Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 22. ágúst 1962. Útgetandi Biaðaútgatan VISIR Ritstiorar Hersteinn Pai.son Gunnar G Schram AðstoðarritstjOrr Axel Thorsternsson Fréttastjón: Porsternn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrrfstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er s5 krónur á mánuði í lausasölu 3 kr eint — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. ---------------------------------—------------------------------------ Sameiginleg afstaöa Fulltrúar Norðurlandanna sátu í síðustu viku ráð- stefnu í Noregi, og var þar rætt um fiskveiðar þjóð- anna og afstöðu til þeirra breytinga, sem verið hafa að gerast í viðskiptamálum álfunnar, svo og þeirra, er verða munu á næstunni. Hefur þar orðið að samkomu- lagi, að Norðurlöndin athugi gaumgæfilega stefnu Efnahagsbandalagsins í fiskveiðamálum og öðrum málum, sem helzt eru skyld þeim og snerta hagsmuni þessara þjóða. Norðurlandaþjóðirnar eru svo stór aðili að fisk- veiðum Evrópu, að þær hafa gífurlegra hagsmuna að gæta í sambandi við þessi mál, að því er snertir afdrif þeirra innan Efnahagsbandalagsins. Var þess vegna nauðsynlegt, að þessar þjóðir kæmu saman til að ráða ráðum sínum, og það var sjálfsagt, að ísland ætti þar fulltrúa. íslenzku fulltrúamir voru tíu talsins, og þótt einhverjum kunni að finnast það stór hópur, er þess að gæta, að hér er um svo mikilvægt mál að ræða fyrir okkur, að við verðum að senda mann- marga nefnd sérfræðinga á slíka fundi. Þá er síður hætta á því, að eitthvað fari framhjá fulltrúum íslands, eins og þegar fáeinir menn þurfa að fylgjast með margvíslegum atriðum á fjölda funda sama þingsins, eins og stundum vill verða. Engum manni, sem hugsar af skynsemi og raun- sæi um þessi mál, getur blandazt hugur um, að ís- lendingar verða að vera í einhverjum tengslum við Efnahagsbandalagið. Við megum ekki höggva á tengsl- in við löndin innan Efnahagsbandalagsins, því að þá verðum við svo að segja ofurseldir viðskiptum við sovétblökkina nær eingöngu, og þar sætum við í flestu lakari kjörum en á hinum frjálsa markaði. En komm- únistar vilja vitanlega að við snúum baki við þjóðum Vestur-Evrópu í viðskiptum sem öðru, því að þeirra vilji er að yfirfæra okkur til austurblakkarinnar, ef þess er nokkur kostur. Kommúnistar berjast ekki fyrir islenzka hags- muni í Efnahagsbandalagsmálum frekar en öðrum málum. Ráðamenn Sovétríkjanna hafa verið andvígir Efnahagsbandalaginu frá öndverðu, og þeir hafa aukið sókn sína gegn því síðan í vor. Samkvæmt því dansa íslenzkir kommúnistar, og þeir stíga ekki íslenzka þjóðdansa nú frekar en endranær. Þjóðviljinn og geimfarar Það er tilkynnt með fimm dálka fyrirsögn f Þjóð- viljanum í gær, að Bandaríkin geti ekki náð Sovét- ríkjunum í geimfer/Savísindum. Það má vel vera, en jafnvel smáríki eins og ísland hafa getað skapað borg- urunum svo góð kjör, að það á langt í land, að sovét- borgarar njóti eins góðra lífskjara — þótt hægt kunni að skjóta þeim til tunglsins eftir nokkur ár. V'SIR SyBvoin Mœnsent: Brezk stórfyrirtæki búast við EBE-aðild Vel fór á með Macmillan og de Gaulle síðast er þeir hittust. Um hásumarið beinast hugir manna á Bretlandi eðlilega nokk uð frá hinum alvarlegu viðfangs efnum, enda varpa sumir frá sér öllum áhyggjum' í bili. Þing- menn fá sitt sumarleyfi sem aðr- ir — og segja má, að í júlí og ágúst fari allir, sem vetlingi geta valdið og nokkur auraráð hafa og tök á — eitthvað, til fjalla, sjávar, upp i sveit til kunningja, eða til annarra landa. Að því er vandamál þings og þjóðar varð- ar ætti þetta þá að vera góð- ur tími til þess að skreppa upp á einhvern sjónarhól, og reyna að líta á málin þaðan, einmitt nú, er deilur hafa hjaðnað nokk uð og mesti hitinn er úr mönn- um, vegna fyrirhugaðrar aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu og vegna annarra mála, sem deil um valda. Fyrst í stað eftir hina miklu endurskipulagningu, sem Mac- millan