Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. 7 VISIR „Þetta er mjög góð vara, sko ekkert rusl, alveg hundrað pró- sent öruggt að kaupa það.“ Þetta voru fyrstu orðin sem við heyrðum, þegar við skut- umst inn um dyrnar á fornsöl- unni að Klapparstíg 11, seni nefnist öðru nafni Söluskálinn. Fyrir innan hittum við fyrir eigandann, Guðmund Auðuns- son, en hann mun lengst allra manna hafa rekið stanzlaust fornsölu hér í borg og notuð- um við því tsekifærið og spjöll- uðum við Guðmund. — Þið eruð alltaf að græða fornsalarnir. — Nei, góði minn ekki get ég sagt það. Þetta gengur svona hægt og sígandi. Nú þú hlýtur að vita það að ef maður tapaði á þessu væri maður ekki að eiga við þetta. — Hvað er langt síðan að þú fórst að reka fornverzlun, Guðmundur?. — Það eru komin rúm 19 ár síðan að ég byrjaði og hef allt- af verið hérna á sama stað. — Er ekki talsverður munur að reka fornverzlun í dag og það var fyrir 19 árum síðan? — Jú, það er það. Fólk er á þessum tímum miklu vandlát- ara og genverðugra, einnig hleypur það stöðugt eftir tfzk- unni. — Af hvaða vörutegund held urðu að þú seljir mest af. — Það er nú nokkuð erfitt að segja um af hvaða vöruteg- und ég sel mest. Ætli það séu ekki innanstokksmunir sem bezt seljast. — Er sala hjá þér árstíða- bundin? — Já, nokkuð t.d. haust og — Geturðu sagt að þú hafir hagnast meira á því að reka fornverzlun fyrir 19 árum síðan en í dag. — Já, ekki get ég sagt ann- að. Núna er fólk miklu vandlát- ara, áður fyrr keypti það allan andskotann. — Eru þá ekki nokkrar vöru tegundir, sem voru ein þín be?ta söluvara áður, að verða ósölugengar? — Jú, t.d. dívanarnir, þeir voru ein bezta söluvaran fyrir nokkrum árum, einnig skáparn- ir, báðar þessar tegundir eru bara að verða lítt seljanlegar. — Þú heldur því auðvitað fram að allir viðskiptavinirnir græði á því að verzla við þig. — Já, já, ég hef ekkert nema góðar vörur. Verðið á þeim flestum er um helmingi ó- dýrara en f búð. Einnig eru flestar þær vörur er ég hef á boðstólnum ekki mjög gamlar. — Hefurðu orðið var við það að ungt fólk komi til þín, sem er að byrja að búa? — Hingað kemur fólk á öll- um aldri, bæði til þess að selja og kaupa vörur. Já, já, hingað kemur fólk sem er að byrja að búa. Ég tek ekkert i umboðs- sölu, allt greitt út í hönd og ég sel gegn staðgreiðslú. — Siturðu ekki lengi með sömu hlutina? — Ekki mjög lengi, því á hverju ári keyri ég heilan bíl- farm af rusli á haugana. — Hvað er elzti hluturinn hjá þér gamall? — Elzti hluturinn sem ég het hjá mér núna er orðinn um tvö hundruð ára gamall, alveg for- láta borð. Guðmundur Auðunsson. 55 Rónum hefur vor sel ég nokkuð mikið af vör- um út á land, þá er sveitafólkið mest á ferðinni. — Svo sveitafólkið verzlar mikið við pig? — Það gerir það nokkuð og þó ekkert meira en Reykvíking- ar. Sveitafólkið kemur sjaldnar, en verzlar þá meira. — Er mikið um það að menn komi til þín og bjóði þér hluti til sölu til þess eins að fá sér fyrir flösku? — Það er orðið miklu minna um það núna, þó eru þess alltaf dæmi. Ég er þeirrar skoðunar að rónunum hafi fækkað hérna í bænum og þar af leiðandi öll óregla rniklu minni. — Ég sé að þú hefur á boð- stóium föt, selst eitthvað af þeim? I— Það er alltaf eitthvað, en þau þurfa alltaf að vera í tízku og auðvitað mjög vel far- in. — Gerurðu upp eitthvað af þeim hlutum sem þú kaupir og tekur til sölu? -— Það kemur stundum fyrir, einkum þó með hljóðfæri, það er alltaf mikil sala í þeim. Þú kannt auðvitað mjög vel við þig innan um þetta dót? — Já, maður verður í þessu meðan maður tórir. Hjálpa Bandaríkin Kím korn vegna hungursneyðar? menn nú, að unnt verði að fá ein- hverja uppskeru í haust, þótt ólík- legt sé. Suður 1 landi hafa hins vegar verið svo gífurleg flóð, að þau hafa eyðilagt vonina um hrís- grjónauppskeruna, sem þarfnast þó verulegrar vætu. Samkvæmt fréttum frá Hong Kong er dagskammturinn víða að- eins 1300 hitaeiningar, sem er helm ingur þess, sem maður þarfnast. Það kemur æ betur í ljós, að yfir Kína vofir fjórðal sultarárið, og er það hald manna í Hong Kong, að það muni vera mannskæð j ara en þau þrjú, sem nú eru á undan gengin. Það eykur einnig á líkurnar á miklu meiri mannfalli en dæmi eru til áður í Kína á þessari öld, að fjárhágurinn er orðinn svo bágur undir stjórn kommúnista, að erfitt mun verða að kaupa korn erlendis með venjulegum