Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Blaðaútgafan VtSIR. Ritstjórar Hersteinn Páicson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 króuur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. V___________________I____________________________________________________ Raust úr gröfinni Einstöku sinnum heyrist raust úr gröfinni. Það er Alþýðublaðið, sem talar. Eitt sinn var Alþýðuflokkurinn mikill og mektug- ur. Eftir honum var tekið í íslenzkum stjórnmálum. Nú veit enginn hverju svara á, þegar spurt er: Hvað er Alþýðuflokkurinn? Hver er stefna hans? Nýlega taldi Alþýðublaðið sig þess umkomið að narta í Sjálfstæðisflokkinn og Vísi fyrir það að Vísir hafði rætt um það að réttlæti yrði að vera í tekju- skiptingunni. AUir þjóðfélagsþegnar ættu að bera úr býtum rétta hlutdeild í þjóðartekjunum. Þetta þoldi litla blaðið ekki. Þetta var allt of mikið frjálslyndi af ólukku kapitalistunum. Það er dapurlegt að lifa í fortíðinni. Það er dapurlegt að ganga í barndóm. Það er dapurlegt að halda að maður sé ennþá stór og hraustur eftir að á banasængina er komið. Einstaka sinnum rjúka skriffinnar Alþýðublaðs- ins upp og reyna að sannfæra sjálfan sig og aðra um að flokkurinn sé ennþá af sömu stærð og þegar Jón Baldvinsson leið. Glorían er tekin niður af hillu og ryk- ið strokið af henni. En hún glansar ekki. Hún er orð- in mött og samanskroppin. Áran er horfin. Hafa skal það sem sannara reynist og víst Væri það ósanngirni að neita því, að Alþýðuflokkurinn hef- ir mörgu góðu máli lagt lið á liðnum árum og í mörgu, sérstaklega utanríkismálum, hefir hann reynzt ábyrg- ur og framsýnn. En þegar málgagn flokksins ætlar sér þá dul að staðhæfa að flokkur þess eigi einkarétt á frjálslyndi og umbótum er of langt gengið. Það er hygginna manna háttur að ætla sig ekki meiri en mað- ur er. Þetta ætti Alþýðublaðið að muna. Þegar það talar heyrist raust úr gröfinni. V.-þýzkt fjármagn í gær skýrði Vísir frá því, að þýzkur auðmaður hefði fest kaup á jörð við Þjórsá, þar sem hafnarskil- yrði eru talin góð. Ekki er ástæða til þess að amast við slíkum kaup- um útlendinga á íslenzku landi meðan þau eru í hófi. Hins vegar ber okkur íslendingum að vera vel á verði gegn því að erlendu fjármagni verði ekki beittmeð und- irmálum til þess að komast yfir íslenzkar eignir og byggja með því íslendingum út. Það skiptir ekki máli, hvort landbúnaðurinn á hér í hlut eða fyrirtæki í bæj- um. Það skiptir heldur ekki máli hvort hið erlenda fjármagn er vestur-þýzkt eða annarrar þjóðar. Það er ástæðulaust að gera fjárfestingu erlendra manna eða fyrirtækja hér á landi að grýlu. En það er líka ástæðulaust að vanmeta bá hættu, sem af slík- um kaupum getur stafað. Höfuðatriði er, að erlent fiármagn sé notað á þann hátt, að íslendingar hafi þar jafnan töglin og hagldimar. f (i’ [ j mnu: ;-vi h; ; í i i i m m u, VÍSIR Fimmtudagur 23. ágúst 1962. Brezkir nazistaforsprakk- ar dæmdir / fangelsi Brezku nazistaleiðtogamir Colin Jordan skólakennari, 39 ára að aldri, forsprakki brezku þjóðemishreyfingarinnar svo nefndu eða „British National Socialist Movement", var dæmd ur f tveggja