Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 9
Febrúar 1992 4. Undantekningar frá einkarétti 11. gr. höfundalaga heimilar eintakagerð til einkanota án samþykkis höfundar. Sú afritnn forrita sem vitað er að á sér stað er í ríkum mæli heimil á grund- velli þessa ákvæðis. Afritun í atvinnustarfsemi er þó ekki heimil. Þannig er ekki heimilt að fyrirtæki kaupi hugbúnað til að nota á eina vél og afriti til að nota á fleiri vélar. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig unnt sé að stemma stigu við afritun. Höf- undur á þann möguleika að nota samninga, eða setja einhliða skilyrði, t.d. með áletrunum á umbúðir. Ekki er þó víst að slík einhliða skilyrði haldi, sé þeim mótmælt. Lög eru þó ætíð virkari því brot á þeim varða viður- lögum. Danir bönnuðu alla afritun forrita með breytingu á Pegar höfundur er ekki starfsmaður þess sem verk er unnið fyrir, heldur verktaki, er ekki um að ræða réttindi og skyldur sem fylgja vinnusambandi höfundalögunum árið 1989. Eftir breytingu á sænsku höfunda- lögunum sama ár heinrila Svíar nú aðeins afritun forrita til einka- nota ef þau hafa verið gefin út. Með því að hafa verið gefin út er átt við að forrit hafi með réttri heimild og í álitsverðum fjölda verið boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu eða dreift til almennings með öðrum hætti. Breytingin leiðir ekki til breyttrar aðstöðu varðandi staðlaðan hugbúnað. Hins vegar var til- gangur hennar að banna afritun á sérhönnuðum hugbúnaði. I frumvarpinu, sem að framan var getið að samið hafi verið hér á landi, er mælt fyrir um bann við allri afritun forrita. 5. Árekstrar milli starfsmanna, vinnuveitenda og verkkaupa. a) Reglur um lögskipti fast- ráðinna starfsmanna og vinnu- veitenda. Þær reglur sem hafa lengst af verið í gildi á Norðurlöndunum og víðar um þetta efni eru ólögfestar. Þær eru á þá lund að starfsmaður á ætíð höfundarétt í upphafi. Vinnusamningur felur hins vegar í sér framsal á réttinum frá starfsmanni til vinnuveitanda í þeim mæli sem vinnuveitanda er nauðsynlegt til að markmið með vinnusamningi náist og til að nýta í venjulegri starfsemi sinni. 1 þessu felst að vinnu- veitandi fær ekki alltaf jafnríkar heimildir. I sumum tilfellum fær hann aðeins rétt til að nota verk í eigin starfsemi, í öðrum tilvik- um fær hann rétt til að selja verkið til annarra. Þessar reglur fela í sér að víðtækt framsal á höfundaréttindum á sér stað í hugbúnaðarhúsum. Réttar- staðan er óljósust í þeim tilfellum þegar hugbúnaður er nýttur öðruvísi en ráð var fyrir gert í upphafi og þegar hugbúnaðar- gerð er ekki beinlínis á verksviði starfsmanns. I Danmörku og Frakklandi hafa verið sett ákvæði í höfundalög sem mæla fyrir um að vinnuveit- andi fái öll réttindi yfir forritum sem unnin eru sem liður í vinnusambandinu. í íslenska frumvarpinu er mælt fyrir um að atvinnurekandi eignist höfunda- rétt að forriti ef gerð tölvuforrita er liður í ráðningarskilmálum. Unnt sé þó að semja á annan veg. b) Arekstrar milli starfsmanna innbyrðis. Hugbúnaður verður oftast til í samvinnu margra höfunda. Paö hvort höfundaréttur stofnast við hönnun eöa við forritun ræðst að nokkru af því hversu nákvæmar Höfundar sem vinna verk samhliða verða samhöfundar og þarf samþykki þeirra allra til að ráðstafa verkinu. Deilt hefur verið um hvar í ferli hug- búnaðargerðar höfundaréttur stofnist. Það hvort höfundaréttur stofnast við hönnun eða við forritun ræðst að nokkru af því hversu nákvæmar kerfislýsingar eru. Spyrja má hvort hægt þurfi að vera að afmarka framlag höfundar í hugbúnaði til að fá viðurkenndan höfundarétt hans. í Danmörku gekk dómur í undirrétti (Östre Landsret) í svokölluðu Værdipapircentral- máli í janúar 1990. Dóminum þótti ekki hafa verið sýnt fram á að starfsmaðurinn sem höfðaði málið hefði tekið þátt í að skapa hluta í forritum sem nytu höf- undaréttarverndar. Af dómnum má draga þá ályktun að framlag hans í hugbúnaðinum hefði ekki verið nægilega afmarkað. Mál þetta er nú til meðferðar við Hæstarétt Danmerkur. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.