Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 28. ágúst 1962. Launmorðinginn Fróðleg mynd aí aðferðum Rússa í kalda str'iðinu er getið, því að hann var Kreml verjum einnig mikill þyrnir i augum. Hann var látinn fá fals- að vegabréf, var í skyndi gerð- ur að vestur-þýzkum borgara, og síðan hélt hann til Vestur- Þýzkalands. Þar fór allt eins og til var ætlazt, Stasjinsky komst í færi við Rebet og beitti blá- sýrubyssunni, sem reyndist eins og gert var ráð fyrir. Sá úr- skurður var upp kveðinn, að Rebet hefði látizt af hiartabil- un. flýði til Vestur-Þýzkalancs 1947, til þess að reyna að út- vega hjálp með einhverju móti. Fór hann hvað eftir annað á fund hersveita sinna og færði þeim fé, jvo að hægt væri að halda baráttunni áfram, en 1950 létu Rússar loks til skar- ar skríða. Tókst þeim þa loks að uppræta skærusveitirnar. — Maðurinn, sem Stalin sendi fram til að gera þetta, var um þær mundir æðsti kommúnist- inn í Ukrainu. Hann heitir Nik- ita S. Krúsév. Sjálfstæðishreyfing Ukrainu- manna var þó ekki úr sögunni, því að þeir, sem tekizt hafði að flýja vestur fyrir járntjald- ið — og þeir voru allmargir — þundust samtökum um að halda baráttunni áfram. Foringi þeirra var Stefan Bandera. framt lýsti hann yfir, að Ukra- ina væri sjálfstætt og óháð ríki. Nazistar voru hins vegar ekki alveg á að viðurkenna þetta sjálfstæðisbrölt Bandera Þjóð- verjdr voru yfirþjóð, og þeir gerðu ráð fy;.., að hafa ráð svo að segja alls heimsins í hendi sér, þegar Rússar hefðu verið að velli lagðir. Þegar Þjóðverjar snerust þannig í málinu, gaf Bandera mönnum sínum skipun um, að þeir skyldu hefja skæruhernað gegn hersveitum Þjóðverja. Það bakaði Þjóðverjum nokkur vandræði, og þeir ákváðu að ná Bandera á vald sitt. Þeir buðu honum að koma á fund til viðræðna um málefni Ukra- inu. Bandera uggði ekki að sér, var tekinn höndum og sendur rakleiðis í fangabúðirnar í Sachsenhausen. Nú hefir loks tekizt að upplýsa morð á tveim foringjum landflótta Ukrainumanna, sem báð ir voru drepnir í Vestur- Þýzkalandi, annar 1957 og hinn 1959. Það var flugmaður rússnesku leynilögreglunnar, sem morð þessi framdi, og hann hefir sjálfur gefið sig fram við lög- reglu Vestur-Þýzkalands. Eru nokkrir mánuðir síðan, og hefir hann á því tímabili gefið marg- víslegar upplýsingar um starfs- aðferðir rússnesku lögreglunn- ar og ýmsa sendimenn hennar 1 vestrænum löndum. Maður þessi heitir Bogdan Nikolae- vitsj Stasjinsky, er 30 ára og hefir árum saman verið í leyni- lögreglunni rússnesku. Hann var sendur gagngert til Vestur- Þýzkalands 1957 til að vinna á prófessor Lev Rebet, sem var einn helzti foringi ukrainskra sjálfstæðismanna, en síðan var honum falið að myrða Stefan Bandera, og það gerði hann tveim árum síðar, 15. okt. 1959. Fjögur banatilræðl. Hann taldi nauðsynlegt að taka upp annað nafn og íbú- arnir f fjölbýlishúsi því, sem hann bjó í ásamt konu sinni og þrem börnum í Miinchen, vissu ekki annað en að hann héti Stefan Robel. Hann varð að vera mjög var um sig, og fjórum sinnum var honum sýnt banatilræði, svo að hann út- vegaði sér lífverði, og þeir fylgdu honum hvert sem hann fór, en skildu jafnan við hann úti fyrir húsinu, sem hann bjó f. Þar innan veggja var talið. að honum mundi vera óhætt. En svo var ekki, því að 15. október 1959, þegar hann kom heim og skildi við lífverðina úti fyrir húsinu, beið flugmað- ur hans í stigagángi hússins. Maðurinn gekk í veg fyrir Band era, miðaði á hann skammbyssu og hleypti af. Byssan var ekki hlaðin venjulegum kúlum, hún var hlaðin blásýru, sem hún spýtti úr sér af slíku afli, að Hún gekk gegnum húðina á Bandera, og hann var þegar dauður. Lögreglan í Miinchen lét kryfja líkið, og fannst þá blá- sýra í þvf, en yfirvöldin héldu, að um sjálfsmorð væri að ræða. Ukrainumenn voru ekki trúaðir á það, því að þeir þóttust viss- ir um, að Kremlverjar hefðu verið að verki. En allar sannan- ir skorti. Það var ekki fyrr en sl. vet- ur, meira en tveim árum eftir morðið á Bandera, að