Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. ágúst 1962. VISIR Akureyrarhátíðin: Glæsilegt elliheimili Kampmann gefst upp vegna veikinda Enn einn bátur — Framhald af bls. 1. Gerði hann skipstjóra aðvart, vöktu þeir áhöfnina, þrjá menn utan þeirra og yfirgáfu þeir skipið nær strax. Þeir gáfu sér þó tíma til að skjóta upp rakettum og blása upp gúmmí- bátinn. Mátti ekki tæpara standa, því rúmum fimm mínútum eftir að þeir höfðu yfirgefið skipið sökk Stella £ spegilsléttan sjóinn. Haukur Kristjánsson stýrimaður segir svo frá: Þegar þeir vöktu mig, var þegar kominn mikill halli á skipið. Reyndum við að sigla skip- Iðnó — Framh. af 16. síðu: auki hefði verið óvenjulítill stofn- kostnaður við þá sýningu, hefði leikfélagið samt tapað um 20 þús. krónum á leikritinu. Leikfélagið hefði því ekki séð sér annað fært en snúa sér til borgarstjórnar til að fara þess á leit við hana, að hún veitti félaginu nokkurn styrk til framkvæmdanna og hefði borgar- stjóri, Geir Hallgrímsson sýnt þessari málaleitan hina mestu vin- semd. Leikfélag Reykjavíkur leggur á- herzlu á að reyna að ljúka þessum breytingum fyrir haustið til þess að geta hafið starfsemi sína í hin- um breyttu húsakynnum. Er ætlun- in að hefja starfsemina um miðjan október og frumsýna þá tvö leikrit sömu vikuna, nýtt leikrit eftir Jök- ul Jakobsson og austurrfskan gam- anleik. Að lokum sagði Helgi Skúlason, að þessar ráðstafanir yrðu á engan hátt til að draga úr baráttunni fyrir nýju leikhúsi, heldur væru einung- is til að skrimta af þar til starf- semin gæti flutt í nýtt húsnæði. inu til nærliggjandi báta, en troll- ið sem Iá útbyrðis á síðunni, flækt- ist strax f skrúfuna, svo það var árangurslaust. Ég hugði sem fyrst að lífbelt- unum, en þó fannst mér aldrei mik- il lífshætta á ferðum. Það hefur líklega stafað af því hversu veðrið var gott. Allir voru syndir. Bæði Haukur og Einar Jóns- son skipstjóri eru sammála um að eini möguleikinn fyrir lekan- um væri sá, að botnstykki í dýptarmæli hefði gefið sig. Það hefur komið f ljós á ýmsum bátum, að það lekur nokkuð með þessum botnstykkjum en aldrei þó þannig, að skipin hafi fyllzt af sjó. I Stellu voru gömul botnstykki en nýr dýptarmælir og getur verið að það sé orsök- in. Er þá um einhvers konar tæringu að ræða. „Það eina sem ég vil segja um þetta atriði er að ef þetta er rétt, þá erum við heppnir að það skyldi bera að í svona góðu véðri.“ Iðnsýningin — Framh. af 16. sfðu: prentun, vinnufataefni, fatnað, súkkulaði efnagerðarvörur, niður suðuvörur, kex o.fl. o.fl. Víða eru vélar f gangi til að sýna almenningi hvernig framleiðslan gengur fyrir sig í raun og veru. Á báðum sýningarhæðunum eru seldir minjagripir og þar eru enn- ' fremur upplýsingadeildir til að | skýra framleiðsluna á einstökum ; vörutegundum og gefa aðrar þær upplýsingar eða fræðslu, sem ósk- að er eftir. Á svölum efri sýningarhæðar- innar verða veitingar seldar, ann- að hvort undir tjaldhimni eða beru lofti eftir því hvernig viðrar. Hákon Hertervig arkitekt sá um uppsetningu sýningarinnar og skipulagði allt. Ber öllum saman um að fyrirkomulagið á sýning- unni sé með afbrigðum smekklegt og skemmtilegt. Sýningin var opnuð kl. 6 síðdeg- is í gær fyrir boðsgesti, bæði inn- lenda og erlenda og má þar fyrst í flokki telja forsetahjónin, alþing ismenn og aðra heiðursgesti. Sýn- inguna opnaði Jónas G. Rafnar al- þingismaður með ræðu, þar sem hann rakti í stuttu en greinargóðu yfirliti þróun iðnaðar á Akureyri frá því er kaupstaður var stofnað- ur þar. Að því búnu var sýningin skoðuð undir Ieiðsögn sérfróðra manna. Klukkan 8 í gærkvöldi var sýn- ingin opnuð fyrir almenning og | var þá opin til kl. 