Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. ágúst 1962. 7 i s > n Stefán Júlíusson: SUMAR- AUKI, skáldsaga, 173 bls. Almenna bókafélagið, júlí 1962. A undanförnum árum hafa komið fram ýrnsar skáldsög- ur sem 'jalla um ástarsamband miðaldra manns og kornungrar stúlku. Hafa þær sumar hverjar vakið heimsathygli sakir ó- venjuleika í efnisvaii eða fram- setningu og nægir í því sam- bandi að nefna bækur eins og Bonjour Tristesse eftir Franco- ise Sagan óg Lolita eftir Viad- imir Labokov. Raunar stafar frægð téðra bóka ekki hvað sízt af bersögli í frásögn sem jaðrar við klám en engu að síður byggjast þær þó á einu mesta eftirlæti rithöfunda: að tefla fram andstæðum. Nú hefur þessi tegund bók- mennta einnig náð að festa rætur á íslandi því Sumarauki fjallar um ástarsamband mið- aldra skálds og sautján ára stúlku. Hins vegar nær höfund- ur ekki þeim áhrifamætti sem skapast við að leiða saman andstæður einfaldlega vegna þess að skáldið og stúlk- an eru í rauninni aldrei and- stæðir pólar. Skáldið hneigist nefnilega ekki að stúlkunni vegna hennar sjálfrar heldur vegna þéss sem hún minnir hann á. Stúlkan er aldrei neitt aðalatriði í lífi skáldsins heldur britist einungis sem tæki til að frelsa það frá æsku sinni og að nokkru leyti frá röngu mati á sjálfum sér. Æskuunnusta skáldsins sveik það fyrir annan mann og kvöldið áður en skáld- ið hélt á burt gerði það tilraun til að nauðga fyrrverandi unn- ustu sinni. Nú er skáldið kom- ið heim aftur eftir fjölda ára og hin forna unnusta þess á sautján ára dóttur sem mjög likist henni f sjón. Skáldið er þess vegna að leita hinnar fornu unnustu sinnar í stúlkunni og jafnframt lítur það svo á sem stúlkan geti leyst sig frá fortíð- inni og komið sér yfir þá stöðn- un sem átt hefur sér stað f list- sköpun þess. Skáldið segir: „Kannski er Hilda tákn endur- lausnar fyrir mig“ (bls. 107). „Kannski hefur forsjónin sent Hildu til að veita afbrotamann- inum lausn og fyrirgefning" (bls. 107). „Þú hefur gefið mér mikið, Hilda," sagði hann. „Þú hefur reist mig úr rústum. Hefði ég ekki kynnzt þér, hefði ég sennilega aldrei getað unnið það verk, sem ég er að glíma við. Nú veit ég að ég get það“ (bls. 171). Að vísu lætur höf- undur skáldið segja, að það elski stúlkuna en það verkar erigan veginn sannfærandi. Af þessum sökum finnst mér að sagan missi marks. Forsendur sögunnar eru ekki nógu sann- færandi til þess að manni finn- ist hún raunveruleg. Dygging sögunnar er fremur venjuleg. Hún byrjar mjög snögglega,, formála- og aðdrag- andalaust, síðan er vikið aftur í tímann til að skýra og varpa ljósi yfir atburði og því næst rennúr rás viðburðanna fram í réttri röð. Atburðarásin er heldur þunglamaleg og svifa- sein. Mér virðist sem þetta hafi átt að vera stutt hnitmiðuð saga í nútímastíl en til þess er hún alltof gamaldags í hugsun og framsetningu. Atburði liðins tíma hefði átt að birta á sneggn og ieinfaldari hátt svo þeir ryfu ekki sjálfa viðburðarásina eins mikið og raun ber vitni og sömuleiðis finnst mér að sam- tal þeirra Hildu og Ála í síðari SUMARAUKI hluta bókarinnar taki of mikið rúm og sé óþarflega margort. Þá má einnig benda á samtal þeirra Magnúsar og Ála um stúlkuna en það er fléttað inn í silungsveiði á heldur klaufaleg- an og ósannfærandi hátt. Það er ekki siður veiðimanna að tala mikið meðan þeir draga og sízt af öllu að innbyrða stóra bleikju og blóðga hana í miðri setningu án þess að taka sér svo mikið sem málhvíld. í sögu