Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 6
Febrúar 1992 Formaður staðlanefndar er Auðun Sœmundsson. A árinu skilaði siðanefnd af sér því verkefni að setja félaginu siðareglur. Nefndina skipa eftirtaldir félagar SÍ: Oddur Benediktsson, formaður, heiðursfélagi SÍ, Sigurjón Pétursson, fyrrverandi formaður SI og Gunnar Linnet. Nefndin hefur haldið marga fundi og skilar endanlega af sér á þessuin fundi. Ritstjórar Tölvumála eru þeir Ágúst Ulfar Sigurðsson og Daði Jónsson. Útgáfa blaðsins hefur staðið með miklum blóma á árinu. Stjórn hefur samþykkt að framvegis verði Tölvumál prent- uð í prentsmiðju á vandaðan pappír og mun næsta tölublað verða prentað með þeim hætti. Er það von okkar að auglýsingar muni aukast við þetta og skila okkur auknum tekjum til að greiða niður útgáfukostnaðinn. Laufey Ása Bjarnadóttir hætti í ritnefnd á árinu og er henni þakkað gott starf. Ritnefnd skipa nú: Agúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri, Daði Jónsson, ritstjóri, Björn Þór Jónsson og Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir. Ritnefnd og Laufeyju þakka ég öllum fyrir óeigingjarnt starf í ritnefnd. Þá ber og að geta framkvæmdastjóra sem hefur verið óþreytandi við að reka á eftir skilum og ganga frá umbroti blaðsins. Fulltrúi okkar íUT-staðlaráði er Helgi Jónsson, en Guðjón Reynisson og Bjarni P. Jónasson eru tilnefndir í tölvunefnd af hálfu SÍ. IFIP tengiliður okkar er Anna Kristjánsdóttir og Kjartan Ólafsson og Halldór Kristjánsson hafa verið fulltrúar okkar í stjórn NDU. Halldóra Mathiesen er í dagskrárnefnd NordDATA ’92 sem haldin verður í Tampere í Finnlandi. Félagskjörnir endurskoðendur eru Jakob Sigurðsson og Sigurjón Pétursson eins og áður er getið. Félagamál Félögum hefur fjölgað nokkuð á árinu eins og áður er komið fram. Ekki er ljóst hver þróunin verður á þessu ári en við munum halda áfram að laða nýtt fólk að félaginu með öflugu og áhuga- verðu starfi. Félagsfundir Aðeins einn félagsfundur var haldinn á árinu: Death to Office Automation, hádegisfundur haldinn 13. mars með 102 þátttakendum. Æskilegt hefði verið að halda fleiri lélagsfundi en mat stjórnar hefur verið að efni þurfi að vera áhugavert til þess að það réttlæti fund. Ársfundur SÍ og árshátíö Ársfundur SI var haldinn í annað skiptið 15. febrúar 1991. Um kvöldið fór fram vel sótt árshátíð og skemmtileg og sóttu hana 131 gesturen 123 komu áársfundinn. Er þessi mikla þátttaka merki þess að vel hefur tekist til um þessa nýbreytni sem fyrst var bryddað upp á 1990. Þriðji ársfundurinn svo og árshátíð verður haldin nú 14. febrúar og er það von mín að hvoru tveggja verði vel sólt, en vel er vandað til dagskrár beggja atburða. Á ný er samstarf við Kerfís og FT um að halda árshátíð og er það vel. Ráðstefnur Sex ráðstefnur hafa verið á vegum SI á starfsárinu ef ársfundurinn er undanskilinn. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hafa jafnmargar ráðstefnur verið á okkar vegum og kann þar að vera komin skýring á því hversu fáir félagsfundir hafa verið. Hugbúnaðarráðstefna, haldin 8. maí og sóttu hana 138 þátt- takendur. Haldnir voru 5 fyrirlestrar. Tölvunotkun í námi, haldin 26. ágúst og sóttu ráðstefnuna 124 gestir. Haldnir voru 12 fyrirlestrar. Opin kerfi, haldin 5. september og sóttu ráðstefnuna 122 þátttakendur. Haldnir voru 4 fyrirlestrar. Stöðluð notendaskiX, haldin 19. september og sóttu hana 94 þátttakendur. Haldnir voru 6 fyrirlestrar. Siðamódaráðstefm., haldin 22. nóvember og tóku 48 manns þátt í henni en alls voru haldnir 4 fyrirlestrar. ET dagur SI var haldinn 6. desember með 155 þátttakendum. Fyrirlesarar voru 6. Samanlagt hafa því 937 sótt ráðstefnur, ársfund og árshátíð á vegum félagsins eða 114 að jafnaði. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.