Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudagur 28. ágúst 1962. Badenhoff gekk inn á lögreglustöðina og viðurkenndi 50 millj. kr. fjársvik ]\jesta fjársvikamá! í sögu Danmerkur var mál Peter Albertis, dóms málaráðherra og um tíma íslandsmálaráð- herra, sem uppvíst varð árið 1908. Þann 8. sept- ember það ár gekk þessi voldugi maður inn á lög- reglustöðina í Kaup- mannahöfn og bað um viðtal við lögreglustjór- ann. Hann fékk viðtalið þegar í stað, enda hafði hann verið dómsmála- ráðherra og yfirmaður lögreglustjórans, þar til nokkrum vikum áður. Þarna tilkynnti Alberti lögí reglustjóranum að hann hefði gerzt sekur um feikileg fjársvik og skjalafalsanir. Þegar allt var komið saman reyndist Alberti hafa svikið Ut og eytt um 15 milljónum danskra króna. Það er gífurleg fjárhæð enn í dag og var þó miklu meiri þá, er verð- gildi peninganna var mþira. TVú fyrir nokkrum dögum kom upp annað fjársvikamál i Danmörku. Þar var að vísu ekki um að ræða fjársvik ráðherra og upphæðin var ekki alveg eins mikil. Þessu nýja fjársvikamáli hefur þó verið lýst svo að það sé næststærsta svikamálið í Dan mörku næst á eftir Albertimál- inu. Eitt kvöld í síðustu viku gengu þrjár persónur inn á lög- reglustöðina í Kaupmannahöfn. Þau voru Heimuth Badenhoff, mikilsvirtur maður í borginni og kona hans og lögfræðingur þeirra Frank Damkier. í skrif- stofu lögreglustjórans viður- kenndi Badenhoff í fyrstu að hafa falsað undirskrift undir 400 þúsund króna skuldabréf og við nánari fyrirspurnir kom það í ljós, að hann hafði falsað skulda bréf og svikið út fé sem áætl- að er um 9 milljónir danskra króna eða um 50 milljónir ís- lenzkra króna’ Moltke greifi, svili Baden- hoffs hafði ekki undirritað skuldabréfin. Tjessi tilkynning kom eins og reiðarslag yfir margar út- lánastofnanir í Danmörku, sem höfðu lánað Badenhoff milljóna- upphæðir. Þegar bankarnir leituðu uppi skuldabréfin sáu stjórnendur þeirra að ábyrgðarmaður á öll- um þessum lánum var skráður einn auðugasti og mikilsvirtasti Það er bezt Þannig lítur Badenhoff út sem hinn virðulegi vel metni framkvæmdastjóri. að spilia á borðið! aðalsmaður Danmerkur, Christi- an Moltke lénsgreifi, sem er svili Badenhoffs, þeir eru kvænt ir systrum. En Moltke greifi hef ur algerlega neitað því að hafa nokkru sinni ritað nafn sitt á þessi bréf. Badenhoff hefur fals- að nafn hans á skjölin. Otlánastofnanirnar munu tapa stórfé, því að hér er um algert gjaldþrot að ræða og ekkert af Badenhoff að hafa. En þær mega jafnframt sjálfum sér um kenna. Þær sannprófuðu aldrei, hvort Moltke greifi hefði ritað nafn sitt á skuldbindingarnar. Lánin voru fyrst og fremst veitt út á nafn lénsgreifans, en bankarnir litu svo á að greifinn væri svo virðulegur maður, að dónaskap- ur væri að hringja til hans og spyrja hvort hann kannaðist við þetta. Tjað var ekki fyrr en I síðustu viku, þegar 400 þús. króna skuld hjá „Arbejdernes Lands- bank" féll f gjalddaga og var ekki greidd, að bankastjórinn hringdi til hins virðulega greifa og bað hann að innleysa skuld- ina. Þá kom Moltke greifi alveg af fjöllum og kannaðist ekki við að hann hefði undirritað neina ábyrgðarskuldbindingu. Nú eru 8 — 9 milljónir króna horfnar í súginn og munu ekki skila sér aftur. Þá hlýtur fólk að spyrja í hvað peningarnir hafi farið. Badenhoff hefur veitt forstöðu mikilli sýningarstofnun sem gengizt hefur fyrir mörgum geysivoldugum sýningum í For- um-sýningarhöllinni í Kaup- mannahöfn. Það er álit manna, að féð hafi horfið í þá hit, að bera uppi tapið af sýningunum. Dadenhoff hefur verið starfs- ** samur maður og hugmynda- rikur og hafa margar af sýning- um hans í Forum vakið athygli fyrir glæsibrag. Hann hefur efnt til iðnaðarsýninga, heimilissýn- inga og sýninga fyrir ýmis lönd. Menn minnast þess nú hve af- mælissýning Forum var glæsileg fyrir tveimur árum. Þar lét Bad- enhoff reisa heila veitingastofu með nýtízku sniði, bakarí, eld- hús og veitingastofu úr gler- veggjum. Síðar var sami glæsi- bragur á annarri sýningu er nefndist „Konari og heimilið" og enn síðar á antik-húsgögnum. Frá öllum þessum glæsilegu sýningum hafa dönsku blöðin á undanförnum árum birt langar greinar og fjölda mynda og veg- samað hinn vandaða og kostn- aðarsama frágang þeirra. En ein- stöku sinnum hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvort hagnaður gæti raunverulega ver ið af sýriingunum. í Þessi mynd var tekin af Badenhoff fyrir nokkrum vikum I Forum-sýningarhöliinni í Kaupmannahöfn. TVTú er skýringin fengin, Baden- 1 hoff hefur aðeins hugsað um að gera sýningarnar sem glæsi- legastar úr garði, en ekkert tillit tekið til kostnaðarhliðarinnar. Ein síðasta og glæsilegasta sýn- ing hans var flugmálasýning sem haldin var í Skovlunde. Var þar miklu tilkostað en hms veg- ar duldist mönnum ekki að tekj- ur hefðu náð skammt upp í kostnaðinn. Þegar Badenhoff kom á lög- reglustöðina í Kaupmannahöfn var hann ofur rólegur. í fyrstu var hann fámáll og lét lögfræð- inginn skýra málið. Síðan sagði hann: — Það er vist bezt að leggja spilin á borðið og síðan kom öll sagan. í fyrstu höfðu fjársvik þessi verið fremur lítilj um hálf milljón króna, sem Bad- enhoff bjóst við að geta greitt með ágóða af einni sýningunni, en síðan stækkuðu skuldirnar eins og snjóþolti, tapið hélt á- franr og háir vextir lögðust stöð- ugt á. Það er nú upplýst, að Moltke greifi vissi um falsanir Baden- hoffs svila síns ,um eitt skeið fyr- ir mörgum árum, þegar fjársvik- in voru þó ekki orðin meiri en 2 milljónir króna. Greifanum brá mjög í brún er hann varð þess vís en vildi hlífa þessum svila sínum og gaf hann þá út ósvikið skuldabréf í stað falsaðs skulda bréfs upp á 2 milljónir króna. Tók greifinn þá loforð af Bad- enhoff að hann skyldi aldrei framar fara þessa leið, að falsa nafn hans á skuldajjréf. En þetta ioforð efndi Badenhoff þó ekki. Dadenhoff heldur því fram, að annar maður, sem nýlega er Iátinn, Tage Larson og var lög- fræðingur í Kaupmannahöfn hafi Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.