Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 29
Febrúar 1992 heitið Apple því að þróa PowerPC örgjörva fyrir notkun í ódýrum einmenningstölvum og vinnustöðvum. Mun Motorola framleiða þennan örgjörva sem er samhæfður við stóra bróður frá IBM og hafa heimild til að selja hann hverjum sem er. Með þessu eru tvær flugur slegnar í einu höggi. IBM stækkar markaðinn fyrir Power gjörvann og Apple fær aðgang að öflugum RISC örgjörva. Bæði IBM og Apple munu framleiða tölvur með hinum nýja örgjörva og keppa um markaðshlutdeild. Nú kann einhver að spyrja hvað verði um Macintosh eins og við þekkjum hann í dag og PS/2 tölvur IBM. Bæði fyrirtækin gera sér grein fyrir að útkoma samstarfsins er sýnd veiði en ekki gefin. Því hafa þau bæði gefið út yfirlýsingar um það að þau muni halda áfram að framleiða, þróa og selja tölvur af þeim gerðum sem við nú þekkjum. Þær muni verða til meðan einhver vill kaupa þær. Makkinn er því ekki úr sögunni - enn. Það sem öllum er ekki ljóst hins vegar er að þetta sainstarf mun þegar á næsta ári skila árangri fyrir bæði Apple og IBM þó nýjar tölvur og stýrikerfi líti ekki dagsins ljós fyrr en 1993-94. IBM mun leggja áherslu á að gera Apple kleift að gera Macintoshtölvur tengjanlegar við IBM hug- og vélbúnað til jafns við PC tölvur. Apple getur því státað af góðum tengjanleika viðlBM og Digital tölvur en við þá hefur Apple átt gott samstarf um margra ára skeið. (Til þess var reyndar stofnað til að klekkja á IBM) Það er best varðveitta leyndarmál UNIX heimsins að Apple selur mjög gott UNIX stýrikerfi, A/UX fyrir Macintosh, sem keyrir allan Macintosh hugbúnað auk UNIX hugbúnað- ar. Þessi tækni verður sameinuð AIX stýrikerfi IBM fyrir RISC tölvur þeirra þannig að þegar á næsta ári verða UNIX tölvur IBM færar um að keyra Macintosh hugbúnað. Þetta opnar IBM auðvelda leið að miklu úrvali vandaðs notendahugbúnaðar. En hverju mun þetta samstarf breyta um framþróun tölvutækni? Það ræðst af því hversu vel tekst til um samvinnuna, hvort aðrir framleiðendur fást til þess að framleiða tölvur og nota stýri- kerfið, hvað aðalkeppi- nauturinn, Microsoft, gerir en fyrst og fremst af því hvað markaðurinn vill. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að aukin harka er nú að færast í samkeppnina um stýrikerfi framtíðarinnar. Og hvort sem það verður Microsoft, Apple/IBM eða einhver annar sem verður ofan á þá er ljóst að notendur eiga að halda sig við það sem þeir þekkja þar til þeir sjá hvað út úr þessurn slag kemur. Árið 1992 I ljósi þeirra svartsýnisumræðu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu þá verður því miður að spá því að árið 1992 verði slakt ár fyrir þá sem selja tölvuvörur og - þjónustu. Ujósl er að mikill niðurskurður í ríkiskerfinu mun hafa áhrif á kaup á tölvum og hugbúnaði. Samdráttur í fram- kvæmdum á vegum hins opinbera og minni afli hefur keðjuverkandi áhrif á þjónustugreinarnar í landinu og líkur á að áhrifa þessa samdráttar gæta fram á árið 1993. Má að mörgu leyti líkja þessu tímabili við þann tíma þegarþjóðarsáttin var gerð en þá var svipaður hræðsluáróður hafður uppi með þeim árangri að samdráttur stóð yfir í nærfellt eitt ár. Þá er og til þess að líta að margir hafa á þessu ári endurnýjað tölvukost sinn og því líklegt að auðveldara verði fyrir þá að halda að sér höndum á næsta ári þegar harðnar á dalnum. í trausti þess að menn muni ekki leggja árar í bát ætla ég að velta því aðeins fyrir mér hver þróun verður á næsta ári. Tölvurnar Helsti vaxtarbroddurinn verður í fartölvum sem nú hellast yfir markaðinn á lágu verði. Þessar tölvur eru orðnar jafn öflugar og borðtölvur og skjá- og geymslu- tækni hefur fleygt frain og mun það verða til þess að margir kaupa fartölvu sem aðaltölvu til nota heima og í vinnu. Draga mun verulega úr sölu á einmenningstölvum og búast má við að 386sx tölvur falli í skuggann af 25 til 33 MHz 386 tölvum eða 486sx tölvum. Þetta má rekja að hluta til aukinna krafna um reikniafl vegna Windows og OS/2 og mikillar verðlækkunar á þessum gerðum tölva á næstu misserum. Almennt verða þessar tölvur svo og Macintosh tölvur með 4 MB ritminni sem lágmark og algeng diskstærð verða 100 MB þegar líða tekur á árið. Stýrikerfi Ég hefi því miður ekki trú á að OS/2 muni ná neinu verulegu flugi á árinu, hvað sem síðar kann að verða. Má fyrst og fremst rekja það til fyrri hrakfara 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.