Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Laugardagur 25. ágúst 1962. Passamynd send til Japan r Nú geta Islendingar látið mála af sér mynd austur í Japan fyrir furðulftinn skilding, og það sem er meira um vert að þeir þurfa ekki einu sinni að fara þangað sjálfir til að sitja fyrir, heldur aðeins að senda af sér ljósmynd. Frá þessu skýrði Jóhannes Bjarnason eigandi Rammagerð- arinnar í Hafnarstræti um leið og hann sýndi blaðamanni Vísis málaða mynd af gullfallegri stúlku með blá augu og ljós- rautt hár. Sú mynd var máluð í Japan. — Stúlkan er nú raunar brúneyg og dökkhærð, sagði Jó- hannes, en Japanamir eiga enga sök á þvf. Það láðist einfaldlega að gefa þeim upp augna- og háralitinn um leið og myndin var send. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt. Ódýrir listamenn. — En hvers vegna að láta mála Islendinga austur í Jap- an? Við eigum nóg af andlits- málurum og listamönnum hér heima sem gætu tekið þetta að sér. — Jú, að vísu, sagði Jóhann- es, en ég held bara að Japan- amir séu ekki eins dýrseldir á þessa vinnu sína, eða list, eða hvað maður á að kalla það. — Hver fékk þá hugdettu f hausinn að láta mála íslendinga austur f Japan? — Ég sjálfur. Ég skrapþ til Japan f fyrra og var þar í nokkra daga, m. a. til að kynna mér gerð minjagripa og komast f ýmiss konar verzlunarsambönd við Japani, því framleiðsla þeirra er á flestum sviðum ó- dýrari heldur en meðal vest- rænna þjóða. Stórar vinnustofur í þessari ferð kom ég m. a. inn í vinnustofu eða verkstæði nema þeim séu gefnar nokkuð nákvæmar upplýsingar um lita- valið. Með andlitsmyndir er þetta ekki neitt vandamál, því þar er ekki annað en senda af sér ljósmynd og gefa jafnframt upplýsingar um háralit og augnalit, og eins lit á fötum ef — Nei, engan veginn. Þetta eru málverk eftir ljósmyndum, sem ýmist eru málaðar á silki eða striga. — Og þú segir að þetta sé ekki ýkja dýrt? — Nei, Japanir eru ekki dýr- seldir á vinnu síná, hvorki þetta Málverk fyrir Ijósmynd Vinstra megin er ljós mynd af íslenzkri stúlku sem var send til Japan, - hægra megin er mál- Ferk, það er í stærðinni 30x60 cm og í fullum lit- um. þar sem fjöldi fólks gerði ekki annað en mála myndir eftir ljósmyndum. — Voru þetta eingöngu and- litsmyndir sem málaðar voru í þessari „málningafabrikku"? — Nei, það voru hvers konar myndir, hópmyndir, landlags- myndir og fleira af því tagi. Sá galli er þó á því að málararnir renna blint í sjóinn með liti, þess er. óskað. Ef, íslendingar vildu hins vWMlía landslagsmyndir • úth" f•- Japan, væri það naumast hægt hema að senda þá jafnframt litaðan lappa með eða þá litskugga- mynd. 84. kr. á haus. — Er hér þá ekki um litaðar ljósmyndir að ræða? né annað. Andlitsmynd í stærð 20 x25 cm kostar 268 krónur, í stærð 25.5 x 30.5 cm 353 krón- ur, 30x40 cm 450 kr. og 50 x 60 cm eða það sem ljósmynd- arar kalla heilörk kostar 967 krónur. Þetta verð er miðað við það, að aðeins eitt andlit sé á myndinni. Séu andlitin fleiri bætist 84 króna aukakostnaður við hvern „haus“. Framangreint verð miðast einnig við það að málað sé á silki, en verðið hækkar um það bil um helming ef málað er á striga. — Hefur þér, Jóhannes, dott- ið í hug að Islendingar muni sækjast eftir því að láta mála sig austur f Japan? — Víst kom mér það í hug og þess vegna fékk ég af hálfu Rammagerðarinnar umboð fyrir þetta fyrirtæki hér á landi. Og íslendingar eru ekki heldur fyrstu útlendingarnir sem láta mála sig í Japan. Þeir mála ó- grynni af allra þjóða fólki, ekki sízt Hollywoodmeyjum og öðru Bandaríkjafólki. Tekur mánuð. — Hvað tekur það langan tíma að fá málaða af sér mynd? — Sú litla reynsla sem við höfum fengið, bendir til þess að það muni taka um það bil mánuð frá þvf Ijósmyndin berst okkur í hendur af viðkomandi persónu og þar til málverkið kemur frá Japan. Öll viðskipti fara fram flugleiðis og fyrir bragðið verða myndirnar örlítið dýrari en ella, en burðargjaldið fram og aftur er innifalið í verðinu sem ég nefndi áðan svo að þar er ekki um neinn aukakostnað að ræða. — Býstu við talsverðum við- skiptum á þessu sviði? — Auðvitað geri ég það, enda hafa fjölmargar fyrir- spurnir borizt og myndir verið sendar inn eftir að það tók að spyrjast út að unnt væri að láta mála mynd af sér í Japan. ☆ og stórt málverk kemur til baka BM SKATTFRJALSIR SUMARHAPPDRÆTT! DRE6IÐ 31.Á6ÚST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.