Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 23. ágúst 1962. VlSIR jjtilt manns, svipur og yfirbragð eru e. t. v. þýð ingarmeiri í Bandaríkj- unum en í nokkru öðru landi. Það virðist vera þar næstum því algengt skilyrði fyrir frama manna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu, að þeir séu myndarlegir á velli. Það hefur löngum verið sagt, að tannpastabros sé mikilvægara í kosn- ingum í Bandaríkjunum en langar ræður. Sáma gildir á ótal öðrum svið- um og þá ekki síður fyr- ir kvenfóikið en karl- Gérfræðingar þeir sem fram- kvæma slíkar aðgerðir eru 'nú orðnir um 400 í öllum Banda ríkjunum, en þeim fjölgar á hverju ári um 30. Upphaf þess- arar lækningagreinar kom upp þannig, að sérfræðingar lögðu á sig mikla fyrirhöfn og nýjar leiðir voru fundnar til að bæta úr andlitsskemmdum, t.d. eftir bruna og sprengingar. Er það í rauninni dásamlegt, hve vísind in hafa náð miklum árangri í að græða hold og skinn, þar sem ella hefðu verið ægileg brunasár. Út frá þvi var svo farið að laga ýmiss konar með fædd líkamslýti, en nú hefur þetta komizt út í slíkar öfgar, að fólk er farið að láta breyta andliti sínu eftir tízkunni hverju sinni. í lækningadeildum þessum er breytt lögun á eyrum, undirhök ur og hrukkur fjarlægðar. Auk Skurðaðgerðin er síðan fram- kvæmd með staðdeyfingu og er sársaukalaus. Hún stendur yfir allt frá hálftíma til tveggja klst. eftir því, hve mikla breytingu í að gera. Það er hægt að gera næstum hvaða breytingu sem er á nef- inu, á nasavængjum, nefbroddi, nefhrygg. Hægt er að bæta við eða taka af nefbrjóskinu, nema burt „kartöflunef", breyta söð- ulbökuðu nefi í arnarnef og öf- ugt og klippa af nefi sem slútir of langt niður. En erfiðasta að- gerðin er þó talin að breyta króknefi Gyðinga í beint nor- rænt nef. Engin merki verða sjáanleg í húðinni eftir aðgerðina. Eftir getur fólk snúið aftur til vinnu sinnar eins og ekkert hafi f skorizt, sem nýr og betri mað- ur. Þannig getið þér auðveldlega keypt yður nýtt nef. Verðið er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað aðgerðin er mikil eða frá 300 dollurum og upp í 1000 doll ara. Lang algengasta verðið er um 400 dollarar. ☆ TVTefverðið er svo ódýrt þar sem heita má að þar sé komið á fjöldaframleiðsluverð. Aðrar andlits og líkamsbreyting ar eru yfirleitt dýrari. Fjarlæg- ing á undirhöku kostar til jafn- aðar 750 dollara, að fjarlægja poka undir augum kostar um 500 dollara og um 1000 dollara kostar að slétta úr andlits- Bell flugvélaverksmiðja í Buff- alo, hve mikill árangur hafði náðst með aðgerðum á frönsku flugkonunni. Hann ákvað þá að gefa milljónaupphæð til stofn- unar sérstaks sjúkrahúss, er lag færði andlitslýti. Sjúkrahúsið var stofnað árið 1955. Fyrsti sjúklingurinn var drengur sem hafði fæðzt eyrnalaus, annar var lögfræðingur einn, sem hafði algerlega misst nefið í bílslysi. Svo mikil kraftaverk hafa verið unnin á þessu sjúkra húsi á slösuðu og vansköpuðu fólki, að það hefur vakið sam- úð og fégjafirnar hafa streymt til þess. Á hverju ári útskrifast hundruð og þúsundir manna frá því með nýtt andlit og hvergi f heiminum er framleitt eins mikið af nýjum nefjum. En á síðustu árum hafa and- litsbreytingarnar farið út í öfg- ar. Aðgerðin er svo auðveld og ódýr, að menn fara ekki aðeins til þess að láta lagfæra van- sköpun eða meiðsl, heldur vegna þess að þá langar til að fá nýja tegund nefs, — nef sem er í tfzku. Bandarískur læknir dr. Oscar Becker við háskólann í Illinois hefur nýlega ritað grein um þetta. Hann segir þar m.a. um neftízkuna: „Fyrir mörgum árum var f tízku nef eins og kvikmynda- leikkonan Myrna Loy hafði. Sfð an breyttist tízkan og konur vildu fá Hedy Lamarr-nef, þá Grace Kelly-nef og Elizabet Taylor-nef. 1 dag er nef forsetafrúarinn- ar, Jacqueline Kennedy í tízku. Þúsundir bandarfskra kvenna kvenna í því efni margs konar. Fer það bæði eftir því hvaða konur eru frægar hverju sinni og svo nokkuð eftir kvenfata- tfzkunni. Þegar pilsfaldamir mennma. stis■ ☆ Viltii kanpa nýtt nef? Vegna