Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 31
Febrúar 1992 höfundaréttur skapar en ekki niá heldur gleyma því að tölvufælni er enn útbreidd og kemur í veg fyrir að stór hluti neytenda muni nýtaþessatækni. Nái þessitækni hins vegar því stigi að almenn þörf verði fyrir hana þá krefst það aukins hraða í samteng- ingum tölva, langt umfram það sem nú þekkist vegna þess gífurlega gagnamagns sem þarf að koma um netin. Skjalavistun og aðgangur að pappírskjölum er stórt vandamál víða. Fyrst og fremst vegna þess tíma sem það tekur að finna slík skjöl aftur en einnig vegna þess rýmis sem þau taka. Þegar eru til kerfi sem leyfa skönnun pappírsskjala inn í tölvu til þess að kalla þau síðan fram með rafrænum hætti á skjá. Þessi tækni er enn á frumstigi og ekki allir sem sjá þann hag af þessari geymsluaðferð sent látinn er í veðri vaka af fylgjendum hennar. Helsti kostur þessarar aðferðar felst í gagna- grunninum sem heldur utan um skjölin og leyfir að kalla þau fram á örskotsstundu. Þessi skjalavistunaraðferð krefst mik- illar bandbreiddar sé hún notuð í miklum mæli ekki síst á milli húsa og landshluta. I vaxandi mæli er farið að smíða skjöl sem geyma tal og hljóð auk texta og mynda. í tölvupóstkerfum er farið að senda saman texta, skjöl og tal sem einn pakka. Stafrænt tal kallar á mikla bandbreidd í samskiptum og því nauðsynlegt að hafa aðgang að háhraðaneti til samskipta. Háhraðanet Þau net sem eru í notkun nú leyfa flutningshraða að 10-16 Mb á sekúndu. Um langt skeið hefur verið í mótun staðall, FDDI, um háhraðanet nreð allt að 100 Mb flutningsgetu. Ennfremur hefur nokkuð verið unnið að því að reyna að flytja 100 Mb gagna- straum á snúnu pari og hefur Árið 1991 var án efa ár Windows nokkuð áunnist, en þegar er farið að flytja 10 og 16 Mb gagna- straurn eftir slíkum strengjum. Talið er að staðall um slík sam- skipti CDDI muni líta Ijós innan ekki langs tíma. Hins vegar er það undantekning ef þörf er á þessum hraða í þeim netum og með þeirri notkun sem nú er á þeim. Vegna sívaxandi þarfar fyrir aukna bandbreidd í gagna- samböndum er ekki fráleitt að ætla að innan áratugs verði komin gagnasambönd sem geta flutt meira en 1 GB. Lokaorð Ég hefi hér stiklað á mjög stóru varðandi það sem búast má við ánæstuárum. Ég ætla að lokum að vekja athygli á þeim vanda- málum sem mér sýnist að verði að leysa að því er varðar notkun einstaklinga á tölvu- og fjar- skiptatækni ef framþróun á að verða. Flestir nota fleiri en eina aðferð til þess að veita öðrum aðgang að sér með aðstoð fjarskipta og tölvukerfa. Má þar nefna lil heima- og vinnusíma, farsíma, bréfsíma, símboða, talhólfaþjónustu, fjarrita, X. 25 net, X. 400 tölvupóstkerfið auk tölvupósthólfa á einni eða fleiri tölvum sem einstaklingurinn hel'ur aðgang að. Öll hafa þessi kerfi sjálfstæð númer þannig að hvern einstakling einkenna 2-12 mismunandi númer. A þessu er sá megingalli að það getur kallað á notkun margra þessara númera að ná til ein- staklingsins og jafnvel þá er ekki tryggt að til hans náist með þeim hætti sem óskað er eða þar sem hann er. Þá háir það hverjum og einum að samskipti hans við umheim- inn eru bundin af þeim tækja- búnaði sem hann hefur aðgang að hverju sinni sem er í mörgum tilvikum ekki hans eigin. Þrátt fyrir 10 mismunandi kerfi getur verið ómögulegt að ná lil hans og honum verið ómögulegt að ná þeinr upplýsingum sem verið er að reyna að koma til hans. Hér þurfa tölvuframleiðendur og fjarskiptaframleiðendur að sam- einast um að leysa þetta vandamál. Fram hefur komið það álit margra að ISDN kerfið muni leysa þessa þörf okkar fyrir aðgang að þeim kerfum sem áður eru nefnd. A þeim tæpu fimmtán árum sem ég hefi starfað við tölvu- og fjarskiptamál hefur ISDN alltaf verið í umræðu og fjallað um það sem hina einu sönnu leið. Því miður hel'ur komið í 1 jós að ISDN er alltaf of lítið of seint og þróunin alltaf verið einu eða tveimur skrefum á undan. Þá leysir það ekki þá þörf að leyfa hreyfanleika einstaklingsins en jafnframt fullan aðgang hans að þessum kerfum og þeirra að honum. Þörf er fyrir nýja hugsun í tölvu- og fjarskiptamálum og sameigin- legt átak þeirra sem við tölvumál starfa. Ég læt ykkur áheyrendur góðir um að velta því fyrir ykkur hvernig framtíðin verður - ég hugsa að þið séuð ekki síður fær um það en ég. 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.