Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 8
Febrúar 1992 Höfundaréttur aö hugbúnaði Erla S. Árnadóttir, lögfræðingur Byggt á erindi, semflutt var á námstefnu SI um siðamál og viðskiptahætti á tölvusviði 22.11.1991 1. Hugsa má sér fleiri en eina leið til að vernda hugbúnað - Þeirri leið að nota lög um einkaleyfi til að vernda hugbúnað hefur verið hafnað. Lög um einkaleyfi nr. 17/1991 tókugildi l.janúar 1992. Skv. 1. gr. þeirra teljast nýjungar sem eingöngu varða forrit fyrir tölvur ekki til uppfinninga. I greinar- gerð með lögunum kemur fram að átt er við forrit sem eru framsetning á hugarstarfsemi, en tekið fram að stýriforrit, sem séu hluti af ákveðnu fram- leiðsluferli, geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum talist uppfinning. Þetta ákvæði nýju einkaleyfalaganna er í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á þessum vettvangi erlendis. - Höfundalög nr. 73/1972 hafa verið talin taka til hugbúnaðar þó hann sé ekki nefndur á nafn í lögunum. Engir dómar hafa þó gengið um þetta atriði. Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóð- verjar, Frakkar, Danir, Svíar og fleiri þjóðir hafa breytt höfundalögum sínum með tilliti til hugbúnaðar og taka þau nú til hugbúnaðar. I menntamála- ráðuneytinu er tilbúið til fram- lagningar á Alþingi frumvarp til breytinga á höfundalögum, en þar er tekið fram að hugbúnaður falli undir lögin. - I lögum um verðlag, samkeppnishömlurog óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978 eru ákvæði sem ber að gefa gaum. Samkvæmt 26. gr. laganna er óheimilt í atvinnustarfsemi að aðhafast nokkuð sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti. í Noregi gekk dómur í undirrétti (Strömmen herredsrett) hinn 20. júní 1989. Dómurinn taldi að skjámyndir forrits væru það líkar skjámyndum í eldra forriti að það bryti gegn norsku verð- lagslögunum að búa til yngra forritið og nota það. 2. Hvaöa skilyrði þarf hugbúnaður að upp- fylla til að njóta höf- undaréttarverndar? Formskilyrði, t.d. skráning, eru engin hérlendis. Aðalskilyrðið felst í kröfunni urn sjálfstæða, andlega sköpun. Hafa ber í huga að hugmyndir eru aldrei verndaðar að höfundarétti, hins vegar verndar höfundaréttur Starfsmanni er óheimilt að markaðssetja eigin hugbúnað í samkeppni við vinnuveitanda útfærslu hugmyndarinnar. Ríki gera misstrangar kröfur varðandi kröfuna um sjálfstæða sköpun. Bandaríkin ganga til dæmis mjög langt í því að veita forritum höfundaréttarvend. Þýskaland gerir mjög strangar kröfur. Þar gekk dómur í hæstarétti árið 1985, sem áskilur nokkurs konar gæðakröfur. Höfundur forrits þarf samkvæmt þessum dómi að sýna kunnáttu sem rís yfir almenna meðalkunnáttu í smíði hugbúnaðar. Norðurlönd hafa farið bil beggja ef haft er mið af kröfum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Spyrja má hvaða þættir það séu í forriti sem séu verndaðir. Erlendis hefur uppbygging forrita verið talin njóta verndar og ennfremur hefur skjámyndum sem slíkum verið veitt vernd. 3. Hvaða réttindi veitir höfundaréttur? Þau réttindi höfundar sem mestu máli skipta varðandi hugbúnað eru í fyrsta lagi réttur til eintakagerðar. Þar er átt við rétt til beinnar afritunar og til að gera eftirlíkingar sem eru of líkar frumverkinu til að teljast sjálf- stætt verk, einnig rétt til breytinga á verki. í öðru lagi er um að ræða rétt til dreifingar eintaka af verkinu, til dæmis rétt til sölu forrita á diskum. Höfundur getur framselt höfundarétt sinn. Slíkt framsal á sér stað í misvíðtækum mæli, allt frá því að höfundur framselur öll höfundaréttindi sín að tilteknu verki og til þess að höfundur veitir einhverjum rétt til að nota verk með tilteknum hætti, án þess að notandinn hafi einkarétt á að nota verkið. Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að höfundur veiti einhverjum rétt til að nota hugbúnað á tiltekinn vélbúnað. Hefur þá sá sem réttinn fær ákveðinn afnotarétt af verkinu. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.