Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. ágúst 1962. VISIR íslendingar hafa góðan smekk Spjallað v/ð Jóhann í Valbjörk um húsgögn, út- flutning þeirra og nýjan stíl Akureyri er mikill iðn- aðarbær, og það sem meira er, Akureyringar hafa jafnan lagt á það mikla áherzlu að vanda sem mest vörur sínar og gera þær sem prýðileg- ast úr garði. Meðal þeirra fyrirtækja, sem telja má með hinum fremstu á Akureyri, er húsgagnasmiðjan Valbjörk. í rauninni er saga þess fyrirtækis sagan um það, hvernig ungir menn geta unnið sér brautargengi með dugnaði og hagsýni á skömmum tíma og einnig dæmi um það, að Island er land tækifæranna — ef menn kunna að nota sér þau. Nýstárleg húsgögn. Valbjörk er nú orðið vel þekkt nafn hvarvetna á land- inu. Það er bundið hugartengsl- um Við falleg og smekkleg hús- gögn, sem prýða fjölmörg heim- ili, ekki síður hér sunnan fjalla en norðan á fjörðum, fyrir aust an og vestan. Það hefði hins vegar lítið þýtt að nefna nafn- ið fyrir einum 10 árum. Þá var fyrirtækið ekki til. Það var í þann veginn að fæðast. Margir muna vafalaust eftir Iðnsýningunni, sem haldin var hér í Reykjavík árið 1952. Til hennar var stofnað af stórhug og þar var margt að sjá. Eitt af því, sem nokkra athygli vakti á sýningunni voru húsgögn, sem báru meiri nýtízkusvip en menn höfðu áður átt að venj- ast, flestir hverjir, hér á landi. Húsgagnasmekkurinn hafði lengi staðið í stað. Þau hús- gögn, sem framleidd voru hér á árunum eftir stríðið, voru flest í þungum stí! eins og þá var siður og smekkur. Stólar voru mjög stoppaðir, sumir fóðr aðir silkiáklæði og þá gjarnan útskornir armar og bak. Sama var að segja um sófa. Yfir þeim var hinn sami þunglyndislegi góðborgarablær, sem og öðrum húsgögnum. En húsgögnin, sem sýnd voru á Iðnsýningunni og skáru sig úr, voru í allt öðrum stíl, þau voru létt, grönn, jafnvel brot- hætt að manni fannst og þau komu sumum ailundarlega fyr- ir sjónir. Þetta voru fyrstu Val- bjarkarhúsgögnin, sem fram- leidd voru og þau vöktu þegar mikla athygli. Fyrirmynd þeirra var sótt til nýrra húsgagna, sem framleidd voru á Norður- iöndum, þau voru í hinum „skandinaviska stíl“ sem nú er orðinn svo velþekktur víða um heim. Maðurinn að baki stílnum. Maðurinn að baki þessum nýja stil var '’hann Ingimars- son sem verið hefir fram- kvæmdastjóri Valbjarkar frá upphafi og hafði þá nýlokið námi í Danmörku. Þar hafði hann stundað nám £ Teknolog- isk Institut og unnið á hús- gagnaverkstæði f Kaupmanna- höfn alls í 3 ár. Jóhann teiknar sjálfur öll Valbjarkarhúsgögnin og þau eru enn í svipuðum stíl og upp- haflega, hinum skandinaviska, þótt útlit og línur hafi auðvitað breytzt á þessum tfma. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að eftir nokkuð hik breyttist hús- gagnasmekkur landsmanna og nú eru vart önnur húsgögn keypt en í þessum stíl. Þegar fréttamaður Vfsis var nýlega á Akureyri og spjallaði við ýmsa menn f tilefni vænt- anlegs afmælis, hitti hann Jó- hann að máli og spurði hann um eitt og annað er húsgögnum við- kemur. — Þið voruð með þeim fyrstu f Valbjörk, sem byrjuðuð á hinum Iétta nýja húsgagna- stíl? — Já, það er rétt. Við feng- um strax allmiklar pantanir eft- ir að við sýndum. Það voru fyrst og fremst Reykvíkingar, sem skiptu þá við okkur. Menn tóku þessum nýju húsgögnum tregar úti á landi. En nú er það breytt. — Hvað segir þú um hús- gagnastílinn. Eru nokkrar breyt ingar í aðsigi? — Já, ég held að mér sé ó- hrett að fullyrða það. Stíllinn er að breytast yfir í beinar, klassiskar línur og húsgögnin eru lítið eitt að þyngjast aftur. Á ég þar fyrst og fremst við dagstofu- og borðstofuhúsgögn. Annars er það nauðsynlegt fyr- ir okkur að breyta um stíl