Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. ágúst 1962. VISIR eftir lýsingu eða myndum og varpa niður hylkjum, er það mikil þjálfun fyrir flugmenn, sem þyrftu að koma skilaboðum t. d. til leitarflokka á jörðu niðri. Sérstakar jöfnunarreglur gilda til þess að tryggja flugvélum af ýmsum gerðum, sömu vinnings- möguleika, þrátt fyrir mismun- andi flughraða. Keppnisstjóri verður Björn Jónsson, en þulur Arnór Hjálm- arsson. ■ Sigurvegarnir í keppni þessari hljóta titilinn Vélflugmeistarar Islands, einnig forkunnar fagran bikar sem Olíufélagið Skeljung ur gaf. Umskipunarpramminn í höfninni á SeyðisfirSi. Suðurlandssild verður fíutt til Siglufíarðar Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Sfldarverksmiðja Ríkisins, skýrði blaðinu svo frá í gær, að á- kveðið hafi verið að flytja til Reykjavíkur í haust prammann, sem notaður hefur verið í sumar tii að umskipa síld úr síldarbátum í flutningaskip á Seyðisfirði. Er ætlunin að nota hann til að umskipa Suðurlandssild til flutn- ings til verksmiðjanna á Norður- landi. Pramminn er gamall innrás- arprammi og hefur verið komið fyr ir í honum krönum til umskipun- ar. Er hann sameign Síldarverk- smiðja Ríkisins og verksmiðjanna á Hjalteyri og Krossanesi. Það hefur verið mjög til um- ræðu fyrir norðan að undanförnu hvort ekki yrði heegt að nýta verk- smiðjurnar meiri hluta af árinu, með þvf að flytja síld að sunnan. Hefur verið ritað um þetta í blöð þar nyrðra og nú síðast er um síld suður, sem gert hefur verið í sumar. Telur Sigurður Jónsson ekkert því til fyrirstöðu að flytja síld norð ur á veturna. Telur hann þó að erf iðara sé að eiga við flutningana að vetri en sumri, þar sem löng tímabil geta komið, þegar ekki gef ur á'SXó ög^fitE&ð^þurfa að hafa mörg Tlytnjn^kip^ iiggjandi að- þetta grein í nýútkomnu blaði af w Siglfirðingi. gerðarÍáus.,,Tr isrrn, i Telur Sigurður togarana hafa Er þar varpað fram þeirri spurn- reynzt hentuga til þessara flutn- ingu hvort ekki hljóti að vera hægt inga en allt mun þó enn óráðið um að flytja síld til Norðurlands frá hvort þeir verða notaðir til flutn- Faxaflóahöfnum, eins og að flytja inga eða önnur skip. Visindaaienaimir sáu skrímslið / íoch Ness in gátu engar myndir tekið Hópur vísindamanna f rá Cambridge hefur unn ið að því í sumar að leita að skrímslið í Loch Ness, eða að kanna það, hvað sé að baki þeim orð rómi, að eitthvað undar- iegt dýr hafist við í hinu skozka f jallavatni. 1 Sáu það tvisvar. Þeir hafa nú lokið könnunar- ferðinni að sinni og hafa nú skýrt frá þeirri furðulegu stað- reynd, að þeir hafi séð Loch Ness skrímslið, örugglega tvis- var sinnum og e.t.v. tvisvar sinnum til viðbótar. í eitt skipt ið sáu þeir það alllengi, en gátu ekki nálgazt það og engum tækj um komið við til að kanna fyrir bærið betur. Vísindamennirnir höfðu með sér margs konar mælitæki, en i hafa orðið fyrir miklum von- brigðum, þar sem þau komu þeim að engu liði. Aðeins einu sinni heyrðu þeir inn á hlustun- artæki einkennileg tikkhljóð, þeir segja að það geti hugsazt að hljóð þessi hafi stafað frá einhverju stóru dýri, sem hef- ur verið á sundi í vatninu, en vilja ekkert staðhæfa um það og telja hljóðupptökuna því ein skis virði. Þessi