Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 6
VISIR Fimmtudagur 23. ágúst 1962. Fyrsti frystitogari Breta Fyrsti frystitogari Breta, Jun- ella, var væntanlegur tii Hull úr fyrstu veiöiferðinni í gær. Var togarinn á veiðum við Grænland og er aflinn um 300 tonn. Veiðitíminn var um mán- uður. Togarinn er skuttogari og er allur aflinn hraðfrystur. Fer frystingin fram í síðasta lagi 24 stundum eftir að fiskurinn kemur um borð. Er hér um merka nýjung að ræða i gerð togara og mjög at- hyglisvert fyrir okltur íslend- inga að fylgjast með þeirri reynslu sem Bretar fá af togar- anum. Fiskurinn er frýstur i 70 lbs. blokkum og er unnt að frysta 12.000 slíkar blokkir í veiðiför eða 25 tonn á dag. Afl- anum er steypt niður á neðra dekkið, vinnudekkið, um leið og hann kemur um borð. Þar er hann þveginn og síðan strax frystur. 1 reynsluförinni kom { það í ljós að mjög auðvelt var) fyrir skipshöfnina að athafna; sig á dekki sökum þess hve þar^ er rúmgott. -sjv Skipið er 240 fet á Iengd, { innan við 1000 tonn. Eigandi eri J. Marr & Sons í Hull. Hefur* togarinn vakið geysiathygliá meðal fiski- og útgerðarmanna “ í Bretlandi. Þessi mynd var tekin af Jun- ella skömmu áður en hinn nýstárlegi togari lét úr höfn í Hull. Aðrir frystitogarar, sem á markaðipn eru komnir, hafa verið miklu stærri, verksmiðju- togarar um 2.500 tonif. fllÍllÍllllSiÍllliiIÍÍin llSISi Ifell! ...., ......& 11 1] Kátir söngvasvein- ar koma mánudag Karlakórinn Fóstbræður hefir boðið kunningjum og koliegum 1 Finnlandi, hinum fræga karlakór Muntra Musikanter, til Islands, og koma hinir „kátu söngvasveinar" til Reykjavikur á mánudag, og halda tvenna tónleika, aðra i Há- skólabíói og hina á Akureyrarhátíð inni. Þegar Fóstbræður fóru I söngför- ina til Finnlands og Sovétríkjanna fyrir ári, „tókust sérstakir kærleik- ar með þeim og Muntra Musikant- er“ að því er fararstjórinn i þeirri ferð, Ágúst Bjarnason sagði í gær. Muntra Musikanter er einn elzti og trúlega víðförulasti, frægasti og stærsti karlpkór Norðurlanda. Hann tók til starfaTyrir 80 árum og hefir notið Ieiðsagnar margra kunnustu tónskálda Finna, svo sem Wegelius ar (er var tónsmíðakennari Sibelius ar), Kajanusar og Funteks. Núver- andi söngstjóri er eitt frægasta nú- lifandi tónskáld Finna, Erik Berg- man (sem hlotið hefir alþjóðleg verðlaun) og syngur kórinn nokkur verk eftir hann hér, en annars er valið frá ýmsum löndum á söng- skrána. Kórinn syngur aðeins einu sinni I Reykjavik. Sá samsöngur verður í Háskóiabiói þriðjudaginn 28. ág. Styrktarfélagar Fóstbræðra fá flesta miðana, en það sem afgangs er, verður til sölu og tilkynnt nán- ar um það í blöðum á morgun. Bæjarstjórn Akureyrar býður kórnum norður á 100 ára afmæli bæjarins og syngur kórinn þar. Verður flogið norður, en ekið í bíl- um til baka og snæddur dagverður í Hótel Bifröst f boði SÍS. Borgar- fföeiri sífid en í fyrrcs Heildarsildarafiinn á landinu er orðinn um 200 þús. mál og tunnum meiri en á sama tíma i fyrra, eða 1.684.158 mál og tunnur, en var i fyrra um þetta Ieyti 1.489.441 mál og tunnur. Lítið eitt minna hefur verið salt- að heldur en á sama tíma í fyrra, eða 323.974 tunnur (í fyrra 356.- 672). í frystingu hafa farið 33.327 uppmældar tunnur, en 23.215 á sama tíma í fyrra, en í bræðslu hafa farið 1.326.857 mál (1.099,- 442 í fyrra). Aflinn I síðustu viku var 156.852 mál og tunnur, en 118.703 sömu j viku í fyrra. I í lok síðustu viku var Ólafur Magnússon orðinn aflahæsta skipið á vertíðinni með samtals 21.092 mál og tunnur og næstur honum Víðir II með 21.042 og þriðji Seley með 20.553 mál og tunnur. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna að Flúðum Síðast liðinn laugardag efndu | Sjálfstæðismenn í Árnessýsiu til hins árlega héraðsmóts síns að Flúðum í Hrunamannahreppi. Sótti mótið um 500 manns víðs vegar að úr sýslunni, og var það allra mál, að mótið hefði íarið mjög vel fram og verið hið ánægju iegasta. Samkomuna setti og stjórnaði Sigmundur Sigurðsson, bóndi í Syðra-Langholti. Dagskráin hófst með þvi að Þór- unn Ólafsdóttir, söngkona, söng einsöng, undirleik annaði^t Skúli Haiidórsson, p.anóleikari. Þá flutti Sigurður Ó. Ólafsson, alþingismaður, reeðu. Síðan söng Kristinn Hallsson, óperusöngvari, einsöng. Þessu næst flutti Ólafur Thors, forsætisráðherra, ræðu. Kom ráð- herrann víða við í ræðu sinni, sem var hin skörulegasta og hlaut frá- bærar undirtektir áheyrenda. Að ræðu forsætisráðherra lok- inni lék Skúli Halldórsson einleik nokkur lög á píanó. Þá sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn Ólafs- dóttir tvísöng, við undirleik Skúla Halldórssonar. Síðan var fluttur gamanleikur- inn „Mótlætið göfgar" eftir Leon- ard White og fóru með hlutverk leikararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Var ræðumönnum og listafólk- inu ágætlega fagnað. Samkomunni lauk síðan með því að stiginn var dans fram eftir nóttu. Itrúaráð Vestur- saf jarðars. stofnað Þann 2. ágúst s.l. var haldinn stofnfundur Fulitrúaráðs Sjáifstæð isféiaganna í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Fundurinn var haldinn á Flateyri. Fundarstjóri var Arngrím- ur Jónsson, skólstjóri, Núpi, og fundarritari Jón Kristjánsson, skólastjóri, Suðureyri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins ræddi um skipulagsmál flokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir Fulltrúaráðið og gat helztu verkefna þess. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Arngrímur Jónsson, skólastjóri, Núpi, formaður, Jónas Ólafsson, Þingeyri, Óskar Kristjánsson, Suð- ureyri, Rafn A. Pétursson, Flateyri, Jón Kristinsson, Suðureyri, Jón Stefánsson, Flateyri og Sturla Eb- enezerson, Flateyri. Fundurinn kaus fulltrúa á kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Axel Jónsson, fulltrúi, ávarpaði fundinn og árnaði hinu nýstofnaða fulltrúaráði heilla í störfum. ► Læknar i Alsír segja, að ómet- anleg hafi reynzt sú hjálp sem barst frá Bandarikjunum eftir að Eviansamkomulagið var gert, en þeir sendu þangað lækna, hjúkrun- arfólk og mikið af matvæium. Segja læknarnir að þessi hjálp hafi augljóslega ekki verið veitt með stjómmálalegan ávinning fyrir aug- um. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Borgarnesi Héraðsmót Sjálfstæðismanna í I Mýrarsýslu verður haldið f Borg- arnesi næstk. laugardag 25. ágúst, kl. 8.30 e. h. Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Ásgeir Pétursson, sýslumaður, flytja ræður. Þá verður sýndur gamanleikur- inn „Mótlætið göfgar" eftir Leon- ard White, I þýðingu Vals Gísla- sonar, leikara. Með hlutverk fara leikararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Ennfremur verður til skemmt- unar einsöngur og tvísöngur. Flytj- endur eru Kristinn Hallsson, óperu söngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söng- kona og Skúli Halldórsson, pianó- leikari. Dansleikur verður um kvöldið. Erik Bergman, tónskáld. stjórn Reykjavíkur býður Finnun- um til Þingvalla, Sogsfossa, Hvera- gerðis og Krýsuvikur og bæjarstj. Hafnarfjarðar hefir boð inni fyrir þá þar í bæ. Forseti Islands hefir móttöku fyrir þá á Bessastöðum. Einnig hefir aðalræðismaður Finna og Finnlandsvinafélagið Suomi fa^nað fyrir þá; En sá hlær bezt, sém sfðast hlær, og það verður gert í lokafagnaðinum, sem Fóstbræður halda þessum finnsku vinum sinum. Hann fer fram á ónefndum stað utan lögsagnarumdæmis Reykjavfk- ur, sennilega suður í Garðahreppi. Leiíin til Laugarvatns stytt um 18 km. Það mun mörgu skemmti- j ferðafólkinu — og raunar fleir-1 um, þykja gleðilegum tíðindum! sæta, að lokið er við að ryðja veg yfir Lyngdalsheiði úr Þing- ! vallasveit yfir í Laugardal, og verð ur sennilega byrjað að fara hann einhvern næstu daga. Þessi nýja leið hefur verið J mjög langþráð hjá öllum þeim sem ferðazt hafa austur í Laug- ardal, enda styttir hún leiðina frá Reykjavík til Laugarvatns hvorki meira né minna en um 18 kíló- metra, en 38 kilómetrar eru milli | Þingvalla og Laugarvatns. Byrjað var að ryðja þessa leið j í júlímánuði sl. undir stjórn Jón- asar verkstjóra í Stardal, og voru I fyrst f stað tvær ýtur í gangi, en' seinna aðeins ein ýta. Ruðningi er j I þegar lokið og er nú langt komið að bera ofan í, þannfg að næstu daga getur umferð hafizt um veg- ! inn og verður hann greiður öllum ' venjulegum fólksbifreiðum. Hins vegar er ekki óskað eftir því að bílar með þungaflutning fari um hann til að byrja með. Yfir Lyngdalsheiði lá gamall vegur, sem jafnvel var farinn á bifreiðum um skeið, einkum jepp- um og öðrum kraftmiklum bílum. En naumast þótti þó svara kostn- aði að fara hana, þótt leiðin stytt ist allverulega við það. Nýja leið- in Iiggur að mestu þar sem gamla slóðin lá og er farið út af þjóð- veginum fyrir ofan Hrafnagjá, skammt frá Gjábakka. Alls er þessi ruðningsvegur um 16 km. langur og er mjög sæmi- Iegur alla leið úr Þingvallasveit austur á Laugardalsvelli, en þar má búast við að hann geti orðið slarksamur í rigningatíð vegna þess að þar er moldarjarðvegur undir sem getur orðið gljúpur í votviðrum. i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.