Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. ágúst 1962. viSIR 15 HE RESOLUTELV SCMBfrt,' THE MISHTV MOUWTAIKt \ UNTIL A 5AKKEN, GLACIAt WOZLP CAWE IMTO VlEW— THE WQZLP ' OPTHE MGMSTEIZ! | :DI»tr. by'llnited Feature Smd'icate, fr THE KING C0NSIFEI5S7 THE AF'E-MAN’S P’LEA.'VEKY WELL' HE AGKEE7, y0U AUY GO TO THE SNOW KEGION../ Æ, ÍSjÉV 'JiutliM M gjwii FÍW CsiAftfO LATEIC, AFTEE. BEII OUTFITTEP WITH 51 equitoent; taiczan HIS HAZAE70US SVARTA BRÖNUGRASIÐ Saga eftir kvikmyndinni THE BLACK ORSHID frá PARAMOUNT-kvikmyndafélaginu. n»i JJOSE BIANCO sat á svölun- um, sem sneru út að bak- garðinum og bjó tilx gerviblóm. Hún hafði ekki tendrað Ijós, en rökkur sumarkvöldsins var henni nægjanlegt. Fimir fingur hennar handléku stálþræðina hálf vélrænt, alveg eins og þeir gerðu dag eftir dag í verksmiðj- unni, þar sem hún vann. En hún varð að hafa aukavinnu með sér heim á kvöldin, til að geta dreg- ið fram lífið, nú þegar hún var orðin ekkja. Og vinnan var eina róandi meðalið, sem hún þekkti, það eina, sem stundum gat feng- ið hana til að gleyma öllu því illa, sem skeð hafði: ... Hinn ungi og glaði eigin- maður hennar, Tony Bianco, hafði flækzt inn í bófaflokk Scar Cicirros, til að geta full nægt hugsunarlausum kröfum og duttlungum eiginkonu sinn- ar. Og það leið ekki á löngu, þar til endalok hans voru ráðin. — Litli drengurinn hennar, Ralphie, sem var orðinn bæði skreytinn og hnuplsamur, enda þótt hann væri aðeins fjórtán ára gamall, var þegar búinn að gera svo mörg skammarstrik, að lögregl- an hafði farið þess á leit að hann yrði sendur á uppeldisheimili. •— Og nágrannarnir sniðgengu þessa svartklæddu ekkju al- ræmds bófa ... En það voru þó heiðarlegar undantekningar, eins og til dæm is vingjamlega og trausta ná- grannakonan hennar hún Guilia Gallo, sem gjarnan vildi komast í náinn ^kunningsskap við hina einmanalegu Rose. En það var henni erfitt að brjótast í gegn- um vegg beizkju og einangrun- ar, sem hún reisti í kringum sig. Rose varð litið upp, en fingur hennar unnu ósjálfrátt áfram. Það var Guila, sem var komin að limgerðinu á milli garðanna þeirra og hristi höfuðið spyrj- andi á svip: — Sitjið þér nú þarna ennþá einar og vinnið langt fram á nótt, Rose? Ef þér viljið alls ekki hvíla yður svo- lítið, komið þá með vinnuna yf- ir til mín. Ég er einnig ein, þó að það sé spilakvöld heima. Ég spila aldrei með. — Þér eigið tvær fullorðnar dætur, einn tengdason og eigin- mann, sagði Rose. — Kallið þér það að vera einar? — Guilia hló hjartanlega. - Þau spila á spil á hverju föstu- dagskvöldi, fjölskyldan öll og Frank Valente ... Þekkið þér Frank Valente? Rose svaraði ekki, en Guilia hélt áfram: — Vesalings Frank, hann er ekkjumaður. En hann á dóttur, Mary, sem ætlar að gifta sig í næsta mánuði. Og þá verð- ur Frank svo einmana. Unnust- inn hennar Mary á verzlun í At- lantic City, og þau eru að leita sér að íbúð þar. Frank verður Aðalhlutverk: i Rose Bianco | Frank Valente i Mary Valente | Guilia Gallo i Almo Gallo [ Noble i Ralphie | Tony Bianco i Mr. Harmon Sophia Loren Anithony Quinn Ina Balin Nacmi Stevens Virginia Vincent Mark Richman Jimmie Baird Jack Washburn Whit Bissell alveg eins einmana og þér. Fagnaðarlæti og hávær hlátur heyrðist innan frá heimili Gall- os, og Guilia bætti við í hálfum hljóðum: — Vitið þér hvað ég held, Rose? Ég held, að honum lítist vel á yður. — Hverjum? spurði Rose á- hugalaust. — Frank Valente! í síðustu EEIWG SFECIAL EEGAN ilSSlOM. viku spurði hann, hvort það væri aldrei neinn, sem byði ungu ekkjunni i næsta húsi út. — Og útskýrðuð þér ekki fyr- ir honum að ég klæddist enn sorgarbúningi? sagði Rose reiði- lega. — Jú, hann veit það vel, hann sér yður aldrei í öðru en svörtu. Hann sagði annars, að þér minnt uð hann á svart brönugras. Þér ættuð nú að koma inn til okkar sem snöggvast, svo að þér gæt- uð kynnzt honum nánar. Hann er stór og hávaðasamur, en samt alltaf svo vingjamlegur og góð- viljaður. — Þér getið ekki lokkað mig inn með þess konar rómantízk- um hugmyndum, Guilia, sagði Rose ákveðin. — Og segið þess- um Frank yðar, að hann ætti heldur að leita sér konu, sem ekki á myrtan eiginmann í gröf- inni og dreng, sem er á uppeld- isheimili. Segið honum að leita Bose Bianco gengur enn svart eftir að hún missti inn, en hann var myrtur af bófaflokki, sem hann sjálfur var í. Konui.aui'inn íhugaði tilboð apa- mannsins. Allt í lagi, samþykkti hann, þú mátt fara til - snjóhellis- ins. Seinna eftir að hafa verið útbú- inn sérstökum útbúnaði, lagði Tarz an af stað í hina hættulegu för. Hann hélt áfram göngu sinni eft ir snævi þöktum ijöllunum þar-til hann kom að jöklum — heimkynn- um skrímslisins. ðDÝRAR barnaúlpur VerzBunin Barnasagan KALLB og græni pófn- gnukur- inn \ Stýrimaðurinn gaf honum rfku- legan skammt af pillum og varð undrandi yfir árangrinum. Leikið mitt framsegl og nær- buxur, skríkti fuglinn, sláið þá niður, lemjið þá, hendið þeim í burtu, bla bla haha burt. Stýrimaðurinn greip búrið og hljóp inn til Kalla. Ég skil ekki eitt orð af því sem hann segir. Hann talar eintómt bull. Eldur og brennisteinn, gull og gimsteinar, sláið hann niður, allir á dekk. Nú staðnæmdist fuglinn eins og hann væri að hugsa sig um og svo hrópaði hann: Húrra fyrir James Tar. Allir ótt- ast James Tar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.