hljóð heyrðust að morgni dags 29. júní um kl. 9. En það einkennilega gerðist að þremur klst. síðar eða um há- 16 flugliðnr... Framh. af 16. síðu: ið stig fyrir hversu vel þeir halda henni. Minnst fjórum at- hugunarstöðvum verður komið upp, verða það tveir talstöðvar- bílar frá Flugbjörgunarsveitinni og tvær símstöðvar. Lendingarþrautir verða tvær til þrjár, alla vega nauðlending þá er slökkt á hreyflinum í 1000 m. hæð og svo kölluð marklend- ing, eiga vélarnar að lenda á ákveðnu marki á flugbrautinni og eru gefin stig fyrir hversu nákvæm lendingin er. Sér þrautir geta verið ýmiss konar t. d. að þekkja kennileiti Bðuðiafulltrúi... Framhald af 16. síðu: Gullfoss, sem Vísir skýrði að nokkru frá í gærdag. Hún er i meginatriðum sú, að ekkert annað né þriðja farrými verður. en hins vegar verður far- gjaldið á fyrsta farrými kr. 5100 fyrir mann, eða það sama og hefur verið á II. farrými. Þá verður far- þegum gefinn kostur á að dvelja um borð í skipinu meðan það liggur í höfn á viðkomustöðum. Er mikill sparnaður og hagræði í þvf, um leið og menn jafnframt spara sér að leita að hóteli. Viðkomustaðir verða eins og áður Khöfn og Leith en einnig kemur. til mála að sigla til Hamborgar. Vetraráætlun þessi mun standa frá nóvember (ekki september) byrjun til marzloka. ► Nefnd frá S. Þ. er komin til Indónesfu til þess að „hjálpa til að varðveita friðinn“. Papúar fjöl- menntu við komu hennar með spjöldum með áletrunum sem þessi: Sameinuðu þjóðir — seljið okkur ckki eins og skepnur. V degisleytið sáu vísindamennirn- ir fyrirbærið greinilegast. Þeir skýra þannig frá þessu: — Þrír leiðangursmanna, Wedderburn, Trainor og Hew- ett sáu skömmu fyrir hádegi ein kennilega sjón í Urquhart-vík. Það var f um 50 feta fjarlægð frá þeim. Fyrst sáu þeir tvo hring-gára á vatninu og var um 10 feta fjarlægð milli þeirra. Nokkru síðar myndaðist þriðji hringgárinn rétt hjá hinum. Hnúðar sjást. Því næst komu lágir hvalbak aðir hnúðar upp úr hverjum gára. Þeir virtust 2-3 tommur upp úr yfirborði vatnsins, Iengd var áætluð 6 tommur og breidd 3 tommur. Þessir hnúðar voru svartir eða dökkbrúnir á litinn og yfirborðið á þeim virtist slétt og glansandi. Hnúðarnir sáust stöðugt í 5 mínútur en hurfu síðan. Klukkutíma síðar sáu þeir skammt frá þessum stað fjóra vatnsgára í beinni línu, en í það skipti komu engir hnúðar upp. Var „dýrið“ forvitið? Á þessum sama degi sáu þeir enn tvo hringgára skammt frá hvorum örðum og sem snöggv- ast kom upp úr vatninu, og fylgdi því öldugangur, en með svo skjótum hætti, að þeir gátu ekki greint hvað það var. Vísindamennirnir kveðjast ekki geta skýrt þessi fyrirbæri út frá neinum þekktum náttúru lögmálum eða fyrirbærum og segja að þetta hafi engu þekktu dýri líkzt. Þeir segja að það sé eftirtektarvert, að þeir hafi fjór um sinnum orðið varir við „dýr ið“ og alltaf á sama deginum og virðist þeim að það bendi til þess, að „dýrið“ hafi verið forvitið, snúið aftur til að skoða leiðangursmennina. Sé það rétt ætti að takast í næsta leiðangri að finna það. Hér er teikning, sem einn vísindamaður gerði af hnúðunum þremur sem birtust í vatnsskorpunni og héldust kyrrir í 5 mín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.