Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. ágúst 1962. VÍSIR 9 Á uppboðum græða allir Hér kemur poki með elnhverju í. Boð í hann. Vill enginn bjóða i hann. Boð í poka með ein- hverju í. „Tíu krónur“. Það eru tíu manns með 10 kr. boð. Tíu krónur er boðið, býður nokkur hærra'! Tuttugu krónur heyrist kallað og upp- boðshaldarinn segir tutt ugu krónur og eigandi gekk ánægður eins og hann hefði fengið bíl í happdrætti, til gjaldker- ans. uð mikið er um bankamenn, sem gefið hefur verið frí, til þess að allt starfsfólkið gæti setið í einu. Þarna er mikið um eyrarkarla og loks má ekki gleyma þeirri stétt sem átti flesta fulltrúana á þessari sam- kundu, kaupmannastéttinni. Slík uppboð sem þessi eru venjulega auglýst með miklum fyrirvara undir fyrirsögninni, UPPBOÐ í TOLLSKÝLINU. — Þegar tollskýlið er nefnt heldur fólk að selja eigi bjór, kvenbux ur, sælgæti, gervibrjóst, brenni vín og nælonsokka, svo notuð séu orð mannsins sem kom inn um dyragættina og leit í kring um sig og sá að verið var að bjóða upp tuttugu ára gamlan kassa utan af útvarpsviðtæki. Sjáið þið hvað ég hef „grætt mikið“. — Ljósm. Vísis B. G. Einhver hafði orð á þvl £ gríni að þetta væri eins og fyrsta flokks hótelbúnaður á Norðurlandi. Skápurinn seldist fljótt á fjögur hundruð krónur og þegar einhver hafði orð á því við eigandann að hann hefði keypt köttinn í sekknum, hnuss- aði hann móðgaður og sagði: „Nei góði minn, það græða allir á uppboðum.“ Dýrgripurinn mikli. Öðru máli er að gegna um dívaninn þar var háð hörð og hver skyldi hreppa þennan dýrgrip. Fjórir menn virtust, bjóða hver í kapp við annan, en þegar dívaninn, • sem vantaði að vlsu einn fótinn undir var kominn upp í 500 kr, heyrðist fín frú hnippa í mann sinn og segja. „Þú verður að bjóða í þennan dlvan og hreppa hann, Jón minn.“ „Hvað höfum við að gera með svona gamlan dfvan, við höfum ekkert pláss fyrir hann,“ svaraði húsbónd- inn. En frúin var ekki ráðalaus og sagði. „Þetta er alveg eins dívan og við áttum fyrstu árin eftir að við giftum okkur. — Gerðu það Jón minn, kauptu dívaninn, þó ekki væri nema til minningar um börnin okkar, þegar þau eru nú farin að heim- an. Við getum haft hann niðri I vaskahúsi.“ Jón fór að bjóða I dlvaninn og var svo heppinn að hreppa hann fyrir 800 kr. — Dýr minjagripur það. Þegar Jón smeygði sér yfir borðið og gekk hröðum skrefum til gjald kerans Ijómaði frúin af gleði og stolti yfir því að Jón hennar hefði keypt dývaninn, um leið og hún hugsaði um börnin. samt kassa, sem ætlaður er fyrir útfluttan Sambandsfisk fyr ir 2300 kr. Og sú var nú ekki I neinum vandræðum með að bregða sér yfir nokkuð hátt sjötíu sentímetra breitt borð, til þess að geta greitt gjaldker- anum þetta lítilvirði. „Hér kemur stígvélafullur kassi af stígvélum" segir upp- boðshaldarinn og þegar kassinn hafði verið slegin á tvö þúsund fannst hvergi eigandinn. Hörð barátta. Mest var baráttan þegar upp boðshaldarinn bað um boð I nokkrar grindur, sem notaðar eru til geymslu á ýmiss konar smá-varningi I verzlunum. Þá létu kaupmennirnir sinn hlut ekki eftir liggja við að bjóða I. Köllin dundu slfellt og upp- hæðin hækkaði ört, engu líkara en verið væri að bjóða I brenni vínsflösku á síldveiðitímanum á Siglufirði, en þegar kröfumar voru slegnar, uppgötvuðu kaup mennirnir það sér til mikillar skelfingar að bankamaður með — þaðerekkitilinnifyrirþessu svip, hafði slegið þá út. Þegar líða tók á uppboðið fóru að streyma að tollskýlinu sendiferðabílar og glaðir og reif ir eigendur að þessum uppboðs- varningi fóru út I bíl. Um leið „pössuðu" sig flestir á því að reka dýrgripina utan I dyra stafinn og um leið litu þeir kringum sig og það mátti Iesa úr andlitum þeirra. Sjáið hvað ég hef grætt mikið. — p. sv. Við skulum nú ekki missa af þessum dýrgrip. Það er uppboð I Tollskýlinu á hafnarbakkanum. Inni eru um 300 manns. Flest allir komnir til þess að græða hinir komnir til þess að sjá aðra græða, Þarna er krökkt af sendi- sveinum, sem eru að svíkjast undan þvl að vera sendir eftir kók fyrir símastúlkuna eða út I apótek fyrir forstjórann. Nokk Fyrsta flokks hótelbúnaður. Nú ræskir uppboðshaldarinn sig og tilkynnir að næst sé kom in röðin að húsgögnunum. — Fyrst-er boðinn upp gamall stór skápur, síðan heljarmikill sófi hið bezta melflugnabúr enda sá ust minnst 40 göt eftir mel á honum, Skór f fiskkassa. Það kom heldur en ekki líf I tuskurnar þegar röðin kom að fatnaðinum, m.a. þegar kven- þjóðin kepptist um að bjóða £ gamla skó, sem engin kona und ir sjötugt myndi þora að láta sjá sig I úti á götu án þess að roðna niður að mitti, en það er sko ekkert rusl sem boðið er upp á uppboði £ Tollskýlinu og hálf saumaðar sextán ára gamlar húfur ekki eru þær verri „Þetta er alveg hræódýrt" sagði 205 punda ve.'naðarvörukaup- kona um leið og hún hreppti 30 hálfsaumaðar drengjahúfur, á- Þetta er alveg „Iuxus“ vara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.