Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 21
Febrúar 1992 Microsoft Windows Byggt á tveimur erindum semflutt voru á ET-degi SI 6. desember 1991 Windows NT Reynir Jónsson, markaðsfulitrúi hjá EJS hf. Greinarhöfundur vill fyrst þakka forsvarsmönnum Skýrslu- tæknifélagsins fyrir hreint ágæta ráðstefnu um einkatölvur sem haldin var á Hótel Loftleiðum þróun í Windows, þ.e. þróun sem svarar kröfum um nútíma og framtíðar notendaumhverfi. Þannig verður notandinn ekki knúinn til að endurnýja þann 6. desember síðastliðinn. Þar gafst mér einmitt tækifæri til að koma á framfæri nýjungum um þann myndræna notenda- hugbúnað sem er hvað vinsælastur í heiminum í dag, en það er einmitt Windows not- endaumhverfið. Kynning mín beindist einkum að því að sýna þær nýjungar og viðbætur sem felast í hinu nýja Windows umhverfi, Windows NT (Windows New Technology), sem væntanlegt er á markað í fyrstu útgáfu um mitt ár 1992. Þessar viðbætur og nýjungar eru í raun skynsamleg og eðlileg vélbúnað, þó vissulega hafi þessi þróun áhrif þegar til lengri er tíma litið. Meginbreytingin í Windows NT frá Windows 3.0 er einkum fólgin í eftirfarandi: 1. Kjarninn í Windows NT er mesta breytingin. Hann byggir nú á OS og sækir uppbyggingu sína í þá hönnun á OS/2 sem Microsoft og IBM stóðu að í sameiningu og átti að bera heitið OS/2 3.0. 2. Þó að kjarninn byggi nú á OS mun forritunarumhverfi not- endaforritana verða að grunni til það sarna og verið hefur, þ.e. það byggir á eigin umhverfi Microsoft sem gengur undir nafninu "WIN API" (Windows Applications Programming Interface). Þetta forritunarumhverfi er það sem skilur í raun að Windows og OS/2 2.0 frá IBM, en ekki kjarninn sjálfur. Þetta samsvarar mismun á Windows 3.0 og OS/2 2.0 eins og það er í dag. Hið nýja forritunarumhverfi tekur hinsvegar þeim veigamiklu breytingum að það verður algert 32-bita umhverfi. Þessi breyting í uppbyggingu kemur þó ekki í veg fyrir að keyrð séu forrit sem byggja á DOS og 16 bita Windows forritunarumhverfi, þ.a. öll gömlu fonitin munu nýtast áfram svo lengi sem óskað er. Fyrir þá sem ekki eiga nógu öflugan vélbúnað til að geta nýtt sér þær breytingar sem í vændum eru má geta þess að Microsoft íhugar að setja á markað nýjar útgáfur af Windows sem munu innihalda marga meginkosti Windows NT. Þannig munu koma útgáfur af Windows 3.1 á árinu 1992, og síðar árið 1993 útgáfa 4.0. 3. Hinn nýi kjarni byggir eins og áður segir á nýjum grunni. Þetta leiðir til þess að hið gamalgróna DOS stýrikerfi verður í raun óþarft, því Windows NT mun tala beint við vélbúnaðinn. Þó skal ekki gleyma því að útbreiðsla DOS er gífurleg og mikið af viðskiptahugbúnaði 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.