ár- lega að einhverju leyti vegna þess hve markaðurinn er hér lítill. Auðvitað er það ókostur en annars er ekki kostur. Með Þessi borðstofuhúsgögn hafa fallið fólki bezt í geð af þeim sem við höfum framleitt segir Jóhann. því eykst salan. Borðstofustól einn höfum við þó framleitt óbreyttan í fimm ár og þykir það langur tími. Annars tel ég að íslendingar séu smekkmenn f vali hús- gagna. Þeir eru fljótir að til- • einka sér nýjungar. Óhræddir við að skipta um. Hjónarúmið einna vinsælast. — Hverja telur þú standa fremsta á sviði húsgagnagerðar. — Tvímælalaust Dani, þótt margt fallegt sjáist hjá öðrum, t. d. Svíum. — Hvers konar húsgögn selj- ast mest? — Húsgögn f svefnherbergi og borðstofur. Það er eðlilegt. Fólk giftir sig og þá er hjóna- rúmið keypt. Og á einhverju þurfa diskarnir að standa. Ég held að borðstofustólar séu einn vinsælasti hluturinn af þvf, sem við framleiðum. Eina gerðina höfum við smfð- að í 3.000 eintökum. Hverjir litir eru vinsælastir f húsgagnaáklæði f dag? — Það eru grátt, blátt og mosagrænt, sem virðist vera uppáhaldslitur fólks eins og sak ir standa. — Og vinsælasti viðurinn? — Tvímælalaust teak. — Þið eruð nýfluttir í mikið verksmiðjuhús. — Já, við erum nú til húsa hér á' Gleráreyrum 28. Hingað fluttum við f fyrra og byggð- um húsið sex, sem eigum Val- björk f sameiningu. Þetta er þúsund fermetra hús og að- staða öll góð. En í ráði er að byggja enn, f jögurra hæða verzl unarhús hér við hliðina. — Og hver eru ykkar stærstu vandamál í húsgagna- gerð? — Tvímælalaust rekstrarfjár- skorturinn. Við seljum mikið af húsgögnum á afborgunarskil málum og það er óhagstætt f þessu tilliti. Aftur á móti hefir það fyrirkomulag á greiðslu ör- ugglega aukið söluna. Ég er þeirrar skoðunar að ekki verði komizt hjá því að skapa iðn- aðinum f landinu betri rekstr- arfjárkjör en nú tíðkast. Við er- um næststærsta húsgagnaiðja í landinu, en þrátt fyrir það finn- um við allt of vel hvar skórinn kreppir f þessu efni. Útflutningur húsgagna. Að lokum berst talið að út- flutningi húsgagna. Jóhann og félagar hans og meðeigendur eru bjartsýnir í þeim efnum. En þeir benda á, að þar þurfi tvennt að koma til. Lánastofn- anirnar verða f fyrsta lagi að taka upp nýja stefnu, þvf fjár- frekt er í byrjun að framleiða stórar pantanir til útflutnings. 1 öðru lagi þarf að endur- skipuleggja vinnuna og fram- leiðsluna. Til útflutnings dugar ekki að framleiða fá eintök af hverju húsgagni. Þar er um að ræða hundruð og oftast þús- undir. Ákvæðisvinna kemur hér mjög til greina og höfum við í Valbjörk lítið eitt byrjað á slíku starfsfyrirkomulagi. Vinnuna þarf og að skipuleggja með gjör nýtingarsjónarmiðið f huga. En við erum bjartsýnir, heldur Jó- hann áfram, og viljum mjög gjarnan reyna að vinna hús- gögnum olrkar brautargengi á erlendum mörkuðum, þótt verð okkar sé enn heldur hátt borið saman við aðrar þjóðir. Eins og sakir standa erum við að gera tilboð í 5000 stóla sam- kvæmt beiðni, sem okkur barst nýlega erlendis frá. Hver veit nema það komi brátt að því, að um útflutning verði að ræða. ★ Er hér var komið slitum við talinu og kvöddum þá fram- sýnu dugnaðarmenn, sem á skömmu árabili hafa byggt upp frá grunni eina beztu húsgagna- iðju landsins. Framfarahugur þeirra og bjartsýni er einkenn- andi fyrir viðhorf akureyrskra iðnaðarmanna á þessu tfma- mótaári í sögu bæjar þeirra. Jóhann við teikniborðið I Valbjörk. Þama er nýr stóll að verða til. Sniðskéii Bergljötar Ólofsdéttur Sniðteikningar, sniðkennsla, máltaka og mát- anir. Kennslutíminn frá kl. 6-8 og 8-10,30 Saumanámskeið, kennsla byrjar í september. Innritun og upplýsingar í síma 34730.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.