Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 1
¥ISIR 52. árg. — Miðvikudagur 29. ágúst 1962. — 202. tbl. FORSETINN GENGUR Á LAND r:y^:y:y ;;-;;¦:-:;; :;;¦;;¦¦ :¦¦: ¦¦:¦¦ ;'¦-¦;'¦: ;>>¦-".>-":>:.>"::,:>,>>>'.>::>":." Enn einii bátur Enn einu sinni hafa gúmmí- bátarnir koniið sér vel við skips- j tjón, jafnvel bjargað fleiru en einu mannslifi. Vélbáturinn Stella frá Grindavík fórst í nótt á miðum úti, mannbjörg varð og eru skipstjóri og stýrimaður báðir á einu máli uin að gúmmíbátarnir hafi átt stór- an þátt í því að svo vel tókst til. Atburður þessi skeðí í fyrrinótt og bar að með nánast furðulegum hætti. Stella var & humarveiðum og „lágum við rétt yfir mestu dimm- una". Stillilogn var og fyrir hreina tilviljun komust skipverjar að því, að báturinn var að fyllast af sjó. Um tvöleytið rétt eftir vaktaskipti gekk 1. vélstjóri niður í vélarrúm og sá þá að sjár streymdi þangað inn, úr lestinni, í geghum leiðslur sem þar Iágu á milli og eins undir þilið. Var honum strax ljóst að mikill sjór var þegar í lestinni. Framhald á bls. 5. Z*>-v Forsætisráðherra, Ölafur Thórs, ásamt menntamálaráðherral við brottför þeirra í morgun. Forsætisráðherra til Akureyrar Forsætisráðherra fór í morg- un ásanit menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni til Akureyr- ar ,en þeir verða þar fulltrúar rikisstjórnarinnar á hundrað ára afmdi höfuðstaðar Norður lands. Fréttamaður Vísis hitti hann að niáli er hann var að stíga upp i flugvéiina á Reykja víkurflugvelli og spurði hann um fcrðina. — Þér hafið náttúrulega oft komið til Akureyrar, herra for sætisráðherra? — Já, þegar ég var ungur, var ég Iengi á Svalbarði í ná- grenni Akureyrar og kom þá oft þangað, oftast á vegum Sjálfstæðisflokksins i pólitiskri víking. — En nú farið þér fyrir hönd ríkisstjórnarinnar? — Mér er það mikið gleðiefni að fara fyrir hönd rikisstjórn- ar og bera fram árnaðaróskir hennar. Ósk okkar er sú, að þar megi ætíð búa fólk, sem gerir garðinn frægan eins og nú er. Mynd þessi var tekin í gær á haf narbakkanum á Akureyri þeg ar Asgeir Asgeirsson forseti steig á land úr varðskipinu Þór. bæjarstjórnar og Magnús E. Guð Við landganginn taka a móti jónsson bæjarstjórl. honum Jón G. Sólnes forfcíi I ¦¦*¦«.***.¦ ,,:1sV-,—-••'-.. Akureyri í hátííarskrúSa Dansað á götunum í kvöld Á hátíðafundi sínum laust fyrir kl. 6 í kvöld mun bæjarstjórn Akureyrar samþykkja eftirfarandi: •je a6 stofna veglegan menningarsjóð bæjarins ^r að leita eftir tilboðum um nýtt og fullkomið skipulag Akureyrar iz að setja nýjar reglur um æðstu stjórn bæjarins. sýning opnuð í gagnfræðaskólan- um. í kvöld munu Akureyringar dansa á götum miðbæjarins sem allur verður skrautlýstur. Er ekki að efa að þar verður mikill og góður gleðskapur. pegar bæjarbúar komu á fætur ímorgun blöktu fánar við hún á hverju hösi. Bærinn er fagurlega skreyttur sérstaklega miðbærinn og má sjá skjaldarmerki bæjarins á mjög mörgum veifum. Fjöldi gesta er kominn til bæjar- ins og öll hótel eru þéttsetin. í morgun er hátíðahöld hófust var veður gott, skýjað en milt og hlýtt. Hámark hátíðahaldanna fer fram eftir hádegi á íþróttaleikvanginum en það hefur valdið Akureyring- I um vonbrigðum að hátíðarræðumað urinn Davíð Stefánsson skáld getur j ekki flutt ræðu sína sökum sjúk- leika. Mun annar maður, Gísli'Jóns- son menntaskólakennari flytur ræðu Davíðs. Tónlistina mun ekki skorta á Akureyri í dag. Karlakórar bæjar- ins blandaður kór munu syngja og lúðrasveit leika. Á íþróttaleik- vanginum munu forseti íslands og forsætisráðherra flytja ávörp. Síð- degis verður mikil og merk sógu- €nt ekki fluft ræðunu Það var ætlunin að Davíð Stef- ánsson skáld frá Fagraskógi flytti aðalræðuna á afmælisdegi Akur- eyrar í dag. Af þessu gat þvl mið- ur ekki orðið vegna veikinda skáldsins og munu allir harma það, að þjóðskáldið gat ekki komið fram á þessari aðalhátíð bæjarins. Hann veiktist fyrir nokkrum dög- um af hjartasjúkdóm og varð að leggjast á sjúkrahús. Skáldið hafði lokið við að semja ræðu sína og átti Gísli Jónsson menntaskólakennari að flytja hana á hátíðinni. ia kjötið í búiir í dag í dag þegar reykvískar hús- mæður Iíta inn i kjötbúðirnar er hægt að segja þeim þær gleðifréttir að nýja kjötið sé komið. Vísir hringdi í morgun til sölustjóra Sláturfélags Suð- urlands og spu.31st fyrir utn haustslátrunina, en Sláturfélag • ið eru þeir einu sem slátra hér f Reykiavfk. Sagði sölustjórinn að byrjað hefði verið að slátra í gær, voru það 60 lömb frá Krýsuvík. 1 dag verður svo slátrað 70 lömbum úr Kjósinni. Bjóst hann við að slátrun mundi standa til föstu- dags. «——«!!!¦.....¦ .....»11111 Nýja kjötið verður nokkuð dýrt fyrst um sinn, súpukjötið á kr. 48,40 pr. kiló, hryggur á 56.15 og lærissneiðar 54,35. Töluvert er enn eftir af kjöti frá því í fyrra og þar sem geymslan hefur tekizt vel má búast við að nýja kjötið seljist ekki mjög mikið fyrst um sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.