sem þess- ari ættu ástaratriðin að skipa töluvert rúm en þau eru eigin- lega minnsti hluti sögunnar, þau eru stuttaraleg og snubbótt og hvergi örlar á bersögli. Þó ber- sögli sé ekki æskileg umfram nauðsyn til að varpa ljósi á sál- arlíf persóna þá er ég ekki frá því að ofurlítið djarflegri dramatík í ástaratriðum hefði lífgað söguna til muna, fært hana nær lífinu og hrist af henni mesta mókið. Persónusköpun höfundar tekst mjög misjafnlega. Fyrir minn smekk eru aðalpersónurn- ar tvær lakastar, einkum skáld- ið ,en aukapersónur sumar lif- andi og eftirminnilegar. Skáldið verkar á .nann eins og persóna í bók en ekki eins og lifandi maður, hann nær varla að lyfta sér upp af pappírnum. Stúlkan er betri, hálfkæringur, mitt á milli unglings og konu, hleypur út undan sér, er köld og þó messunni þegar hann var að skapa sálarlíf Hildu. Ég get ekki ímyndað mér að það hvarfli að nokkurri konu að ætla að gefa blíðu sína í fyrsta sinn í afmælisgjöf, það er frá leit sálarfræði. En Goggui Magnús, Hörður og Heiða eru öll lifandi fólk og sjálfu sér samkvæmt. Og það er einmitt ein aukapersónan, Heiða, sem valin er til að segja boðskap sögunnar: „Stundum er betra að eiga það, sem maður fær ekki, en eiga það, sem maður fær“ (bls. 158). Og: „Lífið er að missa stöðugt og lifa samt, ann- ars væri það ekki líf“ (bls 159). Hinu er samt ekki að neita að þetta minnir allmjög á setn- ingu úr Fegurð himinsins eftir Laxness en þar stendur: „Að hafa misst það sem maður elsk- aði heitast, það er ef til vill hið sanna líf ....“ (bls. 15, frum- útg.). Ctíll höfundar er fremur ^ þyngslalegur, það vantar skáldleg tilþrif, eldmóð, leiftr- andi setningar, snögg umbrot, eitthvað sem ýtir við lesandan- um, vekur hann, ertir, fær hann 3TEFÁM JÚLÍUSSQM ISgill í-: SUMAI JML iWimiMi wmm Jw QmS til að hlæja eða gráta, hrífast með. Höfundi lætur ekki heldur vel að semja samtöl, þau verka ekki ekta eins og töluð orð lif- andi fólks, einkennast því mið- ur of oft af stirðlegu bókmáli. Einkum finnst mér þetta mis- takast í munni stúlkunnar enda er þar vandinn mestur. Hún ei látin rugla of mikið sarrian götu- máli og bókmáli. Eftir þessari sögu að dæma virðist höfundi takast bezt upp í samtali þar sem fleiri en tveir ræðast við. Bezta samtalið í bókinni er við matarborðið á Aðalbóli þegar Hilda og Hörður eru komin I heimsókn og sá kafli í heild (11. kafli) langbezti kafli sögunnar. Málfar höfundar er yfirleitt gott og hreint. Þó örlar á mál- villum, til dæmis notar höfund- ur mikið yngri í stað miklu yngri, að vísu í samtali svo það getur verið gert með vilja. Undarlegt orðaval og útlenzku- legt er á stöku stað eins og þeg- ar talað er um fullar varir bls. 9) og rika sól (bls. 16). Þá á höfundur það til að fyrna orð- myndir og seilast til gamalla orða sem mér finnst ekki eiga við í sögu sem þessari: örendi, snapa, gems, gadda bæ, typpil- sinna, gremi. Að öðru leyti er bókin rituð á góðu máli. Cumarauki er fjórða skáldsaga ^ höfundar og hefði sem slík mátt vera betri. Sé hún borin saman við aðrar skáldsögur hans stendur hún framar þeim tveim fyrstu en að baki sög- unni Sólarhringur. Sagan er þó alls ekki ólæsileg en of dauf, of átakalaust. Og þessi deyfð er gremjuleg einmitt fyrir það að efnið gefur tilefni til meiri til- þrifa. Ég er ekki frá því að Stefán Júlíusson sé í sömu sporum og Áli Eyberg að því leyti að hann standi á tímamót- um, sú bók sem næst kemur frá ) hans hendi muni ráða úrslitum fyrir hann sem