menn komust að hinu sanna í máli hans. Og það voru ekki eftir- grennslanir lögreglunnar, sem leiddu til þess, að menn urðu einhvers vísari. Það var sjálfur morðinginn, sem kom á fund lögreglunnar í Vestur-Þýzka- landi og sagði henni allt af létta. Morðinginn kvaðst heita Stasjinsky, eins og þegar er sagt, og hann skýrði mectel annars frá því, að hann hefði verið fimm ár á njósnaraskóla í Moskvu, áður en hann var tal- inn orðinn svo fær, að hægt væri að fela honum mikilvæg verkefni. Þegar hann var skrif- aður úr skólanum, var honum tilkynnt, að honum yrði falið það verkefni að vinna á Stefan Bandera, sem Rússum fannst maður óþarfur í meira lagi. Kveður við annan tón. En skömmu síðar kvað við annan tón hjá Þjóðverjum. AU- ar þeirra fyrirætlanir höfðu mis tekizt. Þeim hafði ekki tekizt að greiða Rússum rothögg, og með aðstoð bandamanna sinna höfðu Rússar meira að segja snúið vörn f sókn. Vorið 1944 Bandera. Alla tlð uppreistarmaður. Segja má, að Bandera hafi verið uppreistarmaður alla ævi. Hann hafði drukkið í sig ást á þjóð sinni, sem skipt var milli Rússlands, Póllands og Rúm- eníu, með móðurmjólkinni, og hann var enn f menntaskóla, þegar hann gekk í leynifélag, sem barðist fyrir sjálfstæði Ukrainumanna. Fátt segir af föður hans, sem var kaþólskur prestur, en gera má ráð fyrir, að hann hafi haft mikil áhrif á skoðanir sonarins. Bandera var fæddur í þeim hluta Ukrainu, sem komst und- ir stjórn Pólverja að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni (hann var fæddur 1909), en þar voru Ukrainumenn grátt leiknir eins og f Rússlandi. Var farið litlu betur, með þá en Gyðinga. — Loks sauð upp úr 1934, því að þá myrtu Ukrainumenn innan- ríkisráðherrann pólska, Bronis- lav Pieratski. Morðingjarnir voru handteknir, þrfr talsins, og allir dæmdir til dauða, en dóm- inum var breytt í ævilangt fang elsi, þvf að málið vakti svo mikla ólgu í austurhéruðum Pól lands, þar sem Ukrainumenn eru fjölmennir, að óttast var, að uppreist yrði gerð ella. Einn þessara þriggja var Stefan Bandera. Stasjinsky hlaut mikið lof fyr ir að hafa unnið þetta verk, og honum var tilkynnt, að það hefði verið svo mikilvægt, að hann hefði verið sæmdur heið- ursmerki rauða fánans af sjálf- v um yfirmanni leynilögreglunn- ar. Síðan beið hann færis til að koma blásýruskoti á Bandera, en hann varð að bíða lengi, áð- ur en það tókst. En er hann hafði lokið því verkefni, hélt hann til Austur-Berlínar. með- an mestu lætin voru að líða Hvers vegna gaf hann sig fram? Margir hafa spurt þeirrar spurningar, hvers vegna Stasj- insky hafi gefið sig fram, úr því að hann var kominn austur fyrir járntjaldið, þar sem hon- um hlaut að vera óhrett fyrir lögreglu Vestur-Þýzkalands. — Hann hefir sjálfur svaráð þessu á þá leið, að hann hafi brotið af sér gagnvart yfirboðurum sínum með því að ganga að eiga austur-þýzka stúlku, en þó var þeim ekki stíað i sundur. Þau fóru til Moskvu, og þegar hún varð vanfær, fékk hún að fara til foreldra sinna í Austur- Berlín til að ala barnið og mað- ur hennar fékk að fara með henni. En barnið var lasburða og dó 8. ágúst. Þá gat kona Stasjin- skys loks talið hann á að segja skilið við fortíðina og fara vest ur fyrir tjaldið. Þau fóru úr Austur-Berlín rétt áður en kommúnistar fóru að hlaða múr smánarinnar. Stasjinsky hefir játað á sig Stasjinsky. var svo illa komið fyrir Þjóð- verjum, að þeir neyddust til að leita liðveizlu hjá Bandera. Þeir fóru til hans í fangabúðirnar og spurðu hann, hvort hann vildi nú ekki reyna að fá Ukra- inumenn til að berjast gegn framsæknum herum kommún- ista. Bandera stofnaði höfuðstöðv- ar sínar í Berlín og hét á landa sína að berjast nú af alefli gegn kommúnistum. En allt kom fyrir ekki, sókn þeirra varð ekki stöðvuð. Ukrainu- menn gáfust þó ekki upp, þvi að oft hafa þeir séð hann svart- an, og um skeið börðust þeir bæði gegn Rússum og Þjóðverj um f von um að geta skapað sér ríki í glundroðanum undir stríðslokin. Barizt við báða aðiia. Þegar Hitler