Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 12
Febrúar 1992 Tölvuteikning Andrés Magnússon, blaðamaður Byggt á erindi, semflutt var á ET-degi SÍ ó.desember 1991 Allt frá því að fyrstu myndirnar voru dregnar á hellisveggi hafa þær bæði lýst ímyndunarafli listamannanna og ýtt undir það hjá áhorfendum. Og þrátt fyrir að hið skrifaða orð sé nákvæmara og greinarbetra en myndin, hefur hún það fram yfir orðið að áhorfandinn skynjar boðskap hennar á augabragði. Þá verður sumu einfaldlega ekki lýst í orðum og varla þarf að minnast á hvernig myndræn framsetning á talnaflóði getur auðveldað öllum - fávísum sem talnaspekingum - að gera sér ljósari grein fyrir stærðum. Fyrstu myndirnar voru líkast til uppgötvaðar fremur en teiknaðar. Menn litu upp á stjörnuhimininn, drógu ímyndaðar línur milli stjarnanna og uppgötvuðu stjörnumerki. Hellamyndirnar eru oftar en ekki teiknaðar í samræmi við skorur og fellingar á hellaveggjum. Nú á dögum notfæra sálfræðingar sér þennan eiginleika mannsins til þess að láta hann sjá myndir úr blekblettum og upplýsa þannig hvað býr í hugarfylgsnum hans. Myndlist eða myndiðn var allt fram á þessa öld munaður, sem menn þurftu að leggja talsvert á sig til þess að eignast. Myndiðn er tímafrek og þrátt fyrir að margir búi yfir hæfileikum er reynslan dýrmæt og þar af leiðandi kostnaðarsöm. Tölvur og teikning Það leið ekki á löngu eftir að tölvur voru upp fundnar þangað ama Islamlskorlið er í raun „langaíi allra korlanna þriggja. Einn helsti kostur tölvuteikningar er sá, að auðvelt er að endurvinna- ■efiiíFFi f .. tíina og liugarahgul teiknað er í höndununi. 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.