Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 27
Febrúar 1992 til sín svo um munar og tölvu- þekking er ekki lengur forréttindi fárra heldur fötlun þeirra sem ekki hafa hana. Skýrslutæknifélagið heldur nú fjórða ET dag sinn í upphafi nýrrar aldar í samskipta- og tölvu- tækni. Það sem við munum sjá hér í dag er aðeins upphafið og næstu ár munu bera í skauti ekki minni þróun en við höfum séð á liðnum árum. Megináherslan á þessari ráðstefnu er á myndræn notendaskil - gluggaumhverfi því öllum má nú vera ljóst að sú framtíð sem þeir félagar hjá Xerox PARC rannsóknarstöð- inni í Palo Alto sáu fyrir sér upp úr 1970 og Apple markaðssetti fyrst fyrirtækja, í verulegum mæli, árið 1983 er komin til að vera. íslenski markaðurinn Þetta ár hefur að mörgu leyti verið gott í tölvuheiminum hér á landi. Á það jafnt við um not- endur sem þá sem selja þjónustu. Ekki leikur vafi á að tölvukaup- endur hafa notið góðs af hinni geysihörðu verðsamkeppni sem verið hefur á árinu og flestir tölvuseljendur hafa aukið velt- una, surnir all verulega. Markað- urinn er orðinn hreinn kaupenda- markaður og ljóst að flestir líta á einmenningstölvu sem hreina verslunarvöru og líta ekki lengur á einstaka framleiðendur sem öðrum fremri að þessu leyti. Breyttur markaður Það er því sama uppi á teningnum hér á landi sem annars staðar að tölvusalar hafa litlar sem engar tekjur af vélbúnaðarsölu en verða í æ ríkari mæli að leita eftir tekjum í sölu á þjónustu og hugbúnaði og samþættingu kerfa. Má búast við því að þeir sem ekki átta sig á þessu í tæka tíð geti fengið hressilegan skell á næsta ári. Tölvusala 1991 Oformleg könnun sem ég hefi gert bendir til þess að þetta ár hafi verið seldar nálægt 6-7000 tölvur með Intel örgjörva og um 1000-1500 Macintosh tölvur. Líklegt er að stóran hluta af söl- unni á Intel tölvum megi rekja til þess að notendur hafa verið að endumýja og kaupa tæki sem geta keyrt Windows 3.0 og þá helst tölvur með 386sx örgjörva. Stærri hluti af sölu Macintosh tölva er til nýrra notenda enda stærstur hluti eldri tölva enn í notkun. Kaup á Macintosh tölvum er fjárfesting til lengri tíma en kaup á Intel tölvu. Stafar það af því að enn vinnur allur nýr hugbúnaður á elstu tölvunum öfugt við það sem gerst hefur með Intel tölvur. Þá er líka ljóst að sala á miðtölvum hefur verið langt undir væntingum og greini- legt að netkerfin hafa hrifsað til sín marga af þeim sem hefðu annars keypt hefðbundið mið- tölvukerfi eða standa frammi fyrir því að endurnýja eldra kerfi. Því rniður er ekkert sem bendir til þess að þetta muni breytast á næsta ári. Þá er og ljóst að árið 1991 var ekki hið, af mörgum langþráða, UNIX ár. Virðist UNIX þó hafa haldið sínu hér á landi og hafa svipaða markaðs- hlutdeild og áður. Ár Windows Árið 1991 var án efa ár Windows og ljóst að almennir kaupendur gera lítinn greinamrun á notenda- skilum Macintosh og Windows. Ætli Apple sér að halda velli sem tölvuframleiðandi með mark- tæka hlutdeild verður fyrirtækið að horfast í augu við þessa staðreynd og lækka verð til jafns við það sem tíðkast á Intel markaðinum. Samstarf Apple og IBM Sá atburður sem mest kom á óvart og vakti mesta athygli á árinu var tilkynningin um samstarf Apple Það er best varðveitta leyndarmál UNIX heimsins að Apple selur mjög gott UNIX stýrikerfi, A/UX og IBM. Gert var samkomulag um sameiginlega þróun nýs stýri- kerfis, aðgang IBM að marg- miðlunartækni Apple, aðgang Apple að RISC örgjörva IBM og samstarf um að gera Macintosh tengjanlegri við IBM umhverfi auk smærri atriða. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif þetta samstarf muni hafa á þróun tölvutækni á næstu árurn. Nokkur atriði eru þegar ljós en önnur eiga eftir að koma fram á næstu mánuðum og árum. Það vekur athygli að hvorugt fyrirtækjanna hefur gert mikið úr þessu samstarfi og takmarkað kynningu við nokkra blaða- mannafundi og fréttatilkynning- ar. Má eflaust rekja það til þess að bæði fyrirtækin hafa á liðnum árum brennt sig á bjartsýnum fullyrðingum og samstarfi við aðra sem síðan hefur koðnað 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.