gerði á stjórn sinni, en hún kom sem reiðarslag yfir marga, var það skoðun margra, að hér væri um ósmátt áhættu- spil að ræða af hálfu Macmill- ans og án efa voru margir sárir i íhaldsflokknum yfir meðferð- inni á Selvvyn Lloyd og öðrum ráðherrum, sem að margra áliti höfðu ekkert annað gert en að framfylgja dyggilega stefnu for- sætisráðherrans. En þegar hinir nýju menn voru teknir við varð ósjálfrátt yfirgnæfandi á ný i flokknum sú tilfinning, að framar öðru bæri að efla flokkinn og styrkja og snúa sér af alefli að viðfangs- efnum, eins og réttast var talið honum til viðhalds og eflingar og þjóðinni til velferðar, og beindust nú hugir manna aftur af alefli að hinu n.ikla máli: Aðild Bretlands að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hér fór fram endurmat á öllu varðandi það mál, en þegar sam- komulag náðist ekki á hinum sögulega fundi í Brussel, sem stóð fram á rauða morgun, og fresta varð samkomulagsumleit- unurn fram í október, kom það i rauninni sem nýtt áfall, því að MacmiIIan gæti nú ekki lagt fyrir forsætisráðherrafund sam- veldisins í september greinar- gerð um samkomulag, sem hann teldi viðunandi lausn fyrir alla, en að því var stefnt að fá slíka lausn. Eftir að þeir, sem eru ákveðn ir stuðningsmenn aðildar, höfðu athugað málið, en meiri hluti þeirra blaða, sem ræða málin rökfast og af alvöru, munu styðja þá, komust þeir niður á tvær röksemdir gegn þeim skoð unum, að hér þyrfti að vera um mikið áfall að ræða. í fyrsta lagi væri örugg bót að því, að leggja málið ekki fyrir forsætisráð- herra samveldisins sem afgert mál, en nægilega mikið liggur fyrir um samkomulagsumleitan- irnar í Brussel til þess að Mac- millan geti látið þeim í té nokk- urn veginn heillega mynd varð- andi skilyrðin og hver áhrif þau muni hafa á lönd þeirra. Sam- tímis verði freistandi fyrir for- sætisráðherrana að telja sér skylt að tefla löndum sínum fram gegn áætlun, sem enn er til umræðu. Hin rökin varða hina dýpri athugun á málunum, því sem til grundvallar liggur, að samkomu lag hefur ekki náðst. Fresturinn muni leiða af sér, að meiri tími muni fást til rannsóknar á því hvers vegna De Gaulle beitti hemlunum í Brussel, hvort það stafar af vandanum, sem er sam fara því, að leysa landbúnaðar- leg, efnahags- og stjórnmálaleg vandamál samtvinnuð landbún- aðarbyltingunni frönsku — eða hvort orsökin sé, að De Gaulle hafi komizt að þeirri niðv.rstöðu, að aðild Bretlands sé ekki sam- ræmanleg því samfélagi, sem hann vill koma á. ■ Morguninn eftir að samkomu- lagsumleitunum var frestað í Brussel hölluðust menn að þessu, en síðan hafa komið fram nokkrir menn, sem reyna að réttlæta afstöðu Frakklands með því, að það sé heppilegra fyrir Frakkland og hin fimm sam- markaðsríkin að fá hlé til þess að ræða innbyrðis hvern skiln- ing skuli leggja í samkomulag um ýmis atriði, sem þegar hefur verið gert, varðandi landbúnað- armálin og aðild Bretlands. Með öðrum orðum, þeir hafa reynt að halda því fram, að frestun á samkomulagsumleitun uin hafi reynzt dulbúin blessun, að því leyti, að vegna hennar var ekki anað út í að gera sam- komulag, sem ekki hefði verið búið að ganga nægilega vel frá, svo að ýmislegt hefði getað Ieitt il skoðanamunar og ágreinings, vegna þess að sami skilningur yrði ekki ríkjandi hjá öllum. En andstæðingar aðildarinnar eru án vafa að búa sig undir lokaorrustuna í haust. Þeirra veika hlið er, að þeim hefur ekki tekizt að leggja fram >, trausta umbótaáætlun um við- skipti Bretlands og samveldis- ins er hæfir skilyrðum þeim, sem ríkjandi eru um miðbik tuttugusu aldar. Macmillan er það án efa dul inn styrkur, að brezk stórfyrir- tæki (British Big Business), haga öllu yfirleitt þannig, að þau gera ráð fyrir, að af brezkri aðild verði. Þessi skoðun kemur fram í Financial Times, blaði, sem hefur sennilega lagt miklu meiri vinnu í nákvæma og skipu lega athugun á vandamálum Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.