Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 24
Febrúar 1992 mun auðveldari og auðskiljan- legri en áður, að því tilskildu að þau vinni undir Windows. Þetta er alveg óháð því hvort forritin eru frá ólíkunr framleiðendum eða ekki. Það er auðvelt að flytja töflu úr Excel í WordPerfect fyrir Windows, svo dæmi sé tekið. * Öll notendaskil eru nú stöðluð, svo auðvelt er að læra á ný forrit. Nýju ritvinnsluforritin eru það sem kallað er "WYSIWYG", skjalið sem verið er að vinna með á skjánum, er sem líkast endanlegri útprentaðri útgáfu. Allar aðgerðir, sem snúa að umbroti eru mun auðveldari en áður. Nýir staðlar fyrir samskipti for- rita koma með Windows. Þetta er "DDE" ("Dynamic Data Ex- change") eða virk gagnatengsl og "OLE" ("Object Linking and Embedding"). Stundum nefndir Didde og Ole Johansen. Hægt er að taka töflu úr töflureikni inn í ritvinnslu með virkum gagna- tengslum. Ef töflunni er síðan breytt í töflureikninum breytist taflan sjálfkrafa í ritvinnslu- forritinu. "OLE" hins vegar stendur fyrir það að þegar gögn eru tekin frá öðru forriti, fela þau gögn í sér upplýsingar um uppruna gagn- anna og þegar notandinn tví- smellir á t.d. töflu inni í Word skjali, er viðkomandi töflureiknir ræstur með viðeigandi töflu. Með öðrum orðum, notandinn þarf ekki að þekkja uppruna inn- fluttra gagna lil þess að geta breytt þeirn. Gögnin "þekkja” sjálf uppruna sinn, ef svo mætti að orði komast. Ritvinnsluforritin verða áfrarn notuð við bréfaskriftir, ritgerða- srníð, skýrslugerð og aðra hversdagslega vinnu, en vinnan verður auðveldari og ánægjulegri og gögnin verða glæsilegar úr garði gerð. Að steypa saman gögnum úr mörgum áttum er mun auðveldara. Auðvelt er fyrir hinn dæmigerða ritvinnslunotanda að kynna sér aðrar tegundir af forritum, s.s. töflureikna og teikniforrit og hagnýta sér þau við vinnu sína. Niðurstaðan er aukin framleiðni og glæsilegri skjöl. Samkeppni á sviði rafeindalista Ágúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri Skýrslutæknifélaginu hefur borist tilkynning um Prix Ars Electronica, sem er árleg samkeppni í umsjá einnar af deildum austurríska ríkis- útvarpsins. Keppnin er tengd rafeindalista-og tæknihátíð, sem haldin verður dagana 23. til 27. júní í borginni Linz í Austurríki og nefnist Linzer Kunst und Technologie Festivals, Ars Electronica. Hátíð þessi hefur verið árviss viðburður síðustu fimmárin. Slagorð hennar er nú "Alheimurinn innanverður" eða eitthvað því unt líkt. Svo að hugmyndaríkir lesendur Tölvumála geti farið að spreyta sig á hátæknilist látum við hér fylgja lauslega þýddan útdrátt úr keppnisreglunum, sem að sjálfsögðu eru fáanlegar í fullri lengd á skrifstofu félagsins ásamt viðeigandi skráningareyðu- blöðum. Verðlaunafénemursamtals 1,25 milljón austurrískra Shillinga (um 6 millj. kr.) og skiptist í aðal- og aukaverðlaun í fjórum list- greinum: - Tölvuvædd hreyfimyndlisl (Computeranimation) - Tölvumyndlist (Computergraphik) - Tölvutónlist (Computermusik) - Gagnvirk list (Interaktive Kunst) Keppnin er bæði opin ein- staklingum og hópum. Innsend verk þarf að póstleggja eigi síðar en 29. febrúar 1992. Hver keppandi má mest senda inn þrjú verk. Þaumegaölltilheyrasömu grein keppninnar eða ntis- munandi greinunt. Þeir sem vilja keppa í tölvuvæddri hreyfimyndlist eiga kost á stærstu verðlaununum (300.000 Sh). Þeir skulu senda dómnefndinni VHS myndbandsupptöku af verki sínu. Fjölmargar gerðir tækjabúnaðar eru leyfðar við gerð og frumflutning. Lengd verksins skal vera 2 til 5 mínútur. Tölvumyndlistaverk skal senda inn á Ijósmynd (35 mm slide). Frummiðill verksins á að vera tvívíður (flötur). 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.