar áttir og borgin virðist vera dásamleg. Það er allt svo opið og frjálst hérna. Þið hljót- ið að vera hraust og heilsusamleg þjóð, sem búið í svona loftslagi." Ægir strandaður Á mánudaginn í fyrri viku vildi svo slysalega til að varðgæzlu- og síldarrannsóknarksipið Ægir tók niðri í höfninni á Akureyri. Var skipið að leggja frá syðri Torfu- nefsbryggjunni er það tók niðri sunnan við bryggjuna. Um þrjár klukkustundir tók að losa skipið. Sigldi Ægir þá rakleitt til hafs og fóru engin sjópróf fram I málinu. — Geta Akureyrarblöðin þess að strand þetta hafi verið með ólík- indum. Dugleg stúlka óskast í verzlun vora. Þarf að vera vön af- greiðslu. — Upplýsingar á skrifstofu vorri í dag, þriðjudag, kl. 5—6. VERZLUN O. ELLINGSEN. Lokað vegna jarðarfarar kl. 9—1 miðvikudaginn 22. ágúst. SIGHVATUR EINARSSON & CO Skipholti 15. 1,2 Framhald af bls. I. löglega verkfallinu í 13 daga. — Komst hann að þeirri niðurstöðu, að upphæðin næmi 1,2 milljónum króna .Nú voru ekki allar bygging- ar teknar með í þessu og hið ólög- lega verkfall stóð í 20 daga, svo að það er ekki fjarri lagi að áætla, að bótakröfur á hendur Trésmiða- félaginu gætu numið yfir 2 millj- ónir króna. Bæjurkeppni Á sunnudaginn kemur fer fram bæjakeppni milli Akureyr- ar og Reykjavíkur og hefur Reykjavíkurúrvalið verið valið. Er það þannig skipað: Geir Kristjánsson Fram, Árni Njálsson Val, Þorsteinn Frið- þjófsson Val, Ragnar Jóhanns- son Fram, Halldór Lúðvíksson Fram, Ormar Skeggjason Val, Gunnar Guðmundsson KR, Guð mundur Óskarsson Fram, Grét- ar Sigurðsson Fram, Ellert Schram KR, Sigurþór Jakobs- son KR. bc,- gmkéf BÍLL til sölu, ódýrt. Dodge ’41. Uppl. í slma 10910. jr Utsulun á kjóla-, dragta-, -pils- og gluggatjaldaefnum heldur áfram meðan birgðir endast. Höfum nú tekið fram það sem eftir er af Nakargarni á 30.00 kr. hespan. Drengja nærbuxur stuttar nr. 4, 5, 6 á 13.50. Unglinga nærbolir nr. 34, 36, 38 á 13.50. Sportsokkar nr. 2 til 10 á 10 kr. Uppháir barnasokkar nr. 2, 7, 8, 9 og 10 á 5.00 kr. Kvensokkar baðmullar á 15 kr. Barnapeysur alullar nr. 2—6 og 8 á 65.00, 95.00 og 110.00 kr. ^erzl. H. Toft Skólavörðustíg 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.