Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 7
Uss, það er nú meiri plágan með þessa ungl- inga, þeir eyða öllum sínum peningum annað hvort í sjoppur eða hljómplötukaup. — þessar líka hljómplötur þetta er Rokk og aftur Rokk, sem er álíka á- heyrnar og öskutunnu- lok sem eru að fjúka í roki. Þetta sagði ein gömul og reynd kona við okkur inni í hljóðfæraverzlun fyrir nokkru, ásamt fleiru sem við telium ekki ástæðu til að birta. En hvað sem öllu líður þá er hægt að gera margt verra af sér en hlusta á skemmtilega hljómplötu, hvort sem hún hef- ur að innihalda rokk and roll eða sinfoniu, það fer eftir smekk hvers og eins. Okkur datt í hug að leggja leið okkar inn í ein- hverjar hljóðfæraverzlanir og rabba við afgreiðslufólkið. Rokkið að fjara út Fýrst litum við inri í hljóð- færaverzlun Sigríðar Helgadótt ur, sem er til húsa í Vesturveri og þar hittum við fyrir af- greiðslustúlkuna, Kristínu Þor- steinsdóttur. — Er ekki skemmtilegt að af- greiða í hljóðfæraverzlun? — Jú, alveg prýðilegt. — Verður þú ekki leið á að hlusta á þessar plötur sem vinsælastar eru, dag eftir dag? Tage Ammerdrup er þeirrar skoðunar, að tollar á hljóm- plötum séu allt of háir. — Ljósm. Vísir, B. G. — Nei, nei, ég venst þessu. — Á hvaða aldri eru viðskipta vinirnir helzt? — Það er ekki hægt að segja annað, en að þeir séu á öllum al(3ri. Hins vegar er stór hluti Kristín Þorsteinsdóttir, afgreiðslustúlka í Vesturveri með nokkrar vinsælustu hljómplötumar. af þeim unglingar, sennilega mest 14 — 15 ára. — Og þeir kaupa ekkert ann- að en rokk-plötur? — Rokk, það er ekki hægt að segja það, því rokkið er alveg að fjara út. Nú eru það twist- lögin sem seljast, svo er auðvit- að alltaf mikið af rólgeum lög- um. Einnig seljum við nokkuð mikið af jazz-lögum, en áhuginn á því virðist ekki vakna fyrr en 18—19 ára aldrinum hefur ver- ið náð. — Er mikið um að fólk kaupi hijómplötur til að gefa? — Já, þó nokkuð mikið. Það kemur hingað alltaf mikið af eldra fólki til þess að kaupa hljómplötur handa krökkunum. — Biður þet'ta fólk yfirleitt um að fá að hlusta á plötuna áð- ur en það kaupir hana? — Já, svo að segja alltaf. — Verður þú aldrei vör við að hýrni yfir því, þegar það hlustar á fjörugt twist-Iag. — Jú, jú, ég held nú það. Meira að segja hef ég séð sum' ar ömmurnar skælbrosandi og bregða fyrir sig nokkrum twist- sporum. — Hvaða plata selst bezt núna? — Af íslenzku plötunum selst Hulda mest, en vinsælasta er- lenda Iagið er sennilega ,,Djóm- bo Læjó“. Villiöndin sló mest í gegn“ Drangey er gömul og rótgró- in hljóðfæraverzlun, svo við lit- um þar inn og hittum að máli Tage Ammendrup. — Er mikil hljómplötusala hjá þér núna, Tage? — Svona sæmileg, varla hægt að segja meira. Það kemur allt- af smá kippur í hana kringum mánaðamót. — Hvað er langt síðan þið byrjuðu með hljómplötuútgáfu? — Það eru orðin ein 13 ár síðan, minnir mig. —' Hefurðu sjálfur mikinn á- huga á tónlist? — Já, ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist, aiveg sama hvaða tegund hún er, ef hún er vel leikin og skemmtileg. — Eruð þið stærstu hljóm- plötuútgefendurnir? — Ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, en síðan við byrjuðum að gefa út hljómplöt- ur, þá höfum við gefið út flest- ar. — Hvaða plata heldurðu að hafi mest „slegið í gegn“, af þeim sem þið hafið gefið út? — Ég held örugglega að mér sé óhætt að segja að það hafi verið Villiöndin, sem Jakob Haf- stein söng. Fyrst vorum við bún ir að hafa þessa plötu lengi hjá okkur og vorum jafnvel farnir að halda að platan myndi ekkert seljast, svo allt í einu rauk sal- upp og stóð yfir í