Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 21.08.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. ágúst 1962. 11 VISIR HhysffsýBiimpBi í Leipsig hafst 2. s@pf. iMæturlæluii! ei i slysavarðstoi unni Sími 15030 Neyðarvakt Læknafélags Reykja víkur og Sjúkrasamlags Reykjavfk ur er kl 13-17 alla daga frá mánu degi ti) föstudags Simi 11510 Kópavogsapótek s, opið ília virka daga kl. 9.15 — 8, laugar- daga t'rá kl 9,15 — 4. helgid frá 1-4 e.h Simi 23100 Næturvörður vikuna 11. — 18. ág. er í Ingólfsapóteki. lítvnrpid Þriðjudagur 21. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Harmonikulög. 20.00 Píanó- sónata nr. 18 í Es-dúr, op. 31 nr. 3, eftir Beethoven. Solomon leikur. 20.25 Æviminningar Friðriks Dan- íeissonar á Skáldstöðum. (Hólm- geir Þorsteinsson frá Hrafnagili). 21.05 Tónlistarrabb: Þorkell Sigur- björnsson talar um tónlistarhátíð- ina í Darmstadt. 21.45 íþróttir (Axel Sigurðsson og Öm Eiðsson). 22.10 Lög unga fólksins (Ólafur Vignir Albertsson). 23.00 Dagskrár lok. —»Gengið — 26. júlf 1962. 1 Sterl.pund 120,49 120,79 1 Jan ríkjad 42,95 43,06 1 Kanadad. 39,76 39,87 100 Danskai ki 621,56 623,16 100 Norskai kr 601,73 503,27 100 Sænskar kr. 834,21 836,36 100 Finnsk mörk 13.37 13.40 100 Franskir fr 876,40 378,64 100 Belgískir fr. 36,28 36,50 100 Svissneskir fr 994,67 997,22 100 Gyllini 1195,13 1198,19 00 Tékkneskai kr. 596,40 598,00 000 V-þýzk mörk 1077,65 1080,41 1000 Lírur 69,20 69,38 Haustsýningin í Leipzig hefst að þessu sinni 2. september næskom- andi- og stendur í átta daga. — Eins og að venju er haustsýning- in aðallega fyrir neyzluvörur og tæknivörur léttiðnaðarins. Enn er þátttakan í vörusýningunni i Leip zig í vexti, enda er þessi sýning nú orðin viðurkennd miðstöð verzl unarviðskipta milli austurs og vest urs. 1 haustsýningunni taka þátt út- flutningsfyrirtæki frá 47 löndum úr öllum heimsálfum. Sýningar- svæðið nær yfir 110 þúsund fer- metra og fer sýningin fram í 18 sýningarskálum og húsum. Sýning- unni er mjög greinilega skipt niður í vöruflokka, til þess að auðvelda sýningargestum að hafa samband við þann vöruflokk sem þeir sér- staklega hafa áhuga fyrir, en vöru flokkarnir eru 30 alls. Sem dæmi þess hversu yfirgripsmikil sýningin er, má nefna að hinir mismunandi sýningarmunir eru um 870 þúsund talsins. Mest áberandi er þátttaka frá löndunum í Austur-Evröpu og hafa allar útflutningsmiðstöðvar sósíal- ísku landanna þar sýningar, en for stjórar þessara miðstöðva verða allir á sýningunni og annast þar um ieið innkaup á nauðsynjum landa sinna. Sýningin í Leipzig er því einnig tilvalínn vettvangur fyr ir útflytjendur í vestrænum lönd- um til þess að gera þar sölusamn- inga um útflutningsafurðir sínar. Vöruflokkar matvælaiðnaðar- ins skipa öndvegi á sýningunni. Frá Vestur-Evrópu sýna þar 15 lönd og eru sýningarnar frá Dan- mörku, Hollandi og Frakklandi stærstar. Frá íslandi er engin þátt- taka í sýningunni að þessu sinni. Nokkur stærstu útflutningsfyrir- tæki hér höfðu hug á þátttöku, en henni var frestað til næsta árs . vegna þess hversu undirbúnings- i tími var naumur. Vefnaðarvörur alls konar eru sýndar i sýningarhöllinni Ring- messehaus á 18 þúsund fermetra svæði. Þar sýna framleiðendur frá 20 löndum. 1 nokkrum sýningar- húsunum er fyrir komið kemisk- um vörum og lyfjavörum og ber þar einna mest á sýningum frá Belgíu, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Heimilistæki og húsbúnaður er sýndur í mörgum skálum. Þátttaka landa sem sýna skófatnað og leð- urvörur hefur aukizt að mun. Rit- föng og skrifstofuvélar verða á sýn ingunni einnig á stærra svæði en áður. Bókasýningin verður að venju umfangsmikil og sýna þar m.a. út- gáfufyrirtæki frá Belgíu, Frakk- landi, Bretlandi, Italíu, Hollandi, Sviss og Bandaríkjunum. Ferðir á sýninguna í Leipzig eru mjög greiðar meðan á sýning- unni stendur. Daglega eru beinar Fljótt náið í lækni — það er ung | Líður yður betur núna? - Já j þakka yður fyrir læknir. Þetta bréf | það olli yfirliðinu. frú Marsh. Það versta við Hjálmar er, að honum líkar bezt við mig eins og ég er — svo ég verð alltaf að passa mig að vera svoleiðis, þegar ég er með honum. flugferðir frá Kaupmannahöfn til Leipzig með flugfélaginu „Inter- flug“, en eins er hægt að ferðast með járnbrautum og er veittur verulegur afsláttur fyrir sýningar- gesti. Dvalarkostnaður í Leipzig er talinn um 250 ísl. krónur á dag. Ef þátttaka er nægileg munu um boðsmenn sýningarinnar í Leipzig hér, Kaupstefnan, skipuleggja ó- dýrar hópferðir héðan. en á skrif- stofu hennar fá menn sýningarskír teini og vegabréfsáritun. Myndin að ofán er úr íslenzku deildinni á síðustu Leipzig-sýningu Tveir ölóðir að verki í fyrrakvöld hafði lögreglan af- skipti af tveim mönnum, sem báð- ir voru dauðadrukknir, og hafði báðum verið vísað út af samkomu- stöðum sökum ofurölvunar. Öðrum þessara manna hafði verið vísað út af Nausti á Vestur- götu. En hann fylltist þvílíkri bræði, þegar út kom að hann réð- ist með hnúum og hnefum á glugga hússins og braut þær rúður í þeim, sem hann náði til. Við þetta tiltæki sitt skarst hann illa á báðum höndum og varð að flytja hann til læknis áður en lögreglan vísaði honum til sængur í gistihúsi hennar að Síðumúla. Hitt atvikið gerðist á laugardags dansleik í Vetrargarðinum. Þar var drukknum gesti vísað út um kvöld- ið og hvarf hann sýnum út í myrkrið og nóttina. En um það leyti sem dansleikn- um var að ljúka um nóttina, heyrði starfsfólk í húsinu brambolt og undarlega skruðninga uppi á lofti. Var þá leit gerð þar uppi og í þröngu skúmaskoti milli þilja und- ir súðinni sást í glyrnur á manni, sem hafði skriðið þarna inn. Var það erfiðleikum bundið að ná manninum, því hann hagaði sér eins og villiköttur og varðist með klóm og kjafti, unz lögreglunni tókst að draga hann út og hand- járna. Hafði hann komizt inn f hús ið með því að skríða inn um loft- ventil og sá varla í hann orðið fyrir óhreinindum. Hann fékk og næturgistingu í Síðumúla. Auglýsið í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.