Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 13
fimmtudagur 23. ágúst 1962. VÍSIR 13 Myndsjá — Framhald af bls. 3. En nú störðu þeir og trúðu ekki sínum eigin augum. Eftir öldum hafsins kom nýr og glæsilegur lúxusbíll akandi eins og hann væri á venjulegri ökuferð um einhverja af bílabrautum Evrópu. í framsætinu sátu tveir menn og veifuðu til þeirra á fiski- skipinu eins og ékkert hefði í skorizt. Bíllinn sigldi framhjá með góðri ferð hann sigldi upp á öldufaldana og niður aftur og vaggaði á bárunum. ★ Þetta var skemmtileg tilraun tveggja manna, Frakkans Jean Bruel og Englendingsins Tony Andal. Þeir höfðu látið smíða bíl fyrir sig í Þýzkalandi, sem gat farið bæði yfir sjá og iand. Að útliti var hann lítt frábrugðinn öðrum bílum, nema vagninn sjálfur var loftþéttur og aftur úr honum gengu tvær litlar skips- skrúfur. Fyrst óku þeir félagar frá Lubeck í Þýzkalandi suður eftir Hollandi og Belgíu. Þar eftir bfla bráutunum vakti för þeirra enga sérstaka athygli, því að útlit bílsins var ósköp venjulegt. Síð- an héldu þeir förinni áfram gegn um París og út í Normandy. I hafnarborginni Calais tóku þeir benzín. — Við þurfum að fylla tankinn því að við ætlum að aka bílnum yfir Ermarsund. ★ Það er alveg ómögulegt, sagði benzín-afgreiðslumaðurinn. Þið drepið ykkur á þessu. En Brunel og Tony hikuðu ekki, þeir óku niður í fjöruna við Cap Gris Nes og lögðu ótrauðir af stað. ★ Ferðin gekk í alla staði vel, vitamincrem. SNYRTIVÖRUBÚÐIN LAUGAVEGl 76 . Sími 12275 þótt nokkur ylgja væri í sjón- um. Þeir höfðu með sér „samvizk ur‘ og öl og snæddu í rólegheit- um úti á miðju Ermarsundi. íbúarnir Englandsmegin við sundið í hafnarborginni Dover urðu einnig hissa þegar þeir sáu bíl sigla inn á höfnina. Þeim fór eins og sjómönnunum, að þeir gátu varla trúað sínum eig in augum. En þarna voru þeir komnir eftir 6 stunda bílsiglingu tvímenningarnir og brostu sig- urbrosi. ★ Þeir eyddu aðeins 37 lítrum af benzíni í ferðina. Hraði bílsinsá sjónum reyndist 16 km. á klst. en á landi er hámarkshraðinn um 120 km. Nokkuð voru þeir þó þreyttir eftir ferðina, enda þurfti að gefa inn meira benzín í hvert skipti sem siglt var upp í öidu, en urðu að draga úr hraðanum eða hemlá í hvert skipti sem siglt var niður í öldudal. Viðtaí dagsins - Framhald af bls. 9. þjónandi prestur í nokkur ár, og þekkti að heita mátti hvert mannsbarn. Að sjálfsögðu komst séra Bragi ekki hjá því að stíga í stólinn og messa. Um kvöidið var höfðinglegt kaffiboð, sem um 300 manns sátu og marg ar ræður fluttar. Síðustu nóttina áður en haldið var vestur á Kyrrahafsströnd var gist í Winnipeg. Þar sneri ég heimleiðis og veit söguna ekki lengri. Sáu systkini sín i fyrsta sinn. — Þú heldur að landarnir hafi skemmt sér vel og verið ánægð- ir yfir ferðinni? - Ég held að ég megi full- yrða það. Hópurinn átti, hvar sem hann kom, vinum að fagna, og gestrisni Vestur-íslending- anna verður naumast lýst með orðum. Þarna kom líka margt skemmtilegt fyrir t.d. það, að húnvetnskur bóndi, Axel Guð- mundsson í Vallarási, hitti þarna fyrir fjögur systkini sín, sem hann hafði aldrei áður augum litið. Svipuðu máli gegndi um konu úr Árnessýslu sem var með okkur í hópnum. Hún var nýfædd, eða á 1. aldursári, þeg- ar foreldrar hennar fluttust vest ur um haf með böm sín öll nema hana eina. Þama sá hún systkini sín í fyrsta skipti sem hún mundi eftir. Framhald á Vesturheimsferðuni. — Þú telur að það muni verða framhald á þessum hóp- ferðum íslendinga til Vestur- heims á næstu ámm? — Það má fullvíst telja að þetta verður upphaf að öðru meira. Ferðaskrifstofan Sunna mun efna til sams konar ferðar á næsta ári og um sama Ieyti árs, þannig að þáttakendunum gefst kostur á að koma á Is- lendingadaginn í Gimli um fyrstu helgina í ágúst. Það tókst í alla staði vel með skipulagningu þessarar fyrstu ferðar, en hún var gerð í sam- ráði við Grayhound bifreiðafyrir tækið og Sheratonshótelhring- inn, sem á nær 80 gistihús vlðs vegar í Norður-Ameríku. Ég skal að lokum geta þess að ferðaskrifstofan Sunna færði íslendingafélögunum I Winni- peg, Mikley, Lundar, Seattle og víðar gjafir til minningar um þessa fyrstu hópferð, en í flest- um tilfelium voru þetta vel gerð ar og fallegar gestabækur, bundnar I loðið — en klippt — gæruskinn. Á Edinborgarhátíðina Edinborgarhátíðin 1962 er byrj- uð, og er þar nú meira úrval lista- manna saman komið en verið hef- ir I einu hin siðari ár, sérstakur heiðursgestur er rússneska