rithöfund. Eftir þvi verður hann að haga sér. Frágangur bókarinnar er mjög þokkalegur á íslenzkan mæli- kvarða. Og ósköp er gaman til þess að vita, að nú skuli upp létta að nokkru því svartnætti sem grúft hefur yfir bókakjöl- um Almenna bókafélagsins. Njörður P. NjarBvík. Efnahagur Bandaríkjanna traust ari en nokkru sinni síðan 1945 Stefán Júlíusson bljúg en rís ekki nægilega í sögulok því höfundur ætlast til að það sé í rauninni hún sem ber sigur úr býtum að lokum þó mér finnist honum ekki tak- ast það. Aukapersónurnar eru raunverulegri og mér er ekki grunlaust um að höfundi hafi jafnvel þótt vænna um þær en sjálfar aðalpersónurnar. Hilda er þó undantekning enda fær hún tæpast ráðrúm til að lifna í sögunni því hún fær þar svo lítið rúm þó hún sé þó raunar forsenda hennar. Þar að auki hefur höfundi orðið illa á í J—— Efnahagur Bandaríkj- anna stendur nú traust- ari fótum en nokkru sinni, síðan síðari heims styrjöldinni lauk, sagði Kennedy forseti í sjón- varpsþætti í byrjun vik- unnar. Forsetinn lét svo um mælt, að meiri festa væri í öllum þáttum efnahagslífsins en verið hefði um langt skeið, en menn mættu þó ekki gera sér vonir um, að stjórnin framkvæmdi lækkun á sköttum fyrst um sinn, það gæti ekki komið til framkvæmda fyrri en í fyrsta lagi eftir næstkomandi áramót. Kennedy kvaSst viSur- kenna, að skattabyrðin i Bandaríkjunum væri of mik- il, svo að hún drægi úr efna- hagsþróuninni, en það vanda iiál yrði að leysa á réttum tíma, og væri það ekki hægt án vandlegs undirbúnings. Þá viðurkenndi forsetinn, að ókyrrðin á verðbréfamarkaðin- um fyrr á árinu hefði komið illa við mörg heimili í landinu, en nú væri svo komið, að verð- bréfamarkaðurinn væri örugg- ari, þar sem réttara hlutfall væri milli verðs á verðbréfum og hagnaðarmöguleika bréfanna. Undanfarna átján mánuði hefir almennt verðlag verið stöðugra hér í landi en nokkru sinni, síð- an síðari heimsstyrjöldinni lauk, sagði forsetinn. í skýrslum þeim, sem hann hefði í höndum um efnahagsþróunina í júlí- mánuði, sæjust engin merki þess, að framundan væri stöðn- unar- eða afturfarartímabil í efnahagsmálum. Loks væri verð bólga ekki slík ógnun, að bera þyrfti kvíðboga hennar vegna. Forsetinn gat þess, að þjóðar- framleiðslan hefði vaxið um 10 af hundraði eða 50 milljarða dollara á því hálfu öðru ári, sem hann hefði verið f forsetastól, iðnaðarframleiðslan hefði vaxið um 16% og atvinnuleysi minnkað um 23%. Ástandið væri að vísu ekki eins gott, og menn hefðu gert sér vonir um, en engin ástæða væri heldur til sérstakrar bölsýni. Enn skortir Pólverja mikið magn hveitis Stjórnarvöld i Póllandi gcra ráð fyrir, að hveitiuppskera landsins verði enn i ár minni en áætiað var. Samið hefir verið um kaup á hveiti í Kanada, og þegar ákveðið, að Pólverjar fái þaðan 655,000 lest- ir ,sem kosta 42 milljónir dollara eða um 1,8 milljarð króna. Jafn- framt var um það samið, að Pól- verjar ættu forkaupsrétt á 445 þús- und lestum að aíiki, en þeir munu ekki ákveða endanlega, hvort þeir kaupa þær, fyrr en útséð er um, hvort uppskera verður eins léleg og menn gerðu ráð fyrir á miðju sumri. Ástæðurnar fyrir þeim vartdræð- um, sem steðjað hafa að Pólverjum í landbúnaðaimálum á undanföm- um árum, eru einkum þær, hve mik- il áherzla hefir verið lögð á að efla þungaiðnaðinn og knýja bændur til að taka upp samyrkjuskipulagið, en við það hefir áhugi þeirra fýrir búskapnum miimkað veruloga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.