Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 8
Útgefandi: Blaðaútgdfan VISIR Ritstjórar Hersteinn PaLson. Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Porsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrífstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er «5 krónur á mðnuði. 1 Iausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 Unur). Prentsmiðjo Visis. — Edda h.f. Austurviðskipti íslendinga Að undanförnu hefir talsvert verið rætt um svo- nefnd „austurviðskipti“ íslendinga, það er að segja viðskiptin við þjóðir fyrir austan járntjald. Hafa um- ræður þessar verið einkar fróðlegar fyrir allan almenn- ing, sem hefir litla aðstöðu til að fylgjast með slík- um viðskiptum og gagnsemi þeirra, nema þegar upp úr sýður, eins og segja má, að átt hafi sér stað hér að þessu sinni. Það leynir sér ekki, að ýmsir vankantar eru á við- skiptum þessum og sumir mjög miklir. Það hefir til dæmis komið í ljós, svo að ekki verður hrakið, að af- greiðsla á ýmsum varningi er oft sein austan frá, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni, verðlag er hærra, oft miklu hærra, en á sama varningi frá þjóðum, sem búa vi* iannað efnahagskerfi, og gæðin eru oft næsta lítil, eitíjB og alkunna er. Þegar á allt þetta er litið, er ekk- ertj' eðlilegra en að kaupsýslumenn leitist við að afla séf annarra viðskiptasambanda, og að líkindum mundu þeSsi viðskipti leggjast niður með öllu, ef ekki væri svó um hnútana búið, að ríkisstjórnin hefir verndað þati með því að leyfa innflutning vissra vörutegunda einungis frá austurblökkinni. Þjóðviljinn er hinn eini málsvari austurviðskipt- anna, enda tekur hann jafnan málstað austanmanna, þegar þess gerist þörf, og hirðir lítt um öll málsatvik. Hefir blaðið stagast á því, að ríkisstjórnin vilji eyði- leggja þessi viðskipti austur á bóginn, en umræðurn- ar hafa einmitt leitt í ljós, að þeim er einungis við- haldið, af því að ríkisstjómin vill ekki, að þau leggist niður, Ef ríkisstjórnin gæfi allt laust, er snertir inn- flutningsmálin, mundu þessi viðskipti að likindum leggjast niður mjög fljótlega. Meðan íslendingar hafa þá stefnu í viðskiptamál- um, að verzla við sem flestar þjóðir, koma afurðum sínum á sem flesta markaði, munu þessi austurvið- skipti halda áfram, ef þau verða þá ekki allt of óhag- stæð af öðrum orsökum. En það mundi þá verða sök annarra en íslendinga, ef þau legðust niður þrátt fyrir viðleitni okkar til að halda þeim við. Vaxandi landbúnaður Tíminn er sífellt að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að hér sé þvílíkt harðæri, að jafnvel í frjósamasta landbúnaðarhéraði landsins, á Suður- landsundirlendi, flosni bændur upp og flýi sveitimar. Tölur sýna hins vegar, að bústofninn á þessu svæði hefir aukizt síðustu árin og afurðirnar hafa einnig farið í vöxt. Það bendir vart til mikils flótta úr sveit- um eða að bændur sé að gefast upp á búskapnum. VISIR Laugardagur 25. ágúst 1962. Hér sjást sjúkraberarnir lyfta Winston Churchill upp í sjúkrabílinn. Gamla hetjan sneri heim til sín í vikunni. Winston Churchill hafði enn sigrað, þó útlitið virt ist tvísýnt um tíma. Það er vissulega alvarlegt, þegar 87 ára gamall mað ur fellur og lærbrotnar og þarf að liggja á sjúkra húsi í nærri tvo mánuði. Þegar fréttirnar bárust af þessu slysi Churchills héldu allir að nú hlyti að vera úti um hann, hann var orðinn ellihrumur, átti erfitt með allar hreyfingar. Og þó hann væri þrekmikill maður, bjuggust flestir við að þetta á- fall myndi hann ekki þola. Gamanyrði En fregnin af sjukrahúsinu benti til þess að Churchill ætl- aði að hafa það af. Kannski hef- ur það verið fyrst og fremst með fætt glaðlyndi hans, sem hjálp- aði honum yfir mestu erfiðleik- ana. Margir gestir komu til að heimsækja hann á sjúkrahúsinu og komu þeir til baka meo sögur um gamanyrði og glens Churc- hills. Svo kom að þeim degi, að Churchill skyldi yfirgefa sjúkra- húsið. Það er kallað Middiesex- sjúkrahús og hafði Churchill dvalizt þar í 54 daga. Hópur við húsið Áður en að því kæmi að gamli maðurinn færi út úr húsinu hafði feikilegur mannfjöldi safn- azt saman fyrir framan sjúkra- húsið tii að hylla hinn aldna for- ingja .Hópurinn var svo fjöl- mennur, að strætið fyrir framan fylltist og umferð um það stöðv- aðist. Rétt fyrir hádegi komu 40 lög- reglumenn að spítalanum og skipuðu fólkinu að víkja til hlið- ar og opnuðu leið eftir götunni fyrir sjúkrabíl. Enn var beðið góða stund eftir því að Churchill kæmi út. Fjórir sjúkraberar gengu rnn í sjúkrahúsið og loks- ins birtust þeir aftur í dyrunum. Þeir báru Churchill sitjandi í armstól niður tröppurnar og fagnaðarhróp kváðu við. Það var ekkert undarlegt, þó hann væri borinn þannig í stólnum, því að hann hafði meira að segja átt erfitt um gang áður en hann brotnaði. Brosti og hló Aðalatriðið var, að Churchill var í sólskinsskapi. ,,Gamli góði Winnie“ hrópaði fólkið til hans. Hann brosti, tók hattinn ofan og veifaði til mannfjöldans. Hann leit ágætlega út og uppi í sér hafði hann einkenni sitt, stóran svartan vindil, sem þeir kalla sex tommu vindla. Allt í einu varð Churchill var við, að það hafði slokknað í vindlinum. Þá setti hann hattinn á höfuðið, greip vindilinn og veifaði honum í staðinn. Sigurmerkið. Burðarmennirnir nálguðust sjúkrabílinn hægt og rólega. Það síðasta sem sást til Winston Churchill áður en bílhurðínni var lokað var að hann brosti til fólksins og sýndi því V-merkið með fingrunum. Sigurmerkið, sem er enn eitt tákn þessarar gömlu kempu. Sigurmerki hans í baráttunni gegn nazistunum, sigurmerki hans í baráttunni gegn ellinni. Enn hafði han sigr- að, en því miður gat þetta aldrei orðið annað en taktiskur sigur, því enginn, ekki einu sinni þessi frægi kappi getur borið endan- legt sigurorð af elli kerlingu. Fólkið sem hópazt hafði sam- an til að hylla foringjann var á öllum aldri. Þarna voru ungling- ar sem fæddust um sama Ieyti og hann barðist hetjulegri bar- áttu í stríðinu og þarna voru börn sem fæddust eftir styrjöld- ina og kynntust því aldrei ógn- um hennar. En þarna var líka eldra fólk, sem vissi glöggt af eigin reynd, hvað gamli Winston Churchill hafði gert fyrir það og allar þjóðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.