Vísir - 23.08.1962, Síða 1

Vísir - 23.08.1962, Síða 1
VÍSIR 52. árg. — Fimmtudagur 23. ágúst 1962. — 197. tbl. Spren I VORPUNNI! Sprengja í vörpunni! Þetta kall kvað við úr stýris- húsi vélskipsins Sæborg, er skipið var að veiðum við Eld- ey síðdegis á föstudag. Þegar betur var að gáð sáu skipsmenn að þetta var rétt. Það skein í hlut sem líktist ryðgaðri tunnu milli gljáandi golþorskanna. Skipstjórinn á Sæborgu hafði vaðið fyrir neð an sig og tilkynnti Landhelgis- gæzlunni að hann hefði veitt furðufisk í net sin. Bað hann um aðstoð til þess að losna við þennan óboðna gest. Pétur Sig- urðsson, flotaforingi, hafði sam band við kollega sinn á Kefla- víkurflugvelli, Morre aðmírál. Sá gaf sveinum sínum skipun um að vera á bryggjunni í Keflavík er Sæborg kæmi úr þessari óvenjulegu veiðiför. Bandaríkjamennirnir, sér- menntaðir sprengjumenn, komu Framh. á bls. 5. iHvað segir Dýraverndunarfélagið?! Það glittir i sprengjuna milli þess gula. Næsta fiskimála- ráðstefna hér I LOK fiskimálaráðstefnunnar i Þrándheimi bauð Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, til næstu fiskimálaráðstefnu hér í Reykjavík. Verður hún haldin eftir tvö ár. Slík ráðstefna nef ir verið haldin hér einu sinni áður, árið 1954. Það kom m.a. fram á ráðstefn unni að Norðurlöndin veiða 3 millj. lesta af fiski, Bretland 1 millj. lesta og EBE löndin sex 1,7 millj. lesta. Ráðstefnumenn koma nú sem óðast til landsins frá Þránd- heimi. Frá eldistjöminni við Hafnarfjörð. Þúsundir eldissilunga deyja úr sulti við Hafnarfjörð Betra væri að lóga þeim en misþyrma þeim Nálægt Þórsbergi við Hafnarf jörð eru leifar af fiskeldisstöð, sem starf- rækt hefur verið í nokk- ur ár. Stöðin virðist hins vegar hafa verið van- rækt í sumar og er regn- bogasilungur í stöðinni í svelti. Er þar um að ræða nokkrar þúsundir regnbogasilunga. Hafa þeir verið sveltir í nokkra mánuði og væri nær að lóga fiskunum en fara svo með þá. Það er áríðandi að gefa eldis- silungum yfir heitasta árstím- ann. Þarf að hella daglega í tjarnimar talsverðu magni af möluðum fiskúrgangi. Þetta hefur ekki verið gert. Sá sil- ungur, sem er í vatninu er kvið- dreginn og mjög illa haldinn af sulti. Sést það, hve gráðugur hann er af því, að ef menn stinga fingri niður í tjörnina, koma silungarnir strax og bíta í fingurinn. Talið er að fiskeldisstöðin hafi verið í vaneldi í nokkra mánuði og ættu opinberir aðilj- ar að hindra að slíkum fiski sé misþyrmt að óþörfu. Auk silungsins í tjöminni eru þama nokkiir seyði f fjórum cldiskössum og hafa þau ekki heldur fengið fóður nýlega. Seyðum þarf að gefa hakkaða nautalifur 3 til 4 sinnum á dag, en þau hafa ekkert fæði fengið í Iengri tíma. Afleiðingin hefur orðið að flest seyðin hafa drep- izt og hin hafa þá étið hræin af þeim. Kviðdreginn og soltinn silungur dreginn á land. Skaðabótamúl vegna ís- lenzkra Evrépufrímerkja waawiBW—i Óvenjulegt mál er nú rekið fyr- ir bæjarþingi í Kaupmannahöfn. Það er skaðabótamál höfðað gegn frímerkjakaupmanni einum i Höfn að nafni Fogh, sem hafði heitið fjölda manns að útvega því öll Evrópufrímerki, sem voru gefin út í fyrrahaust, eða Evrópufrimerki tólf landa. En þegar til kom sendi hann við- skiptavinum sínum aðeins tíu merkjanna og kvaðst ekki hafa get- ntsmtNHkuai að fengið Evrópumerkin frá Islandi og Tyrklandi, þau hefðu selzt upp. Einn viðskiptavina Foghs hefur nú höfðað mál gegn honum og krefst þess, að hann bæti fjárhags- tjón sitt við það að hann þurfi að kaupa frímerkin frá Islandi og Tyrklandi á margfallt hærra verði. Fogh neitar að greiða þessar skaðabætur og segir að hér hafi valdið óviðráðanlegar ástæður. Hann segist hafa pantað frímerkin hjá póststjórnum Islands og Tyrk- lands og greitt þau fyrirfram, en ekki fengið þau þrátt fyrir það. Þessu hafnar kaupandi og segir, að hér hafi engin óviðráðanleg at- vik komið fyrir, enda hafi það sýnt sig að aðrir frímerkjakaup- menn í Danmörku hafi útveg- að kau. mdum sínum islenzku og tyrknesku frímerkin enda þótt þeir Framhald á bls. 5. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.