Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 12

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 12
VISIR Miðvikudagur 29. ágúst 1962. ► Gyðingaráðið brezka hefur bor ið fram mótmæli gegn fyrirhugaðri fasistagöngu Sir Oswalds Mosieys til Lundúna næstkomandi sunnu- dag — telja hana ögrun við Gyð- inga, og vilja láta banna hana. HeiMarafíim yfír tvær mffljónir veiði s.l. sólarhring Mikil og góð síldveiði var síðastliðinn sólarhring. Fengu 67 skip samtals 44.000 mál og tunnur. Mun nú heildarafli sumarsins vera kominn vel yfir tvær milljónir, mál og tunnur. Bátar voru á sömu slóðum og áður en nú hefur Ægir fundið síld út af Skrúði. Flugvél frá síldarleitinni aðstoðaði skip við að finna Lætur af starfi Árni Siemsen aðalræðismaður íslands í Hamborg lætur af því starfi um n. k. mánaðamót. Árni var skipaður í þetta starf árið 1957, en áður var hann ræð- ismaður og þar áður, eða frá 1949, vararæðismaður Islands í Hamborg. Jafnframt hefur Árni gegnt ræðis- mannsstarfi fyrir Island í heima- borg sinni Líibeck um fjölda ára og mun gegna því starfi áfram. þau mið og fengu nokkur þeirra mikinn afla. Hagstætt veður var við Norður- og Austurland sl. sólarhring. Fyrir Norðurlandi var veiðisvæðið NA a A 65 sjómílur frá Grímsey. Út af Austfjörðum var veiðin einkum í Norðfjarðardýpinu út af Glettinga nesi og 47-55 sjóm. A af Skrúð, en á sfðastnefndu slóðum fann Æg ir mikið síldarmagn í gær. Þessi skip fengu afla: Hrafn Sveinbj. GK 800, Leifur Eiríksson 600, Anna SI 450, Sæfari 900, Hrafn Sveinbj. GK 850, Arn- kell SH 1000, Guðbjörg IS 500, Einar Hálfdáns IS 1100, Jökull SH 900, Guðm. á Sveinseyri 600, Eld- ey 600, Bjarmi 250, Björgvin 250, Ársæll Sig. 400, Sunnutindur 500, Súlan EA.-700, Páll Pálsson 600, Húni 600, ÓI. Tryggvason 800, Tálkftfirðingur 600, Steinunn 400, Pálína 900, Halldór Jónsson 200, Bergvík 600, Ófeigur 1000, Ljósa- fell 500, Árni Geir 550, Gunnólfur 1109 Jón á Stapa 1000, Mummi 1000, Glófaxi 550, Heimaskagi 700 Björn Jónsson 800, Björg 800, Gull faxi 1400, Guðr. Þork. 700, Álfta- nes 800 Ásúlfur 700, Hugrún 600, Skírnir 1200, Höfrungur 1050, Auð unn 800, Ól. Magnússon 1000, Hag barður 1000, Haraldur 1400, Jón Jónsson 800. Brúin fserð í heilu lagi í gær var brúin á togaranum ísborgu flutt úr sínum gamla stað og á þann stað sem henni er ætlaður, þegar ísborg er orð- in fiutningaskip. Brúin var fiutt um átta og hálfan meter aftur eftir skipinu. Hún er um 25 tonn að þyngd. Höfðu verið byggðar undir hana brautir til hiiðanna og síðan skornar undan uppistöður. Flutn ingurinn gekk vel og var lokið skömmu eftir hádegi. Breytingum á ísborginni mið- ar vel áfram og standa vonir til að þeim verði iokið um áramót. Mun þá skipið bera urn 600 tonn, ef ekki þarf að steypa mikla ballest í það, sem talið er óiíklegt. Ný vél verður sett í skipið. Hefur gufuvélin þegar verið tek- in úr því og verður sett í stað- in 750 hestafla Scandia diesel vél. Er reiknað með að hún gefi skipinu fullhlöðnu 10—11 milna ganghraða. Ekki