Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 20
Febrúar 1992 en samskiptaforrit hafa forgang. Eins er músin á hámarkshraða þannig að notandinn hefur alltaf aðgang að vélinni en þarf ekki að bíða eftir hæggengu forriti. II. DOS DOS forrit er hægt að keyra í OS/2 2.0 en þar er orðin mikil breyting til batnaðar á DOS umhverfinu þar sem minnið hefur verið aukið verulega. Undir OS/2 l.x er mestum 512Kb minni laust, en undir OS/2 2.0 verða 635Kb laus fyrir öll DOS forrit og þar að auki er hægt að keyra forrit sem nýta sér EMS 4.0 staðalinn til að auka minni fyrir forrit og geta þau þá stærst orðið 48MB í minni. Þar að auki er hægt að keyra fleiri en eitt forrit í einu, allt að 32 samtímis, en þó er þetta háð diskaplássi þar sem OS/2 er stýrikerfi sem byggir á sýndarminni. Sýndarminnið eykur stærð minnis með því að nota diskinn til að geyma það OS/2 2.0 útgáfan veröur sett á markaðinn í lok mars 1992 sem ekki kemst fyrir í raunminni. DOS útgáfan er sambærileg við IBM DOS 5.0 og hagar sér eins og hún að flestu leyti. Nýir notendur á OS/2 2.0 frá DOS heiminum ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem þurfa að nota ákveðna útgáfu af DOS eins og til dæmis IBM DOS 2.1, er hægt að hlaða þeirri útgáfu inn eins og öðrum, og jafnframt er hægt að nota skráarkerfið á OS/2 eins og hvem annan harðan disk. Eins má hlaða Digital Research DOS inn á OS/2 sem getur á sama hátt og DOS 2.1 haft aðgang að öllu því sem OS/2 býður DOS upp á. DOS forritin geta öll prentað samtímis þar sem OS/2 stýrir prentkerfinu. Annar kostur er sá að hægt er að nýta vélbúnað sem OS/2 ræður ekki við í DOS skelinni, því DOS skelin getur "keyrt" sína eigin uppsetningu, AUTOEXEC.BAT og CONFIG.SYS með tækjareklum fyrir þau tæki sem DOS forritin þurfa. III. Windows Windows forrit er hægt að keyra beint undir OS/2 án þess að kaupa Windows kerfið með og þar að auki er hægt að keyra samtímis bæði Windows 2.x og Windows 3.x forrit. Minnisvörnerbetri en nú þekkist á milli Windows forrita þar sem hvert forrit er keyrt upp í sinni sýndarvél sem OS/2 sér um. Þetta gerir það að verkum að forrit geta ekki skemmt hvert fyrir öðru. Windows forrit verður hægt að keyra upp beint undir WorkPlace Shell sem teikn (enska Icon), þá er hvert Windows forrit skilgreint eins og OS/2 eða DOS forrit og gangsett með því að tvísmella á teiknið. IV. Workplace Shell/ Model Workplace Shell/Model er nýjung í gerð notendaskila í PS/ 2 - PC heiminum þar sem valmyndir hafa að mestu leyti verið lagðar niður en teikn tekin upp í staðinn. Forrit eru valin með því að smella á teikn en ekki með því að velja af valmynd. Eins eru gagnaskrár notaðar til að gangsetja forrit með því að tvísmella á gagnateikn. Forrit og gögn má líka geyma í hirslum eins og í öðrum stýrikerfum, en munurinn er sá að stýrikerfið sér um að halda til haga nafni á hirslu, forriti Windows forrit er hægt að keyra beint undir OS/2 án þess að kaupa Windows eða gagnaskrá óháð því hvaða skráarkerfi er í gangi. Þannig má skýra forrit "Ritvinnsla" á skjánum þó svo að forritið heiti DESCRIBE.EXE í skráar- kerfinu. Eins má kalla gagnaskrá á diski "Ýmis gögn frá Valda vegna uppgjörs" þó að skráin heiti bara "A" á diskinum. Aðgangur að diski hefur líka breyst á þann hátt að notandi þarf ekki lengur að nota skipunina "DIR" til að skoða skrár á diski, heldur er tvísmellt á teikn (mynd af drifi) og þá fær notandinn lista yfir skrár og hirslur á diski sem teikn en ekki sem röð af nöfnum. Teikn taka á sig ýmis sjálfgildi þannig að notandi ætti að geta ráðið í gerð skráar með því að skoða teiknið. En hver er svo tilgangurinn með einu nýju stýrikeiri enn, og einunt notendaskilum enn? OS/2 gefur notandanum möguleika á að nýta sér öll eldri forrit sem hann á og líka þau nýju, þau forrit sem geta unnið með mörg verkefni í einu, og stoppa ekki notandann þegar prentun er í gangi. OS/2 notendaskil Workplace Shell/ Model er SAA Common User Access, sem er hannað til að einfalda vinnslu notandans og flýta fyrir námi. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.