mánaða fangelsi i Bow-Street réttinum f London s.I. mánudag fyrir „eins Ijótt orðbragð og hægt er að gera sér f hugarlund að nokkur mað ur láti sér um munn fara“, en þau viðhafði hann á Trafalgar-, fundinum f fyrra mánuði, sem félagsskapur hans, sem stofnað ur er til höfuðs Gyðingum að þýzk-nazistskri fyrirynd, hafði boðað. Beljakinn Jordan, segir í brezku blaði um þetta, og aðal- ritari hreyfingarinnar, John Tyndall, 28 ára er hlaut 6 vikna fangelsi, og áfrýjuðu þeir báð- ir, og var þeim sleppt gegn 100 sterlingspunda tryggingu. Síðan var farið með þá í klefa til þess að ganga formlega frá á- frýjun og tryggingu. Krökkt var á áhorfendabekkj um og þeirra meðal nokkrir dap urlegir og lítt upplitsdjarfir flokksmenn, sem bám haka- krosseinkenni. Þeigar þeir, á- samt forsprökkunum tveimur, gengu út úr byggingunni að öllu loknu, var þar fyrir enn einn forsprakki, Rowland Ritc- hie Kerr yfirmaður „rannsókna deildar" hreyfingarinnar, bvað sem f því felst, og var nú skot- ist inn í bifreiðar sem til taks voru og ekið á brott sem hrað- ast. Nazistarnir, svo nefndir hér, þar sem þeir apa eftir þýzk-nazistískum fyrirmyndum í einu og öllu, en annars oft kallaðir „fascistar" í Bretlandi, og kemur út á eitt, mega vart sjá sig á Bretlandi, og ber tvennt til, f fyrsta lagi, að hreyfingin á sára litlu fylgi að fagna, en margir andstæðingar þeirra, einkum Gyðingar, vilja kæfa þennan hættulega vísi áð- ur en hann nær að festa rætur. Tugir iögreglumanna á verði. Gyðingar þessir, margir fyrr- verandi hermenn,1 eða afkomend ur manna sem hinar brjálæðis- legu ofsóknir Hitlers höfðu bitn að á, hafa fjölmennt á vettvar.g þegar nazistamir hafa boðað útifundi, og bera Gyðingar þá margir gulu stjörnuna, einkenni Davíðs-hreyfingarinnar. Þegar réttarhöldin hófust s.l. mánudag voru 30 lögreglumenn á verði en um 400 manns höfðu safnast saman til þess að kom- ast inn f áheyrendastúkurnar. Þegar Jordan og Tyndall komu var óspart kallað til þeirra svíf irðingarorðum, þeir kallaðir „fascista-rottur“ og par fram eftir götunum. Þegar þeir Jordan og Tyndall voru fyrir réttinum vítti dómar- inn, Kenneth Barraclough þá fyrir að flytja áróðursræður og „ávarpa pressuna" — ,.Þið er uð ekki hér staddir á almennum fundi", sagði dómarinn. Kom- ust þeir þannig ekki upp með að nota réttarsalinn til áróðurs, en báðir héldu þar næst fram, að á fyrrnefndum fundi á Traf- algarfundi hefðu þeir borið fram staðreyndir og rætt mál sanngjarnlega, m.a. hélt Jordan Colin Jordan því fram, að engin ummæli hans í garð Gyðinga hefðu ver- ið móðgandi eða líkleg til þess að spiila friðnum, en Gyðingar og kommúnistar hefðu komið þar til þess að hléypa upp fund- inum, en hélt fram „rétti sér- hvers Breta til að gagnrýna Gyðynga". Tyndall áminntur. Tyndall reyndi að leggja fram auglýsingaspjöld frá Gyð- ingum sem sönnunargögn og ræddi „alþjóðabúðirnar" í Gloucestershire, en nazistar voru hraktir þaðan eins og get- ið var í fréttum á sínum tíma. Tyndal kvað þá félaga sótt til ' sakar vegna þess, að öfgamenn meðal Gyðinga hefðu lagt að lögreglustjórunum að fá þá leidda fyrir rétt. Dómarinn kom í veg fyrir, að