þessa eyða Bandarfkja menn hlutfallslega meim en aðr ar þjóðir f fegrunarmeðul ýmiss konar og á síðustu árum fer það mjög f vöxt að menn láti breyta andliti sínu með plast- ískum skurðaðgerðum. Er nú svo komið að f þetta er eytt á hverju ári milljörðum dollara. andlitsaðgerðanna eru brjóst svo stækkuð og minnkuð eftir þörfum. En fyrst og fremst er það þó hinn svipmikli fjallgarður and- Iitsins, nefið sem aðgerðirnar snúast um. Ekkert setur eins mikinn svip á andlitið, og ekk- ert er eins mikið til lýta og ljótt nef. Félagsskapur sá, sem fegrun- arlæknarnir hafa stofnað með sér kallast American Society of Plastic and Reconstructive Sur- gery. Hann gefur út skýrslur um starfið á hverju ári. Þar kemur það fram að á hverju ári láta 30-50 þúsund Bandaríkja- menn breyta á sér nefinu. Nefskurður er lang algeng- asta aðgerðin enda hefur hann nú náð mestri fullkomnun. Er nú svo komið að hægt er að framkvæma nefbreytingu á fá- einum dögum og kostnaðurinn ekki meiri en það að flestir geta veitt sér það. ☆ ^ður en skurðaðgerðin er framkvæmd skoðar læknir- inn nefið vandlega, lætur taka myndir af andlitinu frá ýmsum hliðum. Síðan teiknar hanri ýmsar tegundir nefja inn á myndirnar og ,,siúklingurinn“ getur velt þeim fyrir sér og val ið úr. Við valið nýtur hann ráð legginga læknisins, sem bendir á hvaða nefgerðir séu í beztu samræmi við andlitið. hrukkum. Andlitshrukkurnar eru einna erfiðastar viðfangs, því að skera þarf víðsvegar ræmur úr húðinni og „sjúkling- urinn“ þarf að koma oft til að- gerðar með nokkru millibili. Tekur slík aðgerð því tvö ár. Fulkomnustu nef Bandaríkj- anna fást í læknastofu í New York, sem hefur nefaðgerðir að sérgrein og er deild í Institute for Reconstructive Plastic Sur- gery. Deild þessi var stofnuð fyrir nokkrum árum og var til- efnið að nokkru leyti hin ægi- legu andlitsmeiðsl frönsku flug- konunnar Jasqueline Auriol, tengdadóttur Frakklandsforseta Árið 1949 lenti hún í flugslysi, þegar flugvél hennar hrapaði niður á Signubaka. Hún hélt lífinu en var hræðilega afmynd uð í andliti. Hún var flutt til Bandaríkjanna og þar voru nokkrir færustu sérfræðingar kallaðir saman til að lagfæra andlitsmeiðslin. Þeim tókst að gefa henni nýtt andlit og var það mikill sigur fyrir þá, þegar hin nýja Jacqueline Auriol með nýja andlitið var fyrir nokkru valin í hóp fegurstu kvenna Frakklands. En það varð ekki fyrirhafnarlaust, því að flugkon an gekk undir samtals 22 and- litsuppskurði. hafa keypt sér forsetafrúarnef á síðustu tveimur árum. ☆ Cömu tilhneygingarinnar verð- ur vart í líkamsbreyting- um þeim sem einnig er farið að framkvæma aðallega á konum. Það er hægt með ýmsum að- gerðum að breyta verulega lík- amsbyggingunni og eru óskir ☆ Ijað barst til eyrna Lawrence Bell forstjóra hinna frægu Það kostar aðeins 16 þúsund Ifrónur í Banda- ríkjunum hækkuðu fyrir nokkru upp á og uppfyrir hnéskel, þurftu þúsund ir kvenna að láta lagfæra á sér hné og fætur. Það versta við þessar aðgerð ir er að sjúklingurinn verði eft ir á ekki ánægðurmeðnefiðsem hann hefur fengið. Það getur verið að hann hafi valið á- kveðna neflögun eftir ljósmynd, en svo tekst ekki nákvæmlega að ná henni eða honum líkar ekki við það, þegar hann fer að bera það. Eru málsóknir nú orðnar allmargar vegna þessa og hafa lækningastofur flestar tryggt sig gegn þessu. Nýlega hefur t.d. verið rætt mikið í Hollywood um mál sýn- ingarstúlkunnar og ljósmynda- fyrirsætunnar Bunny Hare. — Henni fannst nefið á sér ekki nógu gott til Ijósmyndunar og fór til fegrunarlæknis og bað hann um „photogeniskt" nef, þ.e. sem tæki sig vel út á mynd um. Læknirinn lofaði að gefa henni „photogeniskt" nef. En eftir að nefskurður hafði farið fram, komst Bunny að þvi, að nýja nefið tók sig enn verr út á myndum en það gamja og nú gerðist það jafnvel að Ijós- myndararnir vildu ekki sjá leng ur að taka mynd af henni. Vegna þessa fór Bunny í mál og fékk sér dæmdar frá tryggingafélagi 25 þúsund doll ara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.