Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. ágúst 1962. n VÍSIR TAKZAN ELU7EP THE 'MNSTEZ'" 5UT 7ANGEK STILL THKEATENEP’ AFTER HE WAS, CAFTUKEP’ BY THREE STKANGE WHITE A\EN! Diitr. 'by Únitrd F«»ture Syndlcate, Ine. Saga eftir kvikmyndinni THE BLACK ORCHID frá PARAMOUNT-kvikmyndafélaglnu. Hann settist andspænis henni og svaraði rólegur: — Nei, Ralphie hefur ekki hlaupizt á brott, en það stafar eingöngu af því að einn af fé- lögum hans aðvaraði mig í tæka tíð. Ralphi.t var reiðubúinn til að flýja í gærkvöldi. — Og þér trúið því, sem þessi félagi hans segir? spurði hún á- köf. — Þessi félagi hans bjargaði Ralphie frá því að verða sendur í unglingafangelsið, sagði Har- mon ákveðinn. — Þér verðið að afsaka, sagði Rose óhamingjusöm. — Ég er svo hræðilega hrædd. — Það skil ég mæta vel, frú Bianco. — Hann lofaði mér ákveðið, að hann gerði þetta aldrei fram- ar. En hann getur ekki að því gert, hvað hann gerir . . . Hvers vegna leyfið þér mér ekki að taka hann heim, hr. Harmon? Þér haldið þó ekki að hann fari að stela aftur úr stöðumælun- um? Hann fékk lykilinn hjá föð- ur sínum, en nú hefur lögreglan lykilinn og faðir hans er dáinn og grafinn. — En þeir drengir og ungling- ar, sem Ralphie umgekkst í hverfinu, eru þeir einnig dauðir og grafnir, frú Bianco? Við er- um ekki að reyna að vernda sam félagið gegn Ralphie, það verðið þér að skilja. Við reynum að yernda Ralphie gegn samfélag- inu og slæmum áhrifum. — Hvar er hann núna? spurði Rose áhyggjufull. — Hann er í stofufangelsi. — Get ég heimsótt hann? Harmon stóð á fætur og sagði brosandi: — Það er ekki leyfi- legt, svo að þér verðið að gæta þess að enginn sjái yður læðast inn til hans! Ralphie stóð við gluggann, þegar móðir hans kom inn til hans. Hún lokaði dyrunum skjót lega á eftir sér. Hann leit við og horfði bein framan í hana, en snéri sér svo við aftur og hélt áfram að horfa út um gluggann. Rose lagði ávaxtapokann á rúmið hans, gekk hægt til hans ©dfr sfrisu> ©ri ai ieins kr. 345.- ¥erz8unin og stóð fyrir aftan hann, án þess að geta komið upp nokkru orði. — Byrjaðu bara að skamm ast, svo að við getum þá lokið því, sagði hann afundinn. — Ég kom ekki til að skamm ast, sagði hún blíðlega. — Hvað sagði Harmon? — Hann gerði allt, til að hjálpa þér ... Hvers vegna held ur þú áfram að hlaupast á brott héðan, Ralphie? Hvað vinnur þú með því? — Ég kemst út héðan! Það er það eina, sem ég hugsa um. Þú ættir heldur að reyna að hjálpa mér að komast héðan en að vera með þessar sífelldu á- minningar. ' Rose fór snögglega að gráta, hljóðlega en hjálparvana. — Þú mátt ekki gráta, mamma, sagði Ralphie vand- ræðalega. — Ég get ekki séð þig vera að gráta . .. Mér þykir fyrir því, sem ég sagði áðan. Ég reyni að sætta mig við að vera hérna, en á næturnar ligg ég í rúminu og get ekki sofið ... og þá hugsa ég um pabba. — Þú ættir heldur að reyna að gleyma honum, sagði Rose ákveðin. — Hann varð þér nógu mikið til ills á meðan hann var á lífi. — Hann pabbi? Ralphie leit á hana tortrygginn. Rose þerraði sér um augun og tók utan um axlir drengsins. — Hr. Harmon er góður mað- ur, sagði hún hægt. — Ég er farin að sjá, að enn eru þó til góðir menn í þessum slæma heimi. Eitt kvöldið sat ég heima og var að búa til blóm eins og venjulega, og þá heimsótti mig maður, sem talaði þannig við mig að ég gleymdi öllu. — Hvaða maður var það? — Fellur þér vel við hann? — Hann heitir Frank Valente, og hann er fyrsti maðurinn, sem hefur’ komið mér til að hlæja í langan tíma. Á leiðinni hingað í vagninum sagði hann mér . .. — Tókstu hann með þér hing að, spurði Ralphie óttasleginn. — Já, hann langar mjög til að hitta þig, þegar það verður hægt. Þar að auki verður þú að hjálpa mér að taka ákvörðun um það, hvort ég á að halda áfram að umgangast hann. Ef þú mælir með því, er ég ekki í vafa um, hvað ég á að gera. — Þetta er stórkostleg hug- mynd hjá þér, sagði drengurinn og gretti sig. — Hér kemur þú með einhvern náunga á uppeld- isheimilið til mín, til að fá vand ræðadreng eins og mig til að viðurkenna hann. Rose þrýsti honum að sér. — Eigum við þá að segja næsta sunnudag? spurði hún. — Já, ef þú vilt endilega vera að þessum skrípaleik, þá get ég ekki komið í veg fyrir það, sagði Ralphie. — Vertu nú góði strákurinn, sagði Rose. — Vertu bless og við sjáumst á sunnudaginn. — Vertu bless, mamma, sagði Ralphie og brosti. — Ég skal vera svo þægur, að þeir haldi að ég sé veikur! Rose og Frank voru á baka- leið og töluðu saman um dag- inn og veginn, á meðan vagninn þaut áfram eftir akbrautinni. Rose hafði ekki augun af lands- laginu í kringum þau, og Frank spurði áhugasamur: — Hafið þér gaman af að vera uppi í sveit, Rose? — Já, það minnir mig á æsku heimili mitt í Ítalíu, svaraði hún og lokaði augunum sem snöggv ast. — Yður langar þó ekki til að fara aftur til Evrópu? •— Nei, ég hef engan til að fara til, það eru allir látnir... fjölskylda mín og vinir mínir. Ef ég hefði áhuga á að heim- sækja kirkjugarða, gæti ég al- veg eins gert það hér í Ameríku. Frank kinkaði kolli. — Ég á frænda, sagði hann, — sem á aðeins eitt áhugamál, og það er að heimsækja legstaði. — Á hverjum sunnudegi fer hann í einhvern kirkjugarðinn. En einu sinni féll á hann þungur leg- steinn, svo að frændi viðbeins- brotnaði. Og svo hló Frank dynj andi hlátri, og Rose hló líka. -— Þér megið ekki tala svona, Frank, stundi hún. — Ég er ekki vön því að hlæja svona. — Væri það ekki góð hug- mynd, að þér kæmuð heim með mér og borðuðuð kvöldmat með Mary og mér? spurði hann fyrir- varalaust. Og svo hló Frank dynjandi hlátri, og Rose hló líka. WHEN THEy KEACHEP7 A IS JUAN TOKKES. CKEATUKE IN LEAP’EK SKINNEK *AY NAWE IS A SECE.ET... 5UT THAT Tarzan missti af „skrimslinu", en önnur hætta steðjaði nú að, eftir að hann hafði verið tekinn til fanga af þremur ókunnum mönnum. Þegar þeir loks komu i faiinn helli, brosti foringinn til Tarzans | es, störf mín, herra, eru leynileg og sagði: Nafn mitt er Juan Torr-! — en skepnan i snjónum — ha! Barnasagan 8CALLI m græm gciukur- mn Nú fór páfagaukurinn aftur af stað. Sláið þá. Lemjið þá í klessu. Komið með gimsteinana. James Tar lætur ekki fara með sig, skrif- aði Tommi eftir honum. Aðeins hægar, Jakob. Nú, hvert vorum við komnir. Holan bak við pálma- trén þrjú, útskýrði fuglinn og Tommi endurtók það óþolinmóð- ur. Ég er búinn að ná því. Þrjú spor til vinstri, hélt páfa- gaukurinn áfram, en bætti svo skyndilega. Tommi stakk blýant- inum í vasann. Að hugsa sér hvað þessi fugl hefur lifað og séð, ekki í kvikmyndahúsum, ekki í bókum heldur í raunveruleikanum. Hann hlýtur að hafa lifað dásamlega ..... *.«. .«*> . tíma. Seglskip, fljúgandi Hollend- inginn... og Tommi leit dreym- andi út á hafið. En þar sá liann nokkuð, sem hann hélt að ekki væri lengur til. í nokkurri fjariægð sá hann gamalt seglskip, sem nálg- aðist óðum Krak.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.