Tyndail legði fram „sönnunargögnin" og áminnti hann. Móðgandi — ekki aðeins fyrir Gyðinga. Dómarinn komst að þeirri nið urstöðu, að ummælin á fundin- um hefðu verið móðgandi, ekki aðeins fyrir „mjög, mjög mik- Sýslumaðurinn á Biönduósi lét um heigina mæia upp vegalengdir á bakka Vatnsdalsár, þar sein ung- ur vinnumaðut prófastsins f Steinnesi hafi Iagt nokkur silunga- net að því tilskyldu að J00 metrar væru nilli lagna. Kærði leigutaki árinnar lagnimar þar sem of stutt hefði verið milli sex neta i ánni. Við mælingu sem ræktunarráðu- nautur Vatnsdals gerði um helg- ina kom i ljós, að 700 — 800 metrar voru milli yztu lagnarinnar við Krfutanga og innstu lagnarinnar, sem vinnumaður prófastsins segir að hafi verið við landamerki Steinness og Steinsstaða. Sam- kvæmt þessu hefur of mörgum net- um ekki verið lagt á þennan kafla í heild, hitt er svo annað mál, að inn meiri hluta fólksins í þessu landi, hvort sem þeir eru Gyð- ingar, kristnir eða ekki af þjóð flokki Gyðinga" og þeir hefðu beinlínis verið a ðkoma af stað vandræðum með orðbragði sínu.“ Hitier og dúfumar. „Fari einhver á Trafalatorg til þess eins að gefa dúfunum og þar kæmu svo menn og færu að lofa og prísa Hitler þá mundi það nægja til þess að flestum rynni í skap“. — Dóm- arinn kvað lögin tryggja mönn- um málfrelsi, að því tilskyldu að menn spilltu ekki friðinum. Tvívegis dæmdur áður. Dómarinn minnti Jordan á, að hann hefði tvívegis fengið dóm fyrir móðgandi ummæli á almanna færi, 1959 og 1961, og hefði það átt að vera honum næg aðvörun. Meðal svívirðingarummæla þeira, sem Jordan var dæmdur fyrir, voru þessi: 3. september 1939 var svart- asti dagurinn í sögu Bretlands. Þá lauk langri og ákafri bar- áttu Gyðinga, sem fögnuðu um heim allan, en það sem kórón- aði baráttu þeirra var, að Bret- land sagði Þýzkalandi stríð á hendur. Það var gert vegna þvingunar af Gyðinga hálfu. Hitler hafði á réttu að standa og fjandskapurinn allur frá Gyð ingum og þeirra ráðendum, en Tyndal líkti Gyðingum við maðka sem nærast á líki sem farið er að rotna. Han nkvað þá hafa, eyðilagt land okkar, eitrað menningu okkar, eyðilagt iðnaðinn og spillt jynstofnin- um. Þeir eru í dag stimplaðir morðingjar Evrópu". Slíkur ofstækisvaðall hlaut óhjákvæmilega að leiða til þess, að friðinum yrði spillt, sagði saksóknari, William Howard. John Tyndall verið getur, að of skammt hafi verið milli einstakra neta. Visir átti 1 morgun stutt samtal við sr. Þorstein Gíslason prófast í Steinnesi. Hann kvaðst ekki hafa vitað nákvæmlega hvernig piltur- inn lagði netunum hverju sinni, en benti á, að þar sem Steinnes ætti l>/2 km. af Vatnsdalsá væri Iöglegt að leggja fimmtán net frá bænum, svo að fullmikið hefði verið gert úr þessum netalögnum. Hann kvaðst hafa beðið piltinn, vinnu- mann sinn, að leggja engin net í ána nú eftir að þessi deila kom upp, þótt að þær væru löglegar. Verst, var sagði prófastur, að kröf- ur leigutaka á hendur mér voru miklar og ósanngjamar, svo að ó- mögulegt var að sættast á þær. Netalagnir í Votnsdalsó voru á nógu löngu svæði I > \ t » * 1 i i 1 t I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.