Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvikudagur 29. ágúst 1962. Stangarstökkið skar úr um, hvort Valbimi tækist að siá Islandsmetið. Hann felldi í tvö fyrstu skiptin, en í þriðju tilraun flaug hann yfir við mikinn fögnuð viðstaddra. Valbjöm sló tugþroutar- metið með 6973 stigum Tugþraut Meistaramóts- ins í gærkvöldi var glæsi- leg keppni með góðum á- rangri og skemmtilegum keppnum, — en mjög lé- legri framkvæmd af hálfu FÍRR, sem eyðilegði ger- samlega skemmtunina af tveim síðustu greinunum fyrir þó nokkuð mörgum mönnum sem lögðu leið sína út á Melavöll þrátt fyrir heldur kalt veður, því keppni gekk ótrúlega sila- lega fyrir sig og spjótkast- ið og 1500 metrara hlaup- ið fóru fram í hálfrökkri. Valbjörn tók nú loks tugþrautar- met Arnar Clausen frá 1951, en það var 6889 stig, en Valbjöm gerði nú 84 stigum betur og fékk 6973 stig. Vom mörg afrek Val- bjarnar mjög góð og nægir að benda þar á 110 metra grinda- hlaupið á 15.3 sek., sem er lang- bezti' tími hans, enda trúði hann vart sínum eigin eyrum er hann heyrði tímann. Björgvin Hólm, sem má heita „sérfræðingur“ f stuttu grindinni varð að láta í minni pok- ann fyrir Valbirni að þessu sinni. Stangarstökkið var og gott, Val- björn stökk 3.80, 4.00, 4.15 og 4.30 mjög léttilega, fyrstu 3 hæðimar í fyrstu tilraunum, en 4.30 í þriðju tilraun. 4.40 reyndust honum um megn í þetta skipti, en síðasta til- raunin var ekki fjarri lagi. Árangur Kjartans Guðjónssonar er nýtt drengjamet, hið fyrra setti hann fyrir nokkm síðan og var það 4961 stig eða 210 stigur lak- ara. Er ekki að efa að Kjartan get- ur náð mjög langt í tugþrautinni, ef hann leggur rækt við þá grein. Elnar Frímannsson náði sfnum bezta árangri að þessu sinni með 5141 stig. Keppnin var spennandi og yfir- leitt var þetta ein bezta frjáls- fþróttakeppni í langan tíma, en mótsstjómin hefði sannarlega mátt vera betri, en algert upplausnar- ástand var og áhorfendur fengu fátt annað að heyra í gjallarhorn- um vailarins en sjúklegar skipanir um að „hypja sig út af vellinum“, enda var svo komið að fólk uppi í stúku var farið að halda sig ó- velkomið á mótið. Ein undirstaða góðs íþróttamóts er góður þulur, Skemmtilegur og fróður í senn, en slíkir menn virðast ekki vera á hverju strái. Annars var það eitt skemmtileg- asta við þessa keppni að allir 5 þátttakendurnir héldu keppnina út í gegn, sem er líklcga fádæmi í slíkri keppni hérlendis. Þarna leikur Albert í kvöld Þetta er San Siro leikvangurinn glæsilegi í Napolíborg, en þar keppir Albert Guðmundsson í kvöld á flóðlýstuni vellinum með gömlu félögunum sínum frá gullnu ámnum hans í knattspyrnunni, en þá var Albert nokkurs konar hálf- guð ítaiskra áhugamanna um knattspyrnu, en þeir eru æði marg- ir. Andstæðingur Milan í kvöld er Rómarliðið Inter, þ. e. samsvarandi lið frá því félagi, en ieikurinn er leikinn í góðgerðarskyni fyrir bamaverndarmál. Fjórar breytingar hjá írska liðinu Landsleikurinn við íra lálgast nú óðum. íslenzka liðið var tilkynnt í fyrra- dag og nú höfum við feng- ið fréttir af því írska. Ein breyting er gerð á íslenzka landsliðinu en fjórar á því irska. Er það síðarnefnda þannig skipað: Kelly, Prest on, McNally, Luton, Nolan Shamrock Rovers, Hurley Suriderland, Saward Hudd ersfield, Curtis Ipswich, Fogarty Sunderland, Cant- well Man. Utd., Preyton Leeds, Touhy Newcastle. Á þessu liði eru fjórar breyting- ar frá leik þess við ísland, leik- menn Manchester United, Giles og Dunne eru ekki með, svo og Meag- an frá Everton og Hale frá Don- caster. Allt eru þetta góðir leik- menn með þeim betri í írska liðinu en varla er hægt að tala um, þrátt fyrir það, að lið þeirra veikist að miklum mun. Þeir sem koma í stað þeirra eru allt reyndir leik- menn frá sterkum félögum. Hægri útherjinn t.d. er frá ensku meistur- unum Ipswich. Hægri framvörður- inn Nolan er islenzkum knatt- spyrnumönnugi gamalkunnur, hef- ur leikið tvisvar áður gegn ís- landi, þar af einu sinni hér heima. Varla er því við að búast að sig- urmöguleikar Islands séu miklir, en þó verður alltaf að gera ráð fyrir öllum möguleikum. Hefur því Framh. á bls. 3. Úrslit Rvíkurmótsins 1 kvöld leika Valur og Fram í síðasta leik Reykjavíkurmótsins og fer leikurinn fram á Melavelli og hefst kl. 7.30. Þegar þessl lið léku í vor, var leik slitið f miðjum síð- ari hálfleik vegna þess að annar línuvörðurinn hætti í hléi. Leikar stóðu þannig í mótinu, að K.R. hafði hlotið 7 stig, Fram 5 stig, og Valur 4 stig. Sigri Fram verða K.R. og Fram að leika að nýju, en verði jafntefli eða sigri Valur, verður K.R. Reykjavfkur- meistari. Bikarkeppnin. 1 kvöld fer fram annar leikur Víkings og Breiðabliks í Bikar- keppninni og fer hann fram á Hafnarfjarðarvelli og hefst kl. 7.30. Þessi lið léku fyrir nokkrum dög- um og lyktaði leiknum með jafn- tefli. Það lið sem sigrar, leikur á laugardag gegn Hafnfirðingum. Hér sézt Vaíbjöm f stökkinu sjálfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.