Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 22
Febrúar 1992 og vélbúnaði gengur einungis undir því stýrikerfi. Hluti af þessari nýjung, þ.e. að Windows tali beint við vélbúnaðinn mun koma strax fram í Windows 3.1 sem væntanleg er í lok apríl. 4. Windows NT mun koma í þremur meginútgáfum og mun keyra á miðlurum sem byggja á mismunandi stýrikerfum, eins og UNIX, VMS og PathWorks. Þessar þrjár meginútgáfur eru einmenningsútgáfa fyrir 386 og 486 örgjörva, útgáfa fyrir RISC örgjörva og útgáfa fyrir fjölgjörva vélar. Tilraunaútgáfur hafa verið prófaðar og reynst vel. Windows NT mun einnig verða fáanlegt fyrir MS LanManager netumhverfi og bætist við þau kerfi sem þegar er stuðningur fyrir: OS/2, UNIX og VMS og fylgir POSIX staðli. 5. Ymsar aðrar nýjungar verður að finna í Windows NT sem ekki lúta beint að grunnuppbyggingu stýrikerfis og samskiptum þess við vélbúnað og notendaforrit. Þar má m.a. nefna fjölvinnslu (multitasking), bætta grafík sem byggir á svokölluðum Bézier kúrvum (vektorgrafík) og nýja meðhöndlun í litauppbyggingu. Að lokum ber að hafa í huga þá staðreynd að milljónir manna víðsvegar um heiminn nota Windows. Fyrirtæki og sjálf- stæðir hugbúnaðarþróendur hafa skuldbundið sig til að þróa, nota og fjárfesta í hugbúnaði undir Windows. Hagsmunir þeiira og notendanna eru tryggðir með stuðningi Microsoft við POSIX staðalinn. Ritvinnsla nútímans Örn Arason, markaðsfulltrúi hjá EJS hf. Ritvinnsluforrit er sá hugbúnað- ur, sem hefur verið mest notaður á einmenningstölvur. Það má í raun segja að ritvinnslan sé dæmigerð fyrir hagnýtingu ein- menningstölva undanfarin ár. Fullyrða má að flestir noti rit- vinnslu. Eg býst við því að nær allir hér inni noti ritv innslu reglu- lega. Allir nota ritvinnsluforrit og allir virðast hafa skoðun á þeim. Það er merkileg staðreynd að mjög margir flokka sig niður í W ordPerfect fólk og W ord fólk, svo dæmi séu tekin, því það virðist vera svo að þeir sem á annað borð ílokka sig niður eftir notkun hugbúnaðar flokka sig helst eftir ritvinnsluforritum. Fáa þekki ég sem segja stoltir "Ég er Harvard Graphics maður" eða "ég er dBase kona", svo dæmi séu tekin. Tilkoma Windows 3.0 breytti miklu fyrir notendur svokallaðra PC tölva. Hér voru komin not- 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.