langan tíma. — En hvaða íslenzkur söngv'- ari heldurðu að hafi verið vin- sælastur síðustu árin? — Það er án efa Ragnar Bjarnason. — Er eitthvað til í þeirri gagn rýni að plöturnar komi aídrei í hljómplötuverzlanirnar hér, fyrr en þær eru búnar að ganga lengi erlendis. • Úlfar Sveinbjömsson í fullu fjöri við fóninn.' lEkkert skammarbréf fengið enn þá Fyrst við erum farnir að minnast á hljómplötur, þá getum við ekki gleymt þeim útvarpsþætti, sem æskan hlustar einna mest á. — Þul- urinn f hádegisútvarpinu á hverjum Iaugardegi, tilkynn- ir, að kl. 4:30 sé þátturinn „Fjör í kringum fóninn“, Úlf ar Sveinbjörnsson, kynnir all ar nýjustu dans og dægur- Iagaplöturnar. Það er öruggt að þátturinn nýtur mikilla vinsælda, því hvar sem farið er um á þess- um tíma dags, getur 'maður heyrt Úlfar kynna vinsælustu plöturnar. Við brugðum okkur niður í Ríkisútvarp, þar sem Úlfar starfar sem magnaravörður, til þess að spjalla við hann stutta stund. — Hvernig datt þér í hug, að byrja með þennan útvarps þátt, Úlfar? — Nú veit ég ekki, ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á þessari tónlist. Var með nokkra þriðjudagsþætti, sem öðru nafni nefnast Lög unga fólksins og þá fékk ég hug- myndina og útvarpsráð sam- þykkti þáttinn. — Varstu ekki kvíðinn, þegar þú byrjaðir með Lög unga fólksins? — Jú, ekki get ég neitað því, ég kveið lang mest fyrir því að heyra í sjálfum mér. Strax eftir fyrsta þátt- inn hvarf skrekkurinn. — Var ekki mikil vinna við Lög unga fólksins? — Jú, það var mjög mikil vinna í sambandi við öll bréf in. sem þættinum bárust, stundum voru þau um 500. — Á hvaða aldri heldurðu að flestir hlustendur þáttar- ins séu? — Yfirleitt er það ungt fólk, sem hlustar á þáttinn og ég held einnig að það eldra skrúfi ekki fyrir þó þátt urinn sé í útvarpinu, það hlustar kannske með öðru eyranu. En þeim sem skrifa þættinum, held ég að megi skipta í tvo hópa, maður getur séð það á skriffinni á bréfunum. Annar hópurinn er á aldrinum 14 — 15 ára, hinn hópurinn eru svo for- eldrar sem senda börnum sínum kveðjur t.d. unglingum sem eru í héraðsskólum. — Svo byrjaðirðu með þáttinn „Fjör í kringum fóninn“. Er ekki erfitt að fá plötur í hann? — Jú, það er það, ég verð að hafa öll spjót úti til þess að ná í nýjustu plöturnar. — Hefurðu ekkert skamm arbréf fengið enn þá? — Nei, ég hef fengið nokk- ur bréf í sambandi við þátt- inn og öll hafa þau verið mjög vinsamleg og skemmti- leg. — Af hvaða lagi ertu hrifnastur? — Sennilega er það kynn- ingarlag þáttarins, sem heit- ir Mack Donalds Cave. — Og að síðustu. Þú ætlar að halda áfram með þáttinn? — Það er stóra spurning- in, hvort það verður hægt. Það féþkst aðeins leyfi fyr- ir þættinum til hausts. Þá kemur miklu meira dagskrár- efni, svo að erfitt verður að segja um hvort þátturinn fær að halda áfram. — p.sv. - Þetta er eitt af því sem við heyrum mjög oft. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í flestum tilfellum, erum við búnir að hafa þessar plötur í langan tíma hjá okkur og það selst kannske ekki ein einasta plata, svo allt í einu kemur ógurlegur kippur og allar plöturnar rjúka út. En við get- um ekki keypt inn mikið af sömu plötunni í fyrstu, þvi við vitum ekki hvað hún selst mikið. Svo þegar platan „slær I gegn“, þá eigum við oft ekki nógu mik- ið af henni og verðum því að panta aftur. - Eru háir tollar á hljóm- plötum? - Já, mjög háir. Það þekkist hvergi í heiminum að það séu svona háir tollar á hljómplötum í flestum löndum er plötum skip- að í sama flokk og bókum. Fimmtudagur 23. ágúst 1962. VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.