og Stalin skiptu Póllandi milli sfn 1939, var Bandera í fangelsi f þeim hluta Póllands, sem kom f hlut Þjóð- verja. Þeir létu hann lausan, en hann hófst þegar handa um að athuga, hvað hann gæti gert til að berjast fyrir sjálfstæði Ukra- inu. Hann fór á laun inn í Rússland og tók til óspilltra málanna við að skipuleggja and spyrnu gegn stjórninni í Kreml. Tíepum tveim árum síðar réð ust Þjóðverjar á Rússa, og þá lét Bandera sveitir sfnar herja á Rússa á undanhaldinu. Jafn- tvö morð í Vestur-Þýzkalandi . og það táknar, að hann mun j verða dæmdur f ævilangt fang- , elsi. Hvers vegna hefir hann þá ’ gefið sig fram, er hann á þetta > yfir höfði sér? Lögregla Vest- ) ur-Þýzkalands sér enga aðra | skýringu á því en þá, að eitt- . hvað enn verra hefði beðið, ef [ hann hefði verið um kyrrt fyr- 1 ir austan. i Krúsév sendur fram að lokum. Bandera hafði um skeið um 100,000 manna lið undir stjórn sinni, einkum Ukrainumenn og Hvft-Rússa, og þeir hopuðu um síðir upp í Karpatafjöll, þar sem þeir höfðust við, meðan herir Rússa brunuðu vestur á bóginn. Baráttunni var haldið áfram árum sáman, en Bandera Hann æfði sig fyrst. En fyrst átti hann að ganga undir eins konar próf. Honum var falið að æfa sig fyrst á því að myrða Lev Rebet, sem fyrr VSIR rprsvik — Framhald af bls. 4. verið potturinn og pannan í þess ari fjársvikakeðju. Segist Baden hoff hafa verið eins og verkfæri f höndum lögfræðingsins, sem hafi notað sér erfiðieika hans og dregið sér stóran hluta þessa fjár. Ekki leggja menn þó al- mennt trúnað á þetta, heldur er talið að allt féð hafi farið til að greiða sýningarhallann. Persónulega hefur Badenhoff lifað fábreyttu lífi og .virðist jafnvel hafa verið sparsamur. Hann hefur ekki eytt fénu f sjálf an sig eða fjölskyldu sfna. BJfefur það nú verið rifjað upp JLJL að þessi mikilsvirti fram- kvæmdastjóri var fyrir nærri 30 árum dæmdur fyrir fjársvik og skjalafals. Það gerðist árið 1936. Þá starfrækti hann auglýsinga- stofu og safnaði m.a. auglýsing- um fyrir blað dönsku barnahjálp arinnar ,,Lillebror“. Hann þótti mjög duglegur að safna auglýs- ingum, en gallinn var aðeins sá að peningarnir fyrir auglýsing- arnar komu aldrei inn. Á stríðsárunum vann hann sér álit fyrir starf í dönsku neðan- jarðarhreyfingunni. Tókst hon- um þá m.a. aó kaupa líf 12 danskra manna, sem Gestapo hafði náð taki á. Eftir stríðið tók hann brátt að sinna sýningarmálum og var álitið að hann stæði vel í stöðu sinni. Meðal starfsmanna sinna var hann mjög vinsæll. En þegar hann var nú spurð- ur, hvað skuld til ensks fyrir- tækis væri mikil, svaraði hann: — Ég man ekki hvort það er 2y2 milljón króna eða 4y2 milljón. Myndsjá — Framhald af bls.' 3. þungun stendur. Flestum heil- brigðisyfirvöldum hefur borið saman um að þær ætti að leyfa, en lögin íeyfa það víðast hvar ekki, nema nauðsynlegt sé til að bjarga lífi móðurinnar. Því er ekki til að dreifa í þessu tilfelli. Eitt af hörmulegustu afleið- ingum þessa lyfs er það, að belgisk móðir ákvað að myrða vanskapað barn sitt. Lét .hún barnið drekka of stóran skammt af sterku svefnmeðali, sem varð þess bani. Henni hef- ur nú verið varpað í fangelsi ásakaðri um morð, og einnig fjölskyldu hennar, sem vissi um þetta. Þar að auki hefur lækn- ir hennar verið fangelsaður. — Hvar endar þessi harmleikur? Þorir einhver okkar að dæma hina örvæntingarfullu móður? Hver þorir að kasta fyrsta stein inum? M utan — Framhald af bls. 8. sjálfsmorð. Af þesspm 20 voru 15 fallegar konur. Og allir þeir sem Simons átti tal af, varðandi rannskónir sín ar komust að þessari sömu niður stöðu, urðu sammála um einn hlut: Fegurð getur jafnt verið til bölvunar sem blessunar. Itípféi ðg IBE Skoðanakönnun í Svíþjóð hefur leitt í ljós, að 40 af hundraði sænsku þjóðarinnar telja æskilega aðild Svíþjóðar af Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Könnunin fór fram á vegum stofn unarinnar Svenska intutet för opinionsundersökelse. L i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.