Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 15
Febrúar 1992 Háhraðanet Pósts og síma Hákon Sigurhansson, verkfræðingur Á undanförnum árum hafa mörg fyrirtæki sett upp staðarnet til að tengja saman tölvur og annan búnað. Staðarnetin eru á allt að 16 Mbit/sek og takmarkast yfirleitt við hundruði metra í fjarlægðum. Með tímanum hefur áhugi fyrir því að tengja staðarnet saman aukist mjög. Netin eru þá ýmist tengd saman með brúm (bridges), gáttum (gateways) eða beinum (routers). Þetta er allt búnaður til að tengja saman staðarnet. Hér að neðan er gerður greinarmunur á þessum þremur tegundum en reyndin er sú að skilgreiningin passar ekki vel fyrir þann búnað sem er á markaðnum í dag. Ef netin sem tengja á saman eru í sama húsi eða á sama svæði er tiltölulega aðgengilegt að tengja endabúnaðinn saman með enn einu staðarneti eða raðtengingu. Ef netin eru hinsvegar í sitthvorum bæjar- eða jafnvel landshlutanum þá þarf í flestum Áætlað er að kerfið verði tekið í notkun í mars 1992 tilfellum meiratil. Fram til þessa hafa menn tengt staðarnet sem eru fjarri hvort öðru saman með leigulínum eða með Gagnaneti Pósts og síma, sjá mynd 1 a) og b). Þegar farið er í gegnum Gagna- netið þá er sett upp gátt sem breytir samskiptahættinum af staðarnetinu yfir í X.25 form og öfugt. Það fylgja þessari leið ýmsir ókostir því Gagnanetið er að mörgu leyti ólíkt staðar- netunum að uppbyggingu. Staðarnetin eru yfirleitt á hrað- anum 4-16 Mbit/sek en það er ekki boðið upp á meira en 64 kbit/sek í Gagnanetinu. Það þýðir að samtenging staðarneta yfir Gagnanetið er í mörgum tilfellum flöskuháls hvað varðar hraða. Að auki má nefna að uppbygging gjaldskrárinnar fyrir Gagnanetið hentar ekki vel fyrir háhraða- tengingar á milli staðarneta. Hin leiðin sem notuð er eru leigulínur. Með leigulínum er átt við línur á milli fastákveðinna staða sem notandi leigir af Pósti og síma og hann einn hefur not af. Mynd 1. Samtenging á staðarnetum a) í gegnum Gagnanetið b) í gegnum leigulínu 15 - Tölvumái

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.