Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Föstudagur 31. ágúst 1962. — 204. tbl. Dómnefnd skipuð am forstöðumann Umsóknarfrestur um stöðu for- stöðumanns Handritastofnunarinn- ar er runninn út og hafa fjórir menn sótt um starfið. Eru það þeir dr. Einar Ólafur Sveinsson prófes- sor, dr. Jakob Benediktsson, Jónas Kristjánsson skjalavörður og Ólaf- ur Halidórsson magister. Dómnefnd mun verða skipuð, til að dæma um hæfni þessara manna til starfsins og munu verða í henni þeir Guðni Jónsson prófessor, Halldór Halldórsson prófessor og dr. Sigurður Nordal. Ekki' er að fullu ákveðið enn hvenær stofnunin tekur til starfa. Ekki er enn endanlega ákveðið hvenær handritin koma til landsins, en búizt er við að þetta skýrist fljótlega eftir að forstöðumaður er skipaður. Dómnefndin mun vinna úr þeim gögnum, sem umsækjendur leggja fram, með umsóknum sínum og ei ekki vitað hvenær hún leggur fram álit sitt. Tvö slys j gær í gær urðu tvö umferðarslys hér f Reykjavík og annað næsta alvar- legt. Um kl. hálf fjögur í gær var ek- ið á lítinn dreng á Sogavegi og slas- aðist hann mikið. Drengurinn heitir Þór Ragnarsson til heimilis að ! Tunguveg 64. Hann var í fylgd með nokkuð eldri telpu, fóru þau út á götuna fyrir aftan strætisvagn, en þar sleit drengurinn sig lausan, hljóp áfram og þvert i veg fyrir bifreið sem kom aðvífandi. Þór litli mun hafa rifbrotnað og fótbrotnað og óvíst var um höfuð- kúpubrot. Hann var fluttur í sjúkra- | hús og óttuðust læknar um líf hans j í gærkveldi, því mjög virtist þá ■ tekið að draga af honum, en hann • iiresstist aftur við í nótt og í morgun voru læknar miklu von- j betri um hann. Þess má geta að bifreiðin, sem ekið var á drenginn, reyndist í Óskar Guðnason formaður Hiðs I m5nasta ólagi. Það var ungur íslenzka prentarafélags við vinnu sína í Leiftri í morgun. piltur sem ók henni. Framhald á bls. 5. .... ' ... Sí „Get ég fengiö oð sjá útsvarib mitt?" SVARA Reykvíkingar greiða 230 millj. Útsvarsskrá Reykja- víkurborgar lá frammi í gamla Iðnskólanum í morgun. Strax kl. 9 tóku borgaramir að streyma þangað inn, og fékk þar nefndin góða misjafnar kveðjurnar. — Margur bölvaði en aðrir brostu, allt eftir því hvað töl- urnar í skránni sögðu. Þetta verður síðasta árið sem niðurjöfnunarnefnd leggur á út- svör, því skv. lögum nr. 69/ 1962 verður það verk nýskipaðs skattstjóra. í stað niðurjöfnun arnefndar kemur svokölluð framtalsnefnd, sem ákveður tekju- og eignastofninn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarstjórnar skyldu útsvörin í ár vera minnst 281.191.900 kr. Frh. á 5. síðu. Fjöldi fólks lagði leið sína í gamla Iðnskólann þrátt fyrir beljandi rigningu. Ástæðan var sú, að þar Iá frammi útsvarsskrá Reykjavíkurfyrir árið 1961. Spurðu menn spenntir um út svör sín og sést hér á myndinni hvar fjölmargir borgarar bíða eftir svarinu. Útsvarsskrá- in liggur eihnig frammi á Skattsofunni. LÍTLAR VONIRUM SAMKOMULA G Allar líkur benda til að prentaraverkfall skelli á um miðnætti í nótt. Engir fundir hafa verið haldnir með samninganefndum síð an í fyrrakvöld og fundur hafði ekki verið boðaður þégar blaðið fór í prentun skömmu fyrir hádegi. Hins vegar halda prentarar al- mennan félagsfund í dag klukkan 5 og ræða þeir þar tillögur og þá afstöðu sem komið hefur fram í samningaumleitunum und- anfarið. Við náðum í Óskar Guðnason formann prentarafélagsins þar sem hann var á vinnustað sínum, Leiftri í morgun. Vildi hann sem minnst segja á þessu stigi málsins, kvaðst ekkert geta sagt um á hverju samn- ingar helzt strönduðu og hélt að litlar líkur væru til þess að saman gengi eins og málum væri háttað nú. Eins og sagt er frá annars stað- ar í blaðinu eru bókbindarar búnir að semja. Sömdu þeir um 14% kauphækkun en féllu frá öðrum kröfum sínum. Kröfur bókbindara voru þær sömu og prentara, en Óskar kvað það samkomulag engin áhrif hafa á þeirra kröfur né samn ingaumieitanir þeirra við prent- smiðjueigendur. Ef til verkfalls kemur stöðvast j vitaskuld öll prentun í landinu, en ! þó munu dagblöð koma út í fyrra- málið. Ekkert er hægt að segja um hve lengi þetta verkfall muni vara. Spennir bilaður Spennir sá, sem bilaði í Áburð- arverksmiðjunni í sumar, hefur nú bilað aftur. Ekki hlutust af þvi verulegar tafir, þvi að annar spenn ir var kominn einum og hálfum sólarhring eftir að hann bilaði. Framleiðsla verksmiðjunnar heldur því áfram, þó að eitthvað skorti á að fullum afköstum sé náð. Spennirinn sem bilaði er 5000 Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.