Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 22. ágúst 1962. 10 VISIR „fljúgandi teppið" kalla IAIL RISES IN RESfONSE TO UfWikRD MOTION *T TRONT <eir nýja Morris-bílinn í Stjörnubíó er nú sýnd em af nýjustu myndum Brigitte Bardot og vafalaust sú bezta. Nefnist hún „Sannleikurinn um lífið“ (La Verité) og hefur hlot- ið mikið af verðlaunum, meðal annars sem bezta franska kvik- myndin árið 1961. Það orkar' alltaf tvímælis að ætlast til tvenns konar fullkomnunar af sömu manneskjunni. Flestir hafa verið fullkomlega ánægðir með Bardot sem augnayndi, án þess að ætlast til að hún nái neinum hátindum leiklistar. Það hefur henni þó tekizt i þessari mynd og er hin mesta ánægja á að horfa. Mynd þessi fjallar um unga siðlausa stúlku, sem' flýtur í gegnum lífið, án þess að skeyta nokkuð um hvert hún stefnir. Það endar með því að hún lend- ir út í vændi og myrðir loks eina manninn sem hún elskai;. Það má segja, að þetta sé ekki nýstárlegt efni í franskri mynd, en ekki verður annað sagt, en að meðferð efnisins er óvenju- lega góð. Myndin fjallar um siðleysi, Þannig lítur Morris Marina út. Fjögra manna bíll, talinn heppilegur fyrir vonda vegi. Morris-verksmiðjurnar í Eng- landi sýndu í síðustu viku nýja bílategund, sem þær hafa byrjað framleiðslu á. Bíllinn kallast Morris Marina og vekur hann þegar mikla at- hygli fyrir tæknilegar nýjungar sem koma fram i honum. Sérstaklega þykir fjöðrunar- kerfið í honum fullkomið. Það er alveg nýtt af nálinni og segja bilsérfræðingar að þar sé um að ræða gerbyltingu. Engar fjaðrir, engir gormar engir vanalegir höggdeifarar eru á Morris Marina, aðeins einfalt vökvakerfi, sem jafnar þrýstingn um niður á hjólin, svo að allur hristingur er úr sögunni. Þar með er kominn bíllinn fyrir hol- ótta malarborna vegi. Þeir bílsérfræðingar ensku blaðanna, sem hafa reynt akstur í Morris Marine eiga varla nógu sterk orð til að lýsa því, hve full komið þetta fjöðrunarkerfi er. „Það er eins og að fjaðra á fljúg andi teppi“. Fyrir nokkrum árum tóku Citroen-verksmiðjurnar í Frakk- landi upp slíkt vökvafjöðrunar- kerfi. Á sumum nýjustu strætis vögnunum í Reykjavík, af Volvo gerð var þessi leið einnig reynd með gúmmípúðum. En á Morris Marina er kerfið fullkomið. Það er einfaldlega í því fólgið, að fjórir vatns-dúnk- ar eru á bílnum, einn við hvert hjól. í þeim er lögur, sem er vatn og spíritus blandað saman til helminga. Upp í hvern dunk gengur bulla frá hjólinu, sem þrýstir vatninu ef mishæð kemur út úr dunknum eftir pípum yfir í hina dunkana. Þannig heldur vagninn sínu striki, hossast ekkert né hristist, helzt láréttur á beygj- um, en þrýstingur af holum og mishæðum jafnást milli allra hjólanna. Morris Marina er leynivopn Breta á bílamarkaðnum í Evr- ópu, ef þeir gerast aðilar að Efnahagsbandalaginu eins og enn er gert ráð fyrir. Það vek- ur sérstaka athygli, að með þessari bifreið virðist sem Bret- ar séu að yfirvinna hina gömlu íhaldssemi sína. Hugsið ykkur t.d. að brezk bíiaverksmiðja skuli nú í fyrstn sinn taka upp framhjóladrif og liggur vélin þvert í vélarhúsinu. Og útlit bílsins brýtur í bága við erfðavenjur og þá stöðnun sem var orðin I brezkri bílafram leiðslu. Á myndinni sést, hve sérkennileg bifreiðin er, en hún er teiknuð af hinum fræga it- alska bílaarkitekt Farina. Morris terina er fjögra sæta almenningsbifreið og lík- Utsvörin á Akranesi Niðurjöfnun útsvara á Akranesi er lokið. Jafnað var niður 16 milljón- um 409.200 kr. á 1184 einstaklinga og 42 félög. Útsvör einstaklinga