hætti eða án þess að fá það lánað til lengri tíma en líklegt er, að nokkur fáist til að samþykkja. Eru það Japanir, sem skýra frá þessu bága fjárhags- ástandi, því að sérfræðingar frá Japansbanka háfa kannað efnahag Kínverja með það fyrir augum að fá úr því skorið, hvort þeir mundu hafa bolmagn til kaupa. Þeir segja, að undanfarin þrjú hallærisár hafi leikið fjár- hag Kínverja svo, að þeir verði; að öllum likindum að biðja góð-' viljaðar þjóðir að gefa sér korn. Fregnir frá Hong Kong herma ug, að Kinveíjar sjái fra/n á svo mikla erfiðleika að fulltrúat þeirra hafi jafnvel átt „einkaviðræður" við kaupsýslumenn frá Bandaríkj- unum um horfur á, að unnt verði að fá korn af hinum stórkostlegu birgðum Bandaríkjastjórnar, sem hún er í rauninni i vandræðum með. En ekkert er sagt opinberlega um þetta atriði, og ekki vitað um afstöðu Bandaríkjastjórnar til að- stoðar við kommúnistastjórnina, sem hefir lagt sig fram um að fjandskapast við hana undanfarin ár. Það eru þurrkar og flóð, sem ganga sitt á hvað, sem vandræðun- um valda. Þurrkar eyðilögðu hveiti uppskeruna noröur í Iandi, en hún miðast við mai — júní, og vona ^ Ayub Khan forseti Pakistan hef- ur cnn hvatt til bandalags milli Pakistan, Afghanistan og Irans. Fundur félagi í Sjálfstæðis- Dýrafjarðar Þann 1. ágúst s.l) var fundur i Sjálfstæðisfélagi Dýrafjarðar. — Fundurinn var haldinn á Þingeyri. Formaður félagsins, Jónas Ólafs- son, Þingeyri, setti fundinn og stjórnaði hr,mim Fundarritari var Arngrímu ' 1 skólastjóri, Núpi. Þorva framkvi flokksins lagsmál njánsson, /jálfstæðis- i'íui. -i um skipu- Sjálfsuoð'sflokksins og ræddi sérstaklega um flokksstarfiö í Vestfjarðarkjördæmi. Á fundinum voru kjörnir full- trúar i Fulltrúarði Sjálfstæðis- félaganna i Vestur-ísafjarðarsýslu og ( kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Stjórn félagsins skipa: Jónas Ól- j afsson, Þingeyri, formaður, Erla Sveinsdóttir, Þingeyri, Bjarni Ein- arsson, Þingeyri, Gunnar Jónsson, Haukadal og Hjörtur Jónsson, Núpi. Ölóðir heim- sækja Horna- fjörð Höfn í Hornafirði í morgun. Skip kom hér að landl á dög- unum, færandi vaminginn 'heim frá útlöndum, en það var mis- jafnlega þegið af fólki hér og raunar höfðu allir skömm af gestunum áður en lauk. Atvik voru þau, að s.l. fimmtudag lenti hér á heimleið frá Englandi v.b. Hrafnkell og var að koma úr fisksöluferð. Höfðu skipverjar nestað sig ríf- lega af drykkjarföngum áður en lagt var úr höfn ytra, sem ekki þykir tiltökumál. Ekki var báturinn fyrr lagztur að en menn tóku hraustlega til drykkju, og er upp á bryggju kom, hófust þar ryskingar með þeim félögum. Skipti ekki tog- um, að einn þeirra henti sér í sjóinn og gerði sig ekki líkleg- an til að komast á þurrt aftur. Félagi hans fleygði sér á eftir honum, náði á honum taki og reyndi eftir megni að bjarga honum upp úr, en hinn kærði sig ekki um það, heldur barð- ist um á hæl og hnakka gegn bjargvættinum. Varð hinn síð- arnefndi að fá liðsauka og tókst þeim loks að drösla manninum upp á bryggjuna. Hann gerði sig líklegan til að henda sér aftur í sjóinn. Fór þá einn úr hópnum að, tók í hálsmálið á sundmanninum, dró hann þann- ig að skúr rétt ofan við bryggj- una, henti honum þar inn og læsti. Skildi þar með þeim, en félagar hans skunduðu upp i staðinn og á dansleik, sem stóð yfir í félagsheimilinu. Að dansinum loknum fara þeir til og hleypa félaga sínum út úr dýflissunni, og var hann frelsinu feginn. Upp hefjast nú þegar mikil áflog og barsmíðar og berst leikurinn niður á bryggju. Fleygir nú fyrmefnd- ur sundmaður, er Steingrímur nefnist, sér enn í sjóinn, og hafði hann raunar leikið þennan sama leik úti i Aberdeen. Nú náðu þeir honum upp úr innan stundar og gerði sér þá einn lítið fyrir og sló sundgarpinn kyrfilega í rot, og voru þeir þá komnir út í fjöru, en áður var búið að rífa öll föt af sund- manninum ofanverðum. Aðrir voru orðnir móðir og þreyttir og liðið á nótt. Tveir aðrir voru þó enn óðir af drykkjunni, og fékk skipstjóri þá ekki til að koma um Borð, lagði við svo búið úr höfn, með þeim um- mælum þó, að það væri stór ábyrgðarhluti að skilja slíkt ill- þýði eftir í svo friðsælum stað, en það væri ekki um annað að gera. Ekki ílentust þó garparnir hér, heldur flaug Steingrimur sundgarpur með flugvél til Reykjavíkur daginn eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.