Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. ágúst 1962. VÍSIR Banatilræði við De Gaulle De Gaulle Frakklands- forseta var sýnt banatil- ræði í gærkvöldi, er hon- um og konu hans og tengdasyni var ekið í bif- reið frá París að afloknum stjórnarfundi. — Tilræðis- menn voru í tveimur bif- reiðum og sátu fyrir for- setabifreiðinni og skutu á hana af vélbyssum. Mun- aði ekki nema hársbreidd, að skot-kæmi í höfuð for- setans, er skotið var gegn- um rúðuna aftan á bifreið- arhúsinu, en rúða þar sem forsetafrúin sat mölbrotn- aði í skothríðinni. Fyrsti f undur - Framhald af bls. 16. anir, eða hann sjálfur gert það, telji hann það nauðsynlegt. Eins og áður hefur verið getið hafa prentarar borið fram kröf- ur um hækkað kaup og aukin fríðindi og sagt upp samningum frá X. september að telja, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Um horfumar er ekki unht á þessu stigi að segja neitt frek- ara en gert hefur verið, en fund- urinn f kvöld er að sjálfsögðu hinn mikilvægasti með tilliti til þess, sem næst gerist, hvort til verkfallsboðunar kcmur o. s. frv. Árásin var gerð þar sem hring- akstur er í úthverfinu Petit Clam- art fyrir utan Villa Gublay. í fyrstu héldu menn að hjólbarðamir hefðu eyðilagzt í skothríðinni, þótt þeir væru styrktir gegn skotum, og kom í Ijós, að hægt var að halda áfram, og var svo ekið á ákvörðunarstað, herflugvallar nokkurs, þar sem flugvél beið til þess að flytja De Gaulle til sveit- arseturs hans. Var heimferðaráætl- uninni haldið óbreyttri. Tveir menn í einkabifreiðum særðust í skothríðinni og kúla fór gegnum hjálm Iögreglumanns á bifhjóli, en manninn sakaði ekki. Mikil leit er hafin að tilræðis- mönnum. Talið er, að hér hafi um 10 menn verið að verki, og séu þeir OAS-hryðjuverkamenn. Fund- izt hefir mannláus bifreið og var í henni vélbyssa, sem vafalaust hef- ur verið notuð f árásinni, því við- búnaður hafði verið til þess að sprengja hana f loft upp. Fannst í henni ósprungin tímasprengja. Hafði hún ekki sprungið vegna ó- lags á kveikiútbúnaðinum. Þetta var í fjórða skipti, sem De Gaulle var sýnt banatilræði — seinast í desember á fyrra ári, er skilin var eftir sprengja f bifreið hans. De Gaulle. 10 þúsund tunnur Leiðrétting. 1 frásögn af glímusýningu í Ár- bæ í blaðinu í fyrradag var sagt að stjórnandi sýningarinnar héti Hörður Guðmundsson. Þetta var rangt, hann er Gunnarsson. - Ein söltunarstöð á landinu | hefur komizt yfir 10 þús. tn. Er það söltunarstöðin Hafaldan á Seyðisfirði, sem Sveinn Bene- diktsson seldi Ólafi Óskarssyni sl. vor. Þegar tfu þúsundasta tunnan var söltuð fékk stúlka sú sem saltaði hana, sérstök aukaverðlaun, búsund krónur. Sú, sem verðlaunin hlaut er i 13 ára gömul stúlka frá Grinda vík, Þóra Haraldsdóttir. Hún hefur áður saltað með móður sinni, en þctta er fyrsta sumar ið sem hún saltar ein. Hún er mjög dugleg stúlka þótt svona ung sé. Þóra fer f gagnfræða- skóla f haust. Sprengja - Framhald af bls. 1. ust fljótt að þvf að hér var um djúpsprengju að ræða frá síð- ustu styrjöld. Bóma Sæborgar var notuð við að lyfta sprengj- unni á vörubíl og f snarhasti var ekið til sprengjuvallar varnarliðsins. Þar var sprengj-1 an sprengd í loft upp með TNT j sprengiefni. i 5 Ragnar Halldórsson afgreiðslumaður afhendir frú Ágústu Jónas- dóttur vinninginn í áskrifendahappdrættinu. Vinningurínn varð afmælisgjöf Dregið hefur verið í Vísishepp- drættinu, og vinningurinn, vörur af eigin Vali úr verzluninni Valver, hlaut Ágústa Jónasdóttir, húsmóð- ir úr Vesturbænum. Við komum að rétt í því að afgreiðslumaður Vís- is afhenti Ágústu vinninginn og smelltum einni mynd af við tæki- færið. „Þetta er aldeilis afmælisgjöf," sagði Ágústa, „ég á afmæli þann 24. ágúst, og betri gjöf get ég líklega ekki fengið.“ Hún leit á vinninginn, diska og bolla og skálar úr leir og stál- hnífapör af vönduðustu og skemmti legustu gerð. „Ja, það er óhætt að segja, þetta kemur sér sannarlega vel.“ Þú hefur kannske gerzt áskrif- andi að Vísi, með það í huga að hreppa þennan glæsilega vinning í happdrættinu? Nei, síður en svo. Það hvarflaði aldrei að mér að ég mundi vinna f því. Maður er alltaf að spila í I þessum happdrættum, og vinnur aldrei neitt. Annars er ég búin að vera á- skrifandi að Vísi síðastliðin tvö ár. Krakkamir mfnir voru vanir að kaupa hann í lausasölu, svo stund- um vora þetta fjögur blöð komin heim á hverjum degi. Það er eins gott að vera áskrifandi, ég tala nú ekki um verðið. Og hvernig lízt þér svo á vör- urnar, sem þú færð hér f Valver? Svo sannarjega vel, það er varla völ á betra, sagði Ágústa að Iok- um. Skaðabótamól Framhald af bls. 1. þyrftu að greiða hærra verð fyrir þau og töpuðu þannig á þeim. Úrslit f þessu ináli er beðið með eftirvæntingu meðal danskra frí- merkjasafnara, því að fjöldi ann- arra hafði pantað frímerki á á- skriftarverði hjá sama kaupmanni. Starfsstúlka á ritstjórn Stúlka óskast til starfa á ritstjórn Vísis. Góð undirstöðumenntun nauðsynleg, helzt stúd- entspróf, staðgóð tungumálaþekking og vél- ritunarkunnátta. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Vísis, Laugavegi 178. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.