voru kr. 13.362.600, útsvör félaga kr. 847.700 og aðstöðugjöld kr. 2.218.900. Jafnað var niður eftir lögboðn- um stiga og veittur allur lögleyfð- ur frádráttur. Þá var einnig notuð heimild til að lækka útsvör ein- staklinga um 800 krónur og síðan voru öll útsvör lækkuð um 13.5%. legt að hún kosti 130 — 140 þús. krónur hingað komin. Benzín- eyðslan er 6 — 7 lítrar á 100 km, en vélin er 50 hestafla. Hæstu einstaklingarnir urðu: Kr. Garðar Finnsson skipstjóri 133.100 Ingimundur Ingimundarson skipstjóri 131.700 Högni Ingimundars. stýrim 94.200 Óskar Hervarðsson vélstj. 91.000 Einar Árnason skipstjóri 87.800 Jón Einarsson vélstjóri 82.300 Afturendinn rís upp við mis- hæð og þrýstir að framan verðu. Framendinn rís upp við mis- hæð og þrýstir að aftan- verðu. Hæstu félögin urðu: Sementsverksm. ríkisins 259.400 Haraldur Böðvarss. & Co. 183.900 Sig. Hallbjörnsson h.f. 128.200 Hæstu aðstöðugjöldin: Haraldur Böðvarsson h.f. 677.900 t Fiskiver h.f. 243.600 ^ Síldar- og fiskimjölsv.sm. 216 800 ) Sig. Hallbjörnsson h.f. 151.900 ^ Heimaskagi 123.800 Tónabíó er byrjað sýningar á litkvikmyndinni Hetjur ridd- araliðsins sem á ensku nefnist „The Ho_ j soldiers", með John Wayne og William Holden í að- alhlutverkum, en leikstjórn ann aðist John Ford. Handritið er samið upp úr skáldsögu Har- olds Sinclair. Sagan hefst í apríl 1863 á tíma borgarastyrjaldar- innar í Bandaríkjunum, þegar Grant hershöfðingi hefur verið stöðvaður við Vicksburg. — Myndin er efnismikil og vel leik in, af kunnum leikurum og vin- sælum, og við ágæta leikstjórn. Brigitte Bardot í kvikmyndinni I Stjörnubíói. fyrir mistök og sendur til af- skekktrar eyjar í Kyrrahafinu, þar sem allir eru að brjálast. bókstaflega meini, úr leiðind- um. Yfirmaðurinn á staðnum er hálftruflaður (Ernie Kovacs, sem nýlega er látinn), enda tekst Shawn að telja hann á um að byggja hótel á staðnum úr efni frá hernum. Til aðstoð- ar hafa þeir einn kvenmann úr kvennadeild flughersins og er eina erindi hennar í myndina, að sjá fyrir því að Kovacs hafi einhverja kvenveru til að verða ástfanginn af. Þegar hótelið er komið upp, um miðja kvikmynd, er ekki annað eftir en að sýna fram á það, að allir sem stjórna hern- um séu fullkomnir fávitar og reyna að sanna það að eðlilegt sé, að stela frá hernum ef svo hittist á að ekki er verið að nota hlutina í augnablikinu. Það er rétt að geta þess, að þetta á að vera gamanmynd sem stendur í hvorki meira né minna en tvo tíma og átta mín- útur. Það sem út kemur er korter af fyndni, en nær tveir tímar af algerri vitleysu. Þetta er því Ieiðara, sem bæði Kovacs og Shaw eru ágætir gamanleik- arar, en fá ekki aðgert fyrir efninu. Ó. S. ☆ n þess að vera siðlaus. Er hún byggð í kringum réttarhöldin yfir stúlkunni og líf hennar sýnt í köflum á milli. Það sem mesta furðu vekur, eru vafa- laust hinar undarlegu aðfarir við réttarhöldin. Varð ekki bet- ur séð en lögfræöingum væri þar allt leyfilegt og að örlög stúlkunnar væru aukaatriði, miðað við baráttu þeirra. Ó- venju- vel tekst að komast hjá því að svara öllum þeim mór- ölsku spurningum sem varpað er fram, en myndin er samt þess virði að sjá hana. Er þar aðallega fyrir að þakka Bardot og leikstjóranum, sem gera sína hluti með einstakri prýði. í Nýja Bíó er sýnd mynd sem nefnist á íslenzku „Hótel á heitum stað“, en á ensku Wake me when i't’s over. Fjallar hún um kráareiganda, sem er hinn mesti sakleysingi (Dick Shawn). Er hann kallaður í flugherinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.