tón- skáldið Dmitri Shostakovitch, og honum til trausts og halds er fræg ustu tónlistarmenn Rússa, fiðlu- leikarinn David Oistrakh, píanóleik arinn Sviatosalv Richter og selló- Ieikarinn Rostropovitch ásamt konu sinni, sópransöngkonunni Galina Vishnevskaya, sem öll halda tónleika á hátíðinni. Annað það, sem vekur sérstaka athygli á hátíðinni, er skáldaþing, þar sem boðnir eru heimsfrægir rithöfundar og skáld frá mörgum löndum. Verður þingið opið al- menningi, umræður skálda og spurningum óbreyttra áheyrenda svarað. Meðal leikrita, sem flutt verða og fólk kemur úr mörgum lönd- um heims til að sjá, verða „The Doctor and the Devils“ eftir Dyl- an Thomas, nýtt leikrit eftir Ro- bert McLellan, „Young Aushin- Ieck“ (fjallar um æskuár Bosw- ells), einnig frumsýnt leikritið „Curtmantle" eftir Cristopher Fry, og síðast en ekki sízt „The Devils" eftir eitt af snjöllustu ungu leik- skáldunum, John Whiting. Meiri háttar málverkasýningar verða haldnar á hátíðinni, og ekki er unnt að telja upp alla tónleik- ana, óperurnar og ballettana, sem tugþúsundir gesta þyrpast hvaðan æva að tii að heyra og sjá. Héðan úr Reykjavík fer 40 manna hópur á hátíðina á föstu- dagsmorgun á vegum ferðaskrif- stofunnar Sunnu, og er sú ferð fullsetin, af því að ekki er unnt að útvega fleiri gistingu í borg- inni. Nokkrir úr hópnum eru þeg- ar farnir utan.. Hætt við krabba 3.-23. september með viðkomu í 5 löndum. Viðkomustaðir: Kaupmannahöfn — Stokkhólmur Helsinki — Leningrad — Moskva Kákasus - Svartahaf — Krímskagi (Jaita) — Kiev — Varsjá - Berlín Fararstjóri: Hallveig Thorlacíus. 21 dags ferð 3.-23. september leitið upplýsinga strax L/\|S| D 5 e N t Ferðaskrífstofa Laugavegi 18 — Sími 2-28-i Skipuleggjum hópferðir og einstaklingsferðir til Sovét ríkjanna í samvinnu við Inturist. Hópf erð um Sovétríkin Brezkur visindamaður segir, að reykingamenn fái krabbamein, hvort sem þeir reyki að staðaldri mikið eða lítið. Það er prófessor R. D. Passey við háskólann I Leeds, sem heldur því fram I grein, sem birzt hefur eftir hann I brezká læknablaðinu „The Lancet", að jafnmiklar líkur ( séu fyrir því, að menn fái lungna- I krabba, hvort sem þeir reyki mik- , ið eða lítið. Allir reykingamenn fái i að líkindum sjúkdóminn á svipuð- um aldri, þegar þeir eru nýlega orðnir hálf-sextugir. j í grein þeirri I Lancet, sem hér I * ——————— I I ÓSga ■ Vestur- Berlín Hættuleg ólga er I Vestur-Berlín — til komin vegna nýs ódæðis- verks kommúnista við múrinn á borgarmörkunum. Orsökin er stórkostleg gremja yfir að austur-þýzkir verðir létu helsærðan ungling liggja veinandi austan múrsins, s.I. föstudag, þar til honum blæddi út. Var engu skeytt um neyðaróp hans. Skotið hafði verið á piltinn, er j hann var að flýja yfir múrinn á- I samt öðrum pilti. Báðir voru þeir sagði 18 ára. Hann hneig niður I særður skotum varðmanna úr varðturni og féll austur yfir múr- inn, en félagi hans komst yfir. Þegar neyðaróp hans heyrðust hópuðust menn saman vestan múrsins og kölluðu I kór hástöfum: i Rlorðingjar, morðingjar! er vitnað i, gerir Passey grein fyr- ir rannsóknum sinum. Hann kann- aði reykingavenjur 499 manna, sem haldnir voru lungnakrabba, og niðurstöður hans eru meðal annars þær, að sá fjöldi vindlinga, sem þeir reyktu, hefði aðeins að litlu leyti áhrif á þann tíma, þegar þeir urðu fyrst varir sjúkdómsins. Menn þeir, sem athugaðir voru, byrjuðu flestir að reykja 17 ára gamlir, og þeir reyktu að meðaltali 23 sígarettur á dag, og að meðaltali voru þeir 57 ára, þegar krabbans varð vart f þeim. En prófessor Fassey tekur fram, að annars konar reykur en vindl- ingareykur geti verið mönnum hættulegur, þvi að loftslag og mengun loftsins vegna iðnaðar hafi mikil áhrif á krabbamyndunina. 1 Suður-Afríku er til dæmis frekar lítið um lungnakrabba, mun minna en í Danmörku, en þó reykja Suð- ur-Afríkumenn þrefalt fleiri vindl- inga á mann á ári en Danir. ♦ Þrjár bandarískar U-2 flugvélar eru komnar til stöðva á Bretlandi. Það var ein af slíkri gerð sem Powers flugmaður flaug í njósna- fluginu sögulega. Nota á þessar þrjár flugvélar, sem geta flogið mjög hátt, til töku sýnishorna til geislavirknirannsókna. Þær hafa ekki myndavélar meðferðis. Mynd irnar verða teknar á samgöngu- leiðum yfir Norður-Atlantshafi. > Franski hraðaksturskappinn Bonnet beið bana í kappakstri um sl. helgi er hann var að forða á- rekstri við keppinaut, sem átti i erfiðleikum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.