10. Geysileg að- sókn var að henni. Akureyrarbær var í miklum há- tíðarskrúða f gærkvöldi, kirkjan og skólabyggingar voru upplýst með flóðljósum, en lystigarðurinn, svo og andatjörnin og gilið austur j af henni skrautlýst með mislitum Ijósaperum. Lystigarðurinn var op inn fram á nótt og var þar fjöldi manns samankominn að skoða hina skrautlegu lýsingu garðsins. Veður var milt og gott á Akur- eyri í gær, en í morgun var 9 stiga hiti, norðaustan gola og þoka nið- ur í miðjar hlíðar. Nær allir boðsgestir bæjarstjórn- ar Akureyrar í sambandi við há- tíðarhöldin voru komnir í gær-1 kvöldi og hefur bærinn tekið Hótel I KEA á leigu fyrir þá meðan þeir dvelja í boði kaupstaðarins. Fréttamaður Vísis hitti á flugvellinum í Reykjavík í morg un tvo fulltrúa frá vinabæ Akur- eyrar í Finniandi, Lahti, er þeir voru að fara norður f morgun. 1 Maðurinn er forseti bæjarstjóm-1 ar Lahtis, konan er klædd finnsk ^ um þjóðbúningi frá 13. öld. j. mun verða tekin innan skamms í þessu efni. Jens Otto Kragh utanríkisráð- herra er talinn líklegur eftirmaður hans. Danmerkurheimsókn Ben Guri- ons forsætisráðherra Israels mun ekki verða frestað vegna veikinda forsætisráðherrans. — Ben Guri- on er nú í heimsókn í Noregi og kemur í heimsókn til íslands, er stendur 12, —16. n. m. Viggó Kampmann Finrtskir Akureyrarvinir hallsdóttir en heimilið tekur til starfa innan fárra vikna. Það stend ur í brekkunni skammt fyrir ofan Menntaskólann. Þar hefur bæjar- stjómin úthlutað miklu svœði und ir elliheimilishverfi og er nýja elli heimilið fyrsti áfanginn í þvf hverfi. Ekkert elliheimili hefur starfað á Akureyri en undanfarin 20 ár hefur Stefán Jónsson, klæð skeri reki elliheimilið Skjaldar- vfk fyrir eigin reikning. Sr. Pétur Sigurgeirsson flutti ávarp og Jón Þorvarðarson formaður stjórnar- innar lýsti 30 þús. kr. gjöf til minn ingar um Tómas Bjömsson frá Rafha-umboðinu. Viggo Kampmann forsætisráð- herra Danmerkur var í gær lagður í sjúkrahús, til nýrrar skoðunar og hvíldar, vegna hjartabilunar þeirr- ar, sem hefur þjáð hann að undan- fömu. Kampmann kenndi sjúkdómsins á síðastliðnu vom og tók sér hvíld frá störfum, en við því tók Jens Otto Kragh utanríkisráðherra til bráðabirgða, og gegndi hann því þar til fyrir hálfum mánuði, er Kampmann tók við að nýju. Ekki er enn kunnugt hvort nokkr ar læknisaðgerðir em áformaðar á forsætisráðh. aðrar en skoðunina, en hann mun vafalaust taka sér nokkra hvíld, og f opinberri til- kynningu f gær var gefið í skyn, að vafasamt væri að hann gæti gegnt forsætisráðherrastarfinu áfram heilsu sinnar vegna. Ákvörðun ^ Núna í vikunni snjóaði i Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Það var í fyrsta skipti í 16 ár, sem böm þar hafa getað farið í stijó- kast. ^ De Gaulle hefur rætt við ýmsa helztu ráðamenn um auknar ráð- stafanir til þess að fást við hryðju verkamenn. vígt í morgun Frá fréttaritara Vísis. Akureyri f morgun. Nýtt elliheimili var vígt á Ak- ureyri í morgun. Sagði Magnús Guðjónsson bæjarstjóri í vígslu- ræðunni að „hann vonaðist til að öldmðu fólki væri búið þar vist- legt og raunvemlegt heimili". — Viðstaddir vora forseti ísiands, al- þingismenn Norðurlands og fieiri gestir. Þetta er fyrsta elliheimilið sem reist er nyrðra. Rúmar það 26 vist menn eins og sakir standa nú, en fullbúið tekur það 85 manns. Kven félagið Framtíðin hefur safnað fé til heimilisins og afhenti formað- ur Framtíðarinnar, frú Ingibjörg Halldórsdóttir bæjarstjóranum 1 milljón króna gjöf í morgun. Hið nýja elliheimili er vönduð og vistleg bygging. Hófust fram- kvæmdir við hana árið 1960. For- stöðukona verður Ásthildur Þór-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.