Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Síða 43

Tölvumál - 01.09.1993, Síða 43
September 1993 trúverðugt. Ummál 100 m2 húss var til dæmis eitt sinn skráð 4,5 metrar í stað 45. Verðmæti út- veggja var reiknað eftir saman- lögðu flatarmáli þeirra fundið sem margfeldi ummáls og meðal- hæðar hússins. Þegar tölvukerfið var hannað höfðu menn ekki kennitölur um innan hvaða vik- marka ummál húsa gæti legið enda flókið mál. Þess vegna vissu menn að jafnvel þó færslur hefðu staðist villuleit gætu enn leynst gallar í þeim. Matsforritið sjálft var langan tírna í þróun. Því svipar til forrita sem nú eru notuð til að reikna út byggingakostnað vísitöluhúsa. Menn urðu að ganga úr skugga um að það gæfi áreiðanlegar niðurstöður. Það var gert með því að reikna út matsverð all- margra húsa í höndum og bera saman við niðurstöður forritsins. Þannig þreifuðu menn sig áfram með verðstuðla þar til forritið taldist fullprófað og hefja mátti matsreikninga með því. Áður en unnt var að hefja matsreikningana þurfti að senda allt spjaldsafnið til SKÝRR í röðun. Það tók Segja má að kerfið byggðist upp á dreifðri gagnavinnslu. Sú dreifing var þó með öðru sniði en við eigum að venjast! margar klukkustundir enda var spjaldasafnið tugir kassa og á annað hundrað kíló. Að röðun- inni lokinni var kössunum enn hlaðið í sendiferðabíl og þau keyrð vestur í Háskóla. TölvukeyrslanhjáReiknistofnun var þeim sem nærri komu minnis- stæð. Matsreikningarnir voru flóknir og tóku langan tíma því við mat á hverri íbúð var tekið tillit til yfir 30 verðþátta. Hverjum byggingaþætti var lýst með Að sögn var tölvan í gangi allan sólarhringinn samfellt í þrjár vikur við þetta eina verkefni stærð, gæðalýsingu og tegund. Matsverð hvers þáttar ákvarð- aðist af sérstöku reiknilíkani. Til dæmis mátti velja ámilli 12 ólíkra líkana af eldhúsum með eða án borðkróks og að auki mátti velja á milli allt að 7 gæðaflokka. Mögulegar niðurstöður voru því 168 bara fyrir eldhúsið. Minni tölvunnar setti hraðanum skorð- ur svo mat allra þeirra tæplega 30 þúsund íbúða, bílskúra og annarra eininga sem þá voru í Reykjavík tók langan tíma. Að sögn var tölvan í gangi allan sólarhringinn samfellt í þrjár vikur við þetta einaverkefni. Þó algengeinmenn- ingstölva eins og þessi grein er til dæmis rituð á gæti leyst verk- efnið á einni morgunstund var hér um að ræða eitt stærsta verk- efni sem þessari sögufrægu tölvu var fengið. Á meðan á verkinu stóð komust aðrir notendur ekki að með sín verkefni. Niðurstöð- ur matsins voru prentaðar jafn- óðum á háværan línuprentara. Helstu viðskiptavinir Reikni- stofnunar voru löngu farnir að þekkja það á hljóðinu í honum að verkefni fasteignamatsins var í gangi. "Maður heyrði bölvað fasteignamatshjakkið í prentar- anum strax og maður opnaði úti- dyrnar og fór bara heim aftur" sagði notandi sem hugsaði með hryllingi til þessara vikna. Niðurstöður tölvumatsins voru annars vegar prentaðar í bækur þar sem kom fram allítarleg sund- urliðun á fasteignamati hvers húss og hins vegar gataði tölvan út eitt nýtt spjald fyrir hvert hús. Á því kornu fram helstu upplýs- ingar um húsið á borð við bygg- ingarefni, byggingarár, stærðir, fjölda íbúða, fjölda hæða, mats- fjárhæðir og fleira. Útgötuðu spjöldin mynduðu síðan inntak í fasteignaskrána sjálfa, sem var unnin í tölvum SKÝRR. Áður en kom að gerð hennar þurfti þó að sannreyna matsniðurstöður með því að fara yfir matsbækurnar. Fyrir hvert hús reiknaði tölvan út og skráði ýmsar kennitölur um matsfjárhæðir, þar á meðal verð á rúmmetra og fermetra. Þessi einingarverð lásu starfsmenn yfir Rööunin var allflókin og flæðirit sem lýsti röðunarferlinu tók heilar 5 blaðsíður og könnuðu nánar þau tilfelli þar sem matsfjárhæðir gáfu tilefni til. Þegar villur fundust þurfti að fjarlægja öll spjöld, endurmeta sumar eignir í sérstökum leið- réttingarkeyrslum og aðrar í höndunum ef tölvumat orkaði tvímælis. Að lokinni þessari handunnu villuleit voru gögnin tilbúin til framfærslu fasteignaskrár. Það verkefni var unnið í tölvum Skýrsluvéla og þegar kom að verklokum var komin allöflug ný 43 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.