Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 28. ágúst 1962. VISIR Otgefandi: Blaðaútgafan VISIR Ritstjórar Hersteinn Paicson. Gunnar G. Schrarn. Aðstoðarritstjón: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn Ö Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargj.ald er 45 krói.ur á mánuði. t lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Jarðakaup útlendinga í fréttaleysinu hefir Þjóðviljinn flett Vísi frá því í síðustu viku og dottið þar niður á frétt, sem hann síðan endurprentar, um að þýzkur auðmaður hafi keypt jörð austur í Holtum. Eru það ánægjuleg við- brigði, að Þjóðviljinn skuli vera byrjaður á því að endurprenta efni úr Vísi og munu vinsældir blaðsins tvímælalaust aukast að mun, ef þeirri stefnu verður áfram fylgt. Hins vegar er ekki hægt að segja, að ályktanir þáer, sem blaðið dregur af Vísisfréttinni séu sérlega skynsamlegar. Þjóðviljinn kémst að þeirri niðurstöðu, að stefna Vísis sé sú, að opna landið fyrir erlendum auðjöfrum, sér í lagi vestur-þýzkum, og styðja þá í jarðakaupum af ráði og dáð. Ætla verður, að þessi nið- urstaða sé þó fengin gegn betri vitund, því að í leið- ara Vísis er það skýrt og skilmerkilega tekið fram, að nauðsynlegt sé að vera á varðbergi í þessum sök- um og sjá svo um að íslendingar hafi jafnan tögl og hagldir I þeim fyrirtækjum, sem erlent fjármagn er Iagt í. Og erfitt er að sjá, hví Vísir hefði birt jarða- kaupafréttina, ef hann væri í laumuspili með þýzku auðmönnunum! Meðferð Þjóðviljans á þessu máli er gott dæmi um ábyrgðarlausa blaðamennsku. Málið er allt rang- túlkað. Tilgangurinn er sá, að gera Efnahagsbanda- lagið tortryggilegt. Annað vakir ekki fyrir blaðinu. Og engu máli skiptir þótt óheiðarleg brögð séu við það notuð. Vísir hefir marglýst þeirri skoðun sinni, að það sé nauðsynlegt fyrir íslenzku þjóðina að tengjast hag- stæðum viðskiptaböndum við EBE. Jafnoft hefir það verið ítrekað að þau tengsl megi á engan hátt skerða íslenzka hagsmuni og rétt landsmanna til auðæfa iandsins og landhelginnar. Frá þeirri stefnu mun ekki hvikað. \ Fræðsla um heilbrigðismál Undanfarið hafa farið fram rannsóknir á tann- skemmdum hér á landi. Er sú rannsókn mjög tíma- bær og ber vonandi góðan árangur. Þá hefir Tannlæknafélagið haldið uppi fræðslu og kynningar- starfsemi um hættuna af tannsjúkdómum og með- ferð tanna. Hér er um lofsvert framtak að ræða. Slíka almenna fræðslu um heilbrigðismál hefir mjög skort hér á landi og er ekki vanzalaust. Dag- blöðin hafa leitað til lækna um slíkar greinar, en ár- angurinn hefir verið sorglega lítill, hver sem ástæðan er. Lækning er góð, en vörn gegn sjúkdómum er enn- þá betri. Óskandi væri að Læknafélag Reykjavíkur hæfi meiri upplýsingastarfsemi um heilbrigðismá! og einnig heilbrigðisyfirvöld rikisins. En eins og sakir standa er langt frá því að slíkar upplýsingar liggi á lausu, þótt eftir þeim sé leitað. Oft fylgir fegurðinni bölvun Enn ein stúlka hefur nú verið flutt á sjúkre- hús, eftir að hafa tekið of mikið inn af svefn- meðali. Bella Darvi heit- ir hún og er frönsk leik- kona. Nafn hennar bæt- ist nú á lista þann er byrjaði á nöfnunum Marilyn Monroe og Pat Marlowe. Bæði Monroe og Mar- lowe eru látnar og Bella Darvis var eingöngu bjargað fyrir snarræði læknanna. Allar þessar stúlkur áttu eitt sameig- inlegt — þær voru allar framúrskarandi fallegar. Alheimur hryggðist yfir hinu augljósa sjálfsmorði Mari- lyn Monroe og spyr nú agndofa: Hvernig stendur á því að stúlk- ur sem ljóma af fegurð og hafa svo mikið að lifa fyrir, gera til- raun til að svipta sig llfinu á þennan hátt. V Nýju ljósi hefur verið varpað á þessa ráðgátu eftir hinar ítarlegu rannsóknir, Dick Sim- ons bandarísks þjóðfélagsfræð- ings. Hann hafði tal af fallegum konum, læknum og sálfræðing- um víðsvegar um heiminn, lagði fyrir þá spurninguna „hvers vegna laglegar stúlkur væru'oft svona óhamingjusamar, meðan stúlkur sem eru ekki eins heppn ar með útlitið eru fullkomlega ánægðar í lífi sínu og starfi?" Margar af þeim staðreyndum sem komu þá í Ijós eru nánast furðulegar. í Genf eru þrír sál- fræðingar í alheimsheilbrigðis- stofnuninni (sem þar er stað- sett), og þeir halda nákvæma skýrslu yfir sjálfsmorð og til- raunir til sjálfsmorðs hvarvetna í Evrópu árið 1960, 140 eða meira en helmingur þeirra, falla í flokk fallegra kvenna. Þeir hafa einnig uppgötvað að af 1200 konum í heiminum, sem sjálfar hafa bundið enda á líf sitt á síðasta ári, var nærri 800 lýst af Iögreglu viðkomandi staða sem „ungar og laglegar". ¥ Af þessu er Ijóst að margar aðlaðandi og velútlítandi konur eru ekki gæddar þeim hæfileika að kljúfa þau vandamál, sem út- lit þeirra skapar. Simons læknir hefur rætt þetta vandamál við forstöðu- mann Houston skólans í Texas, þar sem fjölmargir lífeSIisfræð- ingar vinna og eru til hjálpar mörgum fyrri nemendum sínum, sem glíma sjálfir við ým konar erfiðleika. Forstöðumaðurinn sagði Simons Bella Darvis að. hlutfallstala laglegra stúlkna sem kæmi til skrifstofu hennar væri ótrúlega há. „Það virðist" sagði hann „að vandræði þeirra vaxi í réttu hlutfalli við fegurð- ina“. V Eftir þessar upplýsingar á- kvað Simons að gera ítarlega rannsókn á einum ákveðnum hópi fallegra stúlkna, og finna út hvort fegurð þeirra hefði fært þeim hamingju eða ógæfu. Hann valdi sér „model“ stúlkur frá París, beint frá Dior. Síðustu 15 árin hafa 29 stúlk ur starfað hjá Dior og komst Simons að þeirri niðurstöðu að nærri 20 þeirra væru óhamingju samar i dag. Fjórtán þeirra hafa skilið og aðeins sex hafa búið við • hamingjusamt hjónaband. Simons spurði þær stúlk- ur sem skilið hafa, eftirfarandi spurningar: Ef þér hefðuð ekki verið svona fallegar, munduð þér þá vera hamingjusamar? Allar með tölu svöruðu, ját- andi. Þær sögðu allar að í þeim hvirfilvindi frægðar og frama sem þær höfðu búið við sem topp sýningarstúlkur, hefðu þær ekki haft tíma né vilja til að hugsa rökrétt eða skynsamlega og hefðu þær leiðzt út i ýmsar óráðlegar athafnir sem hefðu orðið þeim til ógæfu síðar meir. V Simons rannsakaði einnig fer- il 30 fegurðardrottninga í alþjóðakeppnum. Hann komst á snoðir um, að 4 fegurðardrottn- ingar slðan 1948 hefðu gert til- raunir til sjálfsmorðs, þar af ein dáið, 10 hafa verið undir lækn- ishendi vegna taugaveiklunar og 10 flosnað upp í hjónaböndum sínum. Átta voru hamingjusam- ar. Meðal þeirra lækna og sálfræð inga sem Simons talaði við, var Benjamin Grunebaum, einn þekktasti sérfræðingur í vanda- málum konunnar. Hánn segir: Ég hafði með að gera, árið 1961, 20 sjúklinga sem þjáðust af alvarlegri taugaveikl- un. Allt voru það konur og sum ar þeirra höfðu reynt að fremja Framh. á bls. 6. i ‘ > i U'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.