Tölvumál - 01.11.1992, Page 12
Nóvember 1992
PC tölvur og ríkið
Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals hf
Byggt á erindi semflutt var á ráðstefnu SI um ríkið og tölvumálin, 24. september s.l.
Ríkissamningur,
hvers vegna?
Gerir ríkið ekki samninga við t.d.
bílaleigur, bílasala, hótel, ferða-
skrifstofur, hvers vegna ekki við
söluaðila fyrir tölvur? Megin-
tilgangurinn er að fá sem
hagstæðastan búnað fyrir sem
lægst verð. Frjáls samkeppni
verður að ríkja með ákveðnum
lágmarksskilyrðum. Fjölmörg
dæmi eru til um samninga sem
ríkið gerir við einkafyrirtæki og
væri of langt mál að telja þau upp
hér.
Er þörf á
ríkissamningi?
Eins og áður sagði gerir ríkið
samninga við fjöldann allan af
fyrirtækjum. Innkaupastofnun
ríkisins kaupir jafnvel inn sjálf
búnað beint frá erlendum aðilum?
Það er að sjálfsögðu eftir-
sóknarvert að ná í ríkissamning
fyrirflestaaðila,þóekkialla. Það
er einnig ljóst að verðið á mark-
aðnum hefur fljótlega farið niður
í sama verð og ríkisverðið er á
hverjum tíma. Dæmi eru um það
að fyrirtæki hafa ekki sóst eftir
ríkissamningi á tölvumarkaðnum.
Rökin sem þessir aðilar hafa fært
fram eru þau að verð hjá
viðkomandi væri fljótlega komið
niður í það sama og boðið er til
ríkisins.
Það má segja að ríkisverðið hafi
að mörgu leiti flýtt fyrir
verðlækkunum hér á landi. Er
það til óheilla fyrir ríkið og
viðskiptavini ef verðið er lækkað
eins og hægt er? Það er alveg ljóst
að þessi verðlækkun kemur ekki
bara úr vasa seljanda. Þeir hljóta
að reyna að fá sem hagkvæmast
verð á hverjum tíma frá fram-
leiðanda sem síðan skilar sér beint
til viðskiptavinarins.
Þeir aðilar sem hafa verið ráð-
gjafar fyrir ríkið verða þó að
sjálfsögðu að vera ábyrgir gerða
sinna. Ekki er einungis nóg að
velja alltaf lægsta verðið. Það
skal einnig tekið fram að í síðasta
útboði var ekki um það að ræða að
tekin væri lægstbjóðandi eins og
flestir vita sem hafa fylgst með á
tölvumarkaðnum undanfarið.
Þrátt fyrir það hefur orðið töluverð
óánægja hjá vissum hópi aðila,
sérstaklega hjá þeim sem ekki
náðu að gera samning við ríkið.
Hér var þó staðið faglega að verki
og ekki einungis valið eftir verði
eins og áður sagði.
Að mínu áliti hefur ríkissamning-
ur náð tilgangi sínum og verið til
góðs þegar til langtíma er litið.
Hverjir eiga að fá að
bjóða?
Allir? Efekki,hvaðaskilyrðiáþá
að setja?
Auðvel t er að segj a að al 1 i r e igi að
fá að bjóða búnað. Þó verður að
setja ákveðin lágmarksskilyrði.
Hvað með þjónustu? Hvað með
reynslu? Hvað með gæði? Hvað
með getu seljanda til þess að
lagfæra búnað t.d. ef vandamál
koma upp eftir á.
Er einungis nægilegt að seljandi
geti boðið búnaðinn til sölu? Það
er ekki nóg að selja bara tölvur,
heldur verður seljandi að geta
boðið þann aukabúnað sem þarf
til reksturs á slíku kerfi. Má þar
nefna öfluga netstjóra, ör-
yggisafrit, netkort, hugbúnað,
þjónustu og fl.
Öll þekkjum við hinn dæmigerða
íslenska töskuheildsala, er það
aðferð sem við viljum að sé látin
viðgangast hér á landi við sölu á
tölvubúnaði? Ég efast stórlega
um það. Ég held að flestir séu
sammála um það að hagkvæmni
við kaup á tölvubúnaði sé fólgin í
því að sem mest not verði fyrir
hann eftir að hann er keyptur og
rekstraröryggi hans sé tryggt.
Ég tel að setja þurfi almennar
leikreglur sem séu öllum ljósar.
Fyrirtækin sem fái að bjóða þurfi
bæði að uppfylla ákveðin skilyrði
um þjónustu, fjárhagsslöðu,
lágmarksfjölda starfsmanna og
getu til þess að leysa úr tækni-
legum vandamálum, hafi reynslu
af markaðn um sem það getur vísað
í. Það er einnig ljóst að setja
verður ákveðnar reglur um
einstaka hluti búnaðarins. Þar
12 - Tölvumál