gátum við • fengið nein ákveðin svör um hvað breyting þessi myndi kosta, en ágizkanir sem við heyrðum um kostnað, eftir allar breytingamar, voru frá sex til átta milljónir. Myndin var tekin við opnun iðnsýningarinnar á Akureyri. Jónas G. Gafnar alþingismaður flyt- ur opnunarræðu. Veghgasta iðnsýning á ís- Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. í sambandi við afmælishátíð Ak- ureyrarkaupstaðar var iðnsýning opnuð í gær á tveim hæðum Amaro-hússins þar sem sýnd er framleiðsla á iðnaðarvömm á Ak- ureyri eins og hún er í dag. Telja menn þetta einhverja skemmtileg- ustu og fullkomnustu iðnsýningu, sem haldin hefur verið á íslandi til þessa. Á. 5. hæð Amaro-hússins sýna fyrirtæki Sambands ísl. samvinnu félaga og KEA, samtals 11 að tölu hvers konar framleiðsluvörur Gefj unar og Iðunnar, Heklu og Skó- gerðarinnar, mjólkurframleiðslu- vörur, kaffibrennslu, og vörur frá Pylsugerðinni. Á sjöttu hæð byggingarinnar sýna 17 framleiðendur, einstakling ar og fyrirtæki, hvers konar fram leiðslu á iðnaðarvörum, sem fram leiddar eru á Akureyri, þ.á.m. hús gögn, spegla, dúka, töskur, bóka- Framhald á bls. 5. Stórfelldar umbætur á Iðnó Dregur jbó ekki úr baráttu fyrir nýju leikhúsi Leikfélag liefur nú í Reykjavíkur undirbúningi ekki átt um nema tvo kosti að velja, annað hvort að gera miklar endurbætur á salnum eða hætta starfsemi sinni með öllu. Ástandið hefði verið orðið þannig, að ekki hefðu selzt nema 7 til 8 fremstu bekkirnir, nauðsynlegt væri að tniklar endnrh^fnr á áhnrf Iselja 8 111 9 bekki ti! að fá upp 1 rniKiar enaurDæiur d anorr | beinan kvöldkostnað. Sem dæmi um það, hve ástandið væri orðið alvarlegt, sagði Helgi Skúlason, að enda þótt leikritið Kviksandur hefði verið sýnt 40 sinnum og að Framhald á bls. 5. sndasalnum í Iðnó. Er; ætlunin að skipta um sæti í salnum og hækka öftustu , bekkina, svo jafn vel sjáist alls staðar í húsinu. 9. og 10. bekkur hækka um 18 cm. og 13. og 14. bekkur um 35 cm., svo dæmi séu nefnd. Þá er og ætlunin að breikka svalirnar og bæta þar við tveimur bekkjaröð- um. Kostnaður við þessar breytingar er áætlaður um 250—300 þúsund. Vísir sneri sér I morgun til Helga Skúlasonar leikara, formanns Leik- félags Reykjavíkur, og innti hann nánar eftir þessum breytingum. Sagði hann, að hér væri um algert nauðsynjamál fyrir leikfélagið að ræða og hefðu þeir leikfélagsmenn ftiorðimsðiir deilir við skipstjóro Fyrir nokkrum dögum kom til áreksturs milli eins skipverja og skipstjóra á norsku síldarskipi við Austfirði. Endaði þetta með þvi að hásetinn gekk úr skipsrúmi þegar skipið sem er frá Koppervik kom í höfn. Hásetinn kom síðan með flugvél til Reykjavíkur og fylgdi honum lögregluþjónn til þess að fylgjast með því að ákvæðum útlendinga- löggjafarinnar væri fylgt. Fór há- setinn fljúgandi út á eigin kostnað í morgun. Varð hann að ferðast upp á eigin kostnað en deilurnar milli hans og skipstjórans voru svo miklar, að hann